Öruggt dreifikerfi – líka á Suðurnesjum Þórður Guðmundsson skrifar 28. febrúar 2013 06:00 Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Suðurnesjalína 2 Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Viðbrögð í framhaldi af ósk Landsnets um að tiltekin landréttindi verði tekin eignarnámi vegna Suðurnesjalínu 2 voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg. Hörð gagnrýni Landverndar kemur til dæmis ekki á óvart þar sem hamrað er á því að ákvörðun um að reisa línuna tengist stóriðju í Helguvík. Því er til að svara að óvissa ríkir um stóriðjuframkvæmdirnar en hvað sem stóriðju líður er brýnt að styrkja flutningskerfið og auka öryggi þess í þágu íbúa og fyrirtækja á Reykjanesi. Í rammaáætlun um virkjanir eru nokkrir virkjunarkostir í nýtingarflokki á Reykjanesi og af þeim sökum nauðsynlegt að byggja flutningsmannvirki sem geta flutt orkuna frá þeim til kaupenda hennar. Nýja línan fellur ágætlega að þessum þörfum og mun jafnframt nýtast til flutnings fyrir kaupendur orkunnar hvort sem þeir verða í Helguvík eða annars staðar á Reykjanesi. Í því ljósi er mér ómögulegt að skilja fullyrðingu um að Landsnet ætli að ráðast í milljarðafjárfestingar að nauðsynjalausu! Landsnet gegnir því lagalega hlutverki að tryggja öruggt og hagkvæmt raforkukerfi á Íslandi en um leið að gæta að umhverfisáhrifum nauðsynlegra flutningsvirkja. Flutningsvirki eru vissulega inngrip í náttúruna hvort heldur er með loftlínum eða jarðstrengjum. Þau eru samt nauðsynleg, enda er flutningskerfið í vissum skilningi lífæð samfélagsins og því mikilvægt að slíkir innviðir séu traustir. Sveigjanleiki og öryggi Landsnet leggur mikið upp úr því að reisa línur meginflutningskerfisins þannig að þær hafi næga flutningsgetu til að mæta þörfum framtíðarinnar. Sé tekið mið af þeim virkjunum sem fyrirhugaðar eru í rammaáætlun er betri kostur að nota 220 kV línur fyrir meginflutningskerfið frekar en línur með lægri flutningsgetu. Þannig þjónar ein 220 kV lína sama hlutverki og fleiri línur á lægri spennu, sem verður að teljast jákvætt með tilliti til umhverfis. Jafnframt skiptir miklu máli að lítill munur er á sjónrænum áhrifum af 220 kV og 132 kV línum. Að meðaltali eru 220 kV línur 3-4 metrum hærri en 132 kV línurnar. Öflugar línur auka sveigjanleika kerfisins verulega og öryggi flutnings sömuleiðis. Þetta getur skipt sköpum í illviðrum eða þegar náttúruhamfarir verða. Í grein eftir framkvæmdastjóra Landverndar í Fréttablaðinu 22. febrúar segir að samkomulag hafi orðið um nokkur mikilvæg atriði í svokallaðri jarðstrengjanefnd sem skilaði stjórnvöldum niðurstöðu fyrir skömmu. Honum finnst undarlegt að Landsnet kannist ekki við það, þrátt fyrir að forstjóri fyrirtækisins hafi undirritað skýrsluna. Því er til að svara að Landsnet tekur heilshugar undir þau atriði sem samkomulag var um og mun að sjálfsögðu hafa þau til hliðsjónar. Það staðfesti ég í viðtali í hádegisfréttum Rúv 20. febrúar sl. Hér fer því Landvernd með rangt mál. Engu að síður mótaði nefndin enga stefnu um lagningu jarðstrengja, sem var samt meginverkefni hennar. Stjórnvöld og Alþingi verða hér að taka af skarið, rétt eins og stjórnvöld víðast hvar í Evrópu hafa gert. Í vetur hafa orðið tíðari truflanir í flutningskerfinu vegna veðurs en á undanförnum áratug. Í þeim hafa veikleikar kerfisins komið betur í ljós og afar brýnt að ráðast í styrkingar til að tryggja afhendingaröryggi rafmagns sem víðast á landinu. Það mun taka mörg ár að bæta ástandið og mikilvægt að hefja framkvæmdir sem fyrst. Fyrir framhaldið er því brýnt að Alþingi móti stefnuna.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar