Júlían: Langaði að prófa þessa þyngd Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2013 06:00 Júlían er núverandi heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu. Fréttablaðið/Valli Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá." Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Júlían Jóhann Karl Jóhannsson, heims- og Evrópumeistari unglinga í réttstöðulyftu, náði ekki að bæta Norðurlandsmeistaratitlinum í safnið sitt en mótið var haldið í Laugardalnum nú um helgina. Júlían hefði unnið öruggan sigur en hann gerði þrívegis ógilt í hnébeygju og gat því ekki skilað samanlögðum árangri. Júlían bætti þó sinn besta árangur í bæði bekkpressu og réttstöðulyftu á mótinu. Hann lyfti 247,5 kg í bekkpressu og bætti met sitt um tvö og hálft kíló. Bætingin hans í réttstöðulyftunni, hans bestu grein, var öllu meiri. Júlían varð Evrópumeistari unglinga síðasta sumar með því að lyfta 327,5 kg og heimsmeistari í sama flokki með því að lyfta 330 kg. Hann gerði sér lítið fyrir um helgina, lyfti 350 kg og bætti sig því um heil 20 kg. „Jú, það kom gríðarlega á óvart," segir Júlían við Fréttablaðið. „Fyrst ég gat ekki stefnt á samanlagðan árangur ákvað ég að fara í þyngd sem mig langaði að prófa. Svo fór þetta bara upp," bætir hann við. Hann segir þetta hafa verið smá sárabót fyrir að missa af titlinum og það á heimavelli. Júlían klikkaði reyndar líka á hnébeygjunni á HM drengja í Kanada árið 2011 og náði ekki samanlögðum árangri þá. „Ég var mjög ánægður með bekkpressuna og réttstöðulyftuna. Ég þarf hins vegar að leggjast yfir tæknina í hnébeygjunni og breyta einhverju þar," segir Júlían sem ákvað að taka ekki „öryggisþyngd" í fyrstu tilraun. Hann fór beint í 327,5 kg sem hefði verið bæting hjá honum. „Mér fannst ég bara vera svo pottþéttur á þessu og æfingar höfðu gengið vel. En ég verð fljótur að jafna mig á þessu. Næsta mót er EM unglinga í byrjun apríl og einhverju verður breytt hjá mér fyrir það mót." Í kraftlyftingum er unglingaflokkur upp í 23 ára aldur. Júlían er aðeins tvítugur og á því nokkur ár eftir í sínum flokki, en hann keppir í yfirþungavigt. „Ég stefni á að ná góðum árangri í apríl og vona að ég eigi enn meiri bætingu inni þá."
Íþróttir Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira