Vandræði að koma gestum Hönnunarmars í gistingu Kolbeinn Óttarsson Proppé og Kristján Hjálmarsson skrifar 19. febrúar 2013 11:00 Austurrískir ferðamenn. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu Ísland heim í nóvember og desember í fyrra en árið áður. Mynd/Valli Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum. HönnunarMars Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira
Gestir á leið á Hönnunarmars hafa margir hverjir lent í vandræðum með að verða sér úti um gistingu. Gistirými eru laus en hópar hafa þurft að skipta sér á nokkra gististaði. Halla Helgadóttir, framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar Íslands, segir von á mörgum gestum á hátíðina. Þetta er í fimmta skipti sem Hönnunarmars er haldin en á hátíðinni er íslensk hönnun til sýnis á fjölmörgum viðburðum. Borið hafi á því að erfitt hafi verið að finna gistingu fyrir fólk. „Hönnunarmars er haldinn í mars af því að það er mjög lítið að gerast þá hér á landi fyrir ferðamenn. Það var litið á þennan tíma sem „off-season" en svo virðist ekki vera lengur," segir Halla. „Við seljum ekki inn á hátíðina þannig að við höfum ekki tæmandi yfirlit yfir gestina. Við vitum hins vegar að það er mikil fjölgun á erlendum gestum sem koma á hátíðina. Við höfum reynt að beina gestum á sömu staðina, þar sem þeim finnst gott að vera með kollegum sínum. Það hefur hins vegar verið erfitt þar sem allt er að fyllast." Vetrarferðamönnum fjölgar gríðarlegaÁtakið Ísland allt árið virðist hafa borið ávöxt en markmið þess er að fjölga þeim ferðalöngum sem sækja Ísland heim yfir vetrarmánuðina. Um 30 prósentum fleiri ferðamenn sóttu landið heim í nóvember og desember 2012 en árið áður og á sumum gististöðum eru gestir í janúar 2013 tvöfalt fleiri en í sama mánuði árið áður. Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir að mjög vel hafi gengið að markaðssetja Ísland fyrir vetrarferðamennsku. Allir hafi lagst á eitt og hún sé mjög ánægð með árangurinn. „Hingað komu 30 prósentum fleiri ferðamenn í nóvember og desember árið 2012 en í sömu mánuðum árið áður. Þetta hafa verið erfiðir mánuðir í gegnum tíðina og því er þessi aukning mjög kærkomin." Ríkið, Reykjavíkurborg og fjölmörg fyrirtæki hafa staðið fyrir átakinu Ísland allt árið, til að auka vetrarferðamennsku. Það er þriggja ára verkefni sem nú er hálfnað. Erna segir það hafa skilað góðum árangri en mikilvægt sé að slá hvergi af þótt ferðamönnum hafi fjölgað mikið. „Auðvitað þurfum við alltaf að markaðssetja, þetta auglýsir sig ekki sjálft. Ýmislegt hefur hjálpað okkur, eins og Eyjafjallagosið, en það var til langs tíma gríðarlega góð markaðssetning fyrir Ísland." Allt morandi í ferðamönnum á LaugavegiAðsókn í gistingu er minni úti á landi en á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem bjóða upp á bakpokarými í höfuðborginni eru hins vegar ánægðir með aðsóknina. „Það var tvöföldun í janúar frá því í fyrra svo það er ekki spurning að ferðamönnum hefur fjölgað mikið. Janúar hefur hingað til verið einn af slakari mánuðunum," segir Jón Ásgeirsson, rekstrar- og móttökustjóri á gistiheimilinu Reykjavík Backpackers. „Við erum á Laugaveginum og það er allt morandi í ferðamönnum hér. Þeir spretta upp eins og illgresi á þessum mánuðum – sem er bara gott." Afmæli í íslenskum norðurljósumBecki Davies og Phil Dey frá Southampton. Mynd/GVANýting á Hótel Rangá hefur verið yfir 80 prósentum yfir flestalla vetrarmánuðina. Aðsóknin er minni fyrir utan höfuðborgarsvæðið en þó víða góð. Á Hótel Rangá hefur nýtingin yfir vetrarmánuðina aukist mjög undanfarna vetur og verið yfir 80 prósentum flesta mánuði í vetur. Friðrik Pálsson hótelstjóri segir að vetrargestir dvelji lengur en þeir sem sækja hótelið heim yfir sumartímann. "Ég á afmæli í dag, er þrjátíu ára gömul, og við ákváðum að halda upp á það á óvenjulegan hátt með því að fara til Ísland," sagði Becki Davies þegar Fréttablaðið rakst á hana á Hótel Rangá á dögunum. Þar var hún ásamt spúsa sínum, Phil Dey, en þau eru frá Southampton á Englandi. Þau höfðu dvalið á Hótel Glym í Hvalfirði í eina nótt en ætluðu að vera í þrjár nætur á Hótel Rangá. Þau voru búin að skipuleggja fjölmargar skoðunarferðir, enda sammála um að landið sé afar fallegt á að líta. Það sem helst dró þau á klakann er þó ekki landið sjálft heldur það sem fyrir ofan það er. "Við hlökkum gríðarlega mikið til að sjá norðurljósin og erum búin að skrá okkur á lista yfir að vera vakin þegar til þeirra sést. Það verður mögnuð upplifun og vonandi sjást þau vel," segja þau skötuhjú að lokum.
HönnunarMars Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Fleiri fréttir Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Sjá meira