Santiago mun þyngri í kvöld Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. febrúar 2013 07:00 Vígalegir Gunnar Nelson og Jorge Santiago við vigtunina í Lundúnum í gær. nordicphotos/getty Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika. Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Sjá meira
Gunnar Nelson mætir í kvöld Brasilíumanninum Jorge Santiago á UFC-bardagakvöldi sem haldið verður með pompi og prakt í Wembley Arena í Lundúnum. Bardaginn er einn af aðalbardögum kvöldsins og hefur hans verið beðið með mikilli eftirvæntingu. Kapparnir voru vigtaðir í gær og voru báðir í leyfilegri þyngd. Gunnar vó 169 pund (76,7 kg) og Santiago 170 pund (77,1 kg) sem er hámarksþyngd í veltivigt. Fyrir fram var talið að Santiago myndi eiga erfitt með að ná keppnisþyngdinni en hann hefur einnig keppt í næsta þyngdarflokki fyrir ofan. „Santiago hefur verið vel undirbúinn þar sem hann var hvort eð er að undirbúa sig fyrir bardaga í veltivigt," sagði Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, við Fréttablaðið í gær. Santiago var fenginn til að berjast við Gunnar með skömmum fyrirvara þar sem upphaflegur andstæðingur hans dró sig úr keppni vegna meiðsla. „En hann verður mun þyngri en Gunnar þegar þeir labba inn í hringinn," segir Haraldur. „Þessir kappar geta bætt á sig gríðarlegri þyngd á einum sólarhringi."Gunnar léttir sig lítið Gunnar léttir sig yfirleitt um 3-4 kg fyrir vigtun sem þykir lítið í þessum heimi. „Gunnar er yfirleitt að berjast í kringum 79-80 kg en það er ekki óþekkt að veltivigtarkappar séu allt að 90 kg þegar þeir stíga í hringinn. En því miður verða þeir ekki vigtaðir í kvöld og því ekki hægt að segja með vissu hver munurinn verður á þeim," segir Haraldur. Gunnar vakti gríðarlega athygli í frumraun sinni í UFC en þá vann hann sannfærandi sigur á DaMarques Johnson. Nú þegar er hann vel þekktur í þessum heimi Een Chael Sonnen, sem er þekktur UFC-bardagakappi, sagði í sjónvarpsútsendingu frá vigtuninni í gær að frumraun Gunnars væri ein sú allra glæsilegasta sem hann hefði séð nokkru sinni. „Gunnar á talsvert af aðdáendum hér úti og fær fullt af jákvæðum straumum. Það eru margir sérstaklega hrifnir af honum sem bardagamanni og hans bardagastíl. Það er ekki síður horft til þess en úrslita bardaganna og keppnisstíll Gunnar þykir einn og sér mjög áhugaverður," segir Haraldur. Gunnar með eindæmum rólegur Alls fara tólf bardagar fram í kvöld, þar af sex sem eru á aðaldagskránni. Við vigtunina í gær voru flestir kapparnir ófeimnir við að vekja á sér athygli með ýmsum tilburðum en Gunnar var með eindæmum rólegur og yfirvegaður. „Það er misjafnt hvernig menn eru í þessu en Gunnar er vissulega mjög rólegur. Það hefur vakið athygli bæði heima og hér úti. En þannig er hann bara að eðlisfari, bæði í kringum bardaga og dagsdaglega." Og pabbinn er ekki í nokkrum vafa um hvernig bardaginn í kvöld muni fara. „Gunnar mun vinna þennan bardaga. Ég hef gríðarlega trú á honum," segir hann án þess að hika.
Íþróttir Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Sjá meira