Við erum of grandalausir Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. febrúar 2013 08:00 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur áhyggjur af þróun mála. Mynd/Vilhelm Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið." Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira
Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur evrópska lögreglan, Europol, komið upp um gríðarlega spillingu í knattspyrnuheiminum. Átján mánaða rannsókn þeirra leiddi í ljós að úrslitum hefði verið hagrætt í 680 leikjum um allan heim. Ekki tókst það alltaf en leikmönnum eða dómurum var þó mútað. Rannsóknin teygði anga sína til 30 landa og Fréttablaðið spurði Þóri Hákonarson, framkvæmdastjóra KSÍ, að því hvort rannsóknin hefði teygt anga sína til Íslands. „Við heyrðum aldrei neitt frá Europol. Ég myndi telja líklegt að við hefðum verið með í ráðum ef þeir vildu rannsaka Ísland," segir Þórir sem var þá nýbúinn að sjá fréttirnar. „Þetta er alveg ótrúlegt. Að sama skapi er þetta eitthvað sem menn hafa óttast í langan tíma." Þó svo að Ísland hafi ekki verið með í þessari rannsókn hafa komið upp slík mál á Íslandi. „Það hefur ekki komið upp mál þar sem er hægt að segja hreint að það hafi verið keypt þrjú stig. Það er ekkert staðfest tilvik. Það eru samt vísbendingar um að slíkt hafi verið reynt á Íslandi," segir Þórir en KSÍ kom í veg fyrir að Letti stofnaði 3. deildar lið á Íslandi í fyrra með eigin leikmönnum. Sami aðili hafði líka lýst yfir áhuga á því að taka yfir Grindavík. „Hver er fjárhagslegur ávinningur af því að stofna félag á Íslandi? Hvað er þar í gangi? Það blasti alveg við. Svo kom upp mál árið 2008 en leikmaður HK leitaði þá til leikmanns Grindavíkur um að hafa áhrif á gang mála. Grindvíkingurinn tilkynnti sínu félagi um málið og þeir fóru með það í okkur. Það mál var því stöðvað," segir Þórir, en báðir leikmenn eru af erlendu bergi brotnir. „Það var svindlari að spila á Íslandi síðasta sumar. Það er svo einfalt. Hann hefur játað það fyrir rétti," segir Þórir, en hann vísar þar til Erdzan Beciri, leikmanns Víkings Ólafsvíkur. Hann viðurkenndi að hafa þegið tæpar 2 milljónir króna fyrir að hafa áhrif á gang mála í Slóveníu. Aðeins þremur dögum síðar var hann orðinn leikmaður Víkings. Hvorki félagið né KSÍ vissu af þessum dómi Beciri, sem lék 11 leiki með Víkingi í fyrra. Hann var einnig leikmaður HK er það mál komst upp 2008. Ekki er þó vitað hvort hann sé HK-ingurinn sem var tilkynntur til KSÍ vegna þess máls. Beciri þessi hefur viðurkennt að hafa hagrætt úrslitum leikja í Króatíu og hann er grunaður um sömu iðju í fleiri löndum að því er fram kemur í frétt fótbolti.net á dögunum. „Það er óhætt að segja að við höfum áhyggjur af þróun mála enda hafa svona hlutir verið að gerast allt í kringum okkur. Fullt af málum í Finnlandi og frestaðir leikir í Noregi vegna gruns um svindl. Því miður er þetta úti um alla Evrópu," segir Þórir ákveðinn og bætir við: „Mesta hættan er sú að menn eru allt of grandalausir. Félögin og samfélagið halda að þetta eigi ekkert við á Íslandi. Það er mesta hættan. Við megum hafa áhyggjur af þessu og vonandi verða þessar nýjustu fréttir til þess að vekja félögin og almenning til umhugsunar um meinið."
Íslenski boltinn Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti FIFA: Donald Trump ræður engu um það Fótbolti Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Íslenski boltinn Lausanne - Breiðablik | Blikar stíga aftur á stóra sviðið Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Sjá meira