Heræfingarnar burt! Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 4. febrúar 2013 06:00 Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Á síðustu misserum hafa friðarsinnar fylgst vel með framgöngu borgarstjórnar Reykjavíkur í friðar- og afvopnunarmálum. Núverandi meirihluti hefur það yfirlýsta markmið að Reykjavík skuli vera friðarborg og sú stefna er ekki bara í orði heldur einnig í verki. Borgarstjóri hefur lýst því yfir að hvers kyns heræfingar séu óæskilegar í borgarlandinu og það sama gildir um heimsóknir herflugvéla og herskipa. Valdsvið borgarinnar til að framfylgja þessari stefnu er þó óljóst. Íslensk lög þegja þunnu hljóði þegar kemur að heræfingum, sem þó hafa illu heilli margoft verið haldnar hér á landi. Sá sem hyggst opna pylsuvagn eða skipuleggja skátamót þarf að afla sér hvers kyns leyfa og samþykkis frá viðkomandi sveitarfélagi en umfangsmiklar heræfingar með truflun, röskun og mengunarhættu kalla ekki á neitt slíkt.Tæki fyrir sveitarstjórnir Árið 2008 flutti ég, ásamt nokkrum félögum mínum í Vinstri hreyfingunni – grænu framboði, frumvörp til breytinga á skipulags- og byggingarlögum annars vegar en lögum um mat á umhverfisáhrifum hins vegar. Gerðu þau ráð fyrir að heræfingar, þar með talið lágflugsæfingar, væru skipulags- og umhverfismatsskyldar. Þar með væri sveitarfélögum gert kleift að setja slíkri starfsemi stólinn fyrir dyrnar. Í umsögn um málið lýsti Eyþing, samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, stuðningi við markmið frumvarpsins. Er kunnara en frá þurfi að segja að íbúar við Eyjafjörð hafa fengið sinn skerf af háværum lágflugsæfingum erlendra orrustuþotna á liðnum árum. Því miður náðu frumvörp þessi ekki fram að ganga á sínum tíma. Fyllsta ástæða er hins vegar til að draga þau fram á ný. Þar með væri friðelskandi sveitarstjórnum sem ekki vilja sjá vígtól í lögsögu sinni gefið öflugt tæki í hendurnar.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun