Voru herbergisfélagar í átján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2013 08:00 John og Jim Harbaugh hafa verið í ótal viðtölum síðustu vikur. Mynd/AP Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu. NFL Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira
Super Bowl í ár hefur fengið gælunafnið Harbaugh Bowl og ekki að ástæðulausu. Fyrstu bræðurnir til að þjálfa á sama tíma í ameríska fótboltanum mætast þá með lið sín í úrslitaleik ameríska fótboltans, sem fer fram í New Orleans á sunnudaginn. John Harbaugh er fimmtán mánuðum eldri en Jim og hefur verið þjálfari NFL-deildinni þremur árum lengur. John náði þó aldrei að spila í deildinni en Jim var leikmaður í fjórtán tímabil frá 1987 til 2000. Þeir voru herbergisfélagar í átján ár og fengu báðir góða innsýn í starf þjálfarans því faðir þeirra, Jack, þjálfaði í 41 ár í háskólafótboltanum. „Þegar við vorum yngri mættum við hvor öðrum í bakgarðinum í ímynduðum Super Bowl-leik en við vorum þá að spila en ekki að þjálfa. Við héldum alltaf að við myndum ná að spila í Super Bowl. Jim komst aðeins nær því en ég en það tókst hjá hvorugum. Menn segja „ef þú nærð því ekki sem leikmaður, gerðu það þá sem þjálfari" og þetta er okkar tækifæri," sagði John Harbaugh, sem hefur farið með Baltimore Ravens í úrslitakeppnina öll fimm ár sín í deildinni. Jim Harbaugh hefur líka gert frábæra hluti síðan hann tók við liði San Francisco 49ers árið 2011 og hann tók eina stærstu ákvörðun síðari tíma þegar hann skipti um leikstjórnanda á miðju tímabili. Alex Smith var búinn að skila flottum tölum en liðið hefur blómstrað síðan hinn litríki Colin Kaepernick fór að stýra sóknarleik liðsins, enda óútreiknanlegur og jafn hættulegur á hlaupum og í köstum. Maður dagsins og maður úrslitakeppninnar hefur þó verið Ray Lewis, varnarmaður Baltimore Ravens. Hann meiddist illa á tímabilinu, tókst að ná sér góðum fyrir úrslitakeppnina og hefur síðan farið á kostum í ævintýri Ravens-liðsins vitandi það að þetta séu síðustu leikir hans á ferlinum. Það verður eflaust mikið um dramatík og dansa hjá Lewis á sunnudaginn. Hann mun þá kveðja NFL eftir 17 frábær ár en aðeins á eftir að koma í ljóst hvort hið mikla ævintýri Ravens-liðsins fær fullkominn endi. Leikurinn hefst eitt eftir miðnætti á morgun og er í beinni á ESPN America á fjölvarpinu.
NFL Mest lesið Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Fleiri fréttir Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Í beinni: FH - Veszprém | Aron stígur hinsta dansinn Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Sjá meira