Tækjabúnaður í heilbrigðisþjónustu 28. janúar 2013 06:00 Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Um allt land er rekin öflug heilbrigðisþjónusta fyrir landsmenn. Hún væri ekkert án þess þróttmikla starfsfólks sem hefur á undangengnum misserum sýnt fagmennsku og æðruleysi við erfiðar aðstæður í kjölfar efnahagshrunsins. Margt hefur komið upp sem sýnir okkur að á ýmsum sviðum vorum við síður undirbúin fyrir áfallið en hefði mátt ætla. Meðfylgjandi línurit, sem sýnir fjárframlög til tækjakaupa á Landspítalanum og Sjúkrahúsinu á Akureyri, staðfestir orð starfsfólks heilbrigðisþjónustunnar um að góðærið skilaði sér að litlu sem engu leyti til hennar. Stjórnendur og starfsfólk hafa ítrekað bent á að fjárframlög síðustu ára hafa ekki náð að viðhalda nauðsynlegri endurnýjun, jafnvel svo að í óefni horfir nú á sumum sviðum. Hrun gjaldmiðilsins með tilheyrandi hækkun á aðföngum gerir vandann enn meiri. Lögum samkvæmt eru tvö sérgreinasjúkrahús á Íslandi, Landspítalinn í Reykjavík og Sjúkrahúsið á Akureyri. Á þessum stofnunum fer fram flókin og sérhæfð meðferð sem kallar á sérstaka þörf fyrir sérhæfðan búnað og tæki og er fjárþörf eftir því. Þessar heilbrigðisstofnanir, sem og margar aðrar um land allt, hafa um áratuga skeið notið velvilja félagasamtaka og einstaklinga sem af rausnarskap hafa stutt dyggilega við starfsemi stofnana. Engu að síður er framlag skattgreiðanda í formi ríkisframlags mikilvægast þessum stofnunum, enda ekki unnt að treysta einungis á almannaheillasamtök, þótt öflug séu. Í ljósi þessa hefur nú í fyrsta sinn verið unnin, að beiðni velferðarráðuneytisins, fjárfestingaráætlun í tækjabúnaði fyrir Landspítalann. Í nýrri heilbrigðisáætlun er síðan gert ráð fyrir að annað hvert ár liggi fyrir áætlun um endurnýjun og kaup á tækjabúnaði á sérgreinasjúkrahúsum og horfa ber til sama fyrirkomulags á öðrum heilbrigðisstofnunum. Sem upptakt að breyttu og bættu fyrirkomulagi á þessu sviði ákvað ríkisstjórnin að auka framlög til tækjakaupa á sérgreinasjúkrahúsum umtalsvert, eins og sjá má á meðfylgjandi riti.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar