Fjaðurvigt fjórða valdsins Þorsteinn Pálsson skrifar 26. janúar 2013 06:00 Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Við hátíðleg tækifæri er fjölmiðlum oft skipað í flokk með þremur stoðum ríkisvaldsins. Á þá er litið sem fjórða valdið. Víst er að lýðræðið þrífst misjafnlega án þeirra. Vert er í þessu samhengi að skoða fréttaumfjöllun um endurskoðun stjórnarskrárinnar sem forsætisráðherra ber ábyrgð á lögum samkvæmt. Spurningin er: Hafa fjölmiðlar risið undir lýðræðislegum skyldum við miðlun frétta af rökum og gagnrökum þess sem ábyrgðina ber? Þegar að er gáð kemur í ljós að fjölmiðlar hafa aldrei spurt forsætisráðherra um annað en hvenær næsta umræðulota byrji og hvenær henni eigi að ljúka. Þeir gefa þá falsmynd af stjórnskipulegum skyldum forsætisráðherra að hann hafi ekki annað hlutverk en að ákveða klukkan hvað umræða hefjist og hvað gefa eigi henni langan tíma. Segja verður forsætisráðherra til hróss að hann hefur alltaf haft svör á reiðum höndum um tímasetningar. Fjölmiðlar hafa fylgt þeim eftir með einni spurningu um álit ráðherrans á málþófinu sem staðið hefur með hléum. Henni hefur forsætisráðherra nú svarað nokkur hundruð sinnum á þann veg að með engu móti sé líðandi að íhaldið stöðvi þessa miklu réttarbót vegna sérhagsmunagæslu sinnar. Þetta er það eina sem fréttamönnum hefur þótt þess virði að inna þann ráðherra eftir sem ber stjórnskipulega ábyrgð á málinu. Aldrei ein aukatekin spurning um efnislega afstöðu til þeirra fjölmörgu einstöku álitaefna sem tillögurnar gefa tilefni til. Ef notuð er sama þyngdarflokkun og í hnefaleikum er þetta fjaðurvigt í fréttamennsku.Meiri spilling Fræðasamfélagið hefur frá upphafi brotið ýmis álitaefni tengd stjórnarskrárendurskoðuninni til mergjar og með vaxandi þunga þegar dró að því að málið yrði lagt fram á Alþingi. Fjölmiðlar sinntu þessari umræðu lítið þar til fræðimennirnir fóru að nota sterkari orð. Það er líka merki um fjaðurvigt. Núverandi kjördæmaskipun er meingölluð. Breytingatillögur stjórnlagaráðs eru um margt áhugaverðar. Markmið þeirra er að jafna atkvæðisréttinn, gera persónukjör að ríkari þætti og draga úr áhrifavaldi flokksforingja. Lítill ágreiningur virðist vera um jöfnun kosningaréttar. Ýmis önnur atriði hafa vakið spurningar. Bent hefur verið á að eftir því sem flokkakerfið veikist eigi sterkir leiðtogar auðveldara með að deila og drottna og tefla þingmönnum sundur og saman vegna mismunandi skoðana og hagsmuna. Hvers vegna hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður út í þennan mögulega öfugsnúning við markmiðið? Fræðimenn hafa vakið athygli á að rannsóknir sýni að hætta geti verið á meiri spillingu eftir því sem persónukjör verður fyrirferðarmeira. Þetta þarf ekki að vera algilt en er eigi að síður ásækin spurning. Forsætisráðherra var áður helsti óvinur spillingarinnar. Hvaða sérhagsmunir búa að baki kröfunni um að skoða þetta álitaefni betur að ráði fræðimanna? Þá hefur forsætisráðherra aldrei verið spurður hví ekki megi auka áhrif kjósenda á val ríkisstjórna. Hverjir eiga sérhagsmuna að gæta í því efni? Ríkisstjórnin hefur ekki getað samið ný kosningalög er samræmast nýju stjórnarskrártillögunum í þá nítján mánuði sem hún hefur haft til þess. Reynist það nýrri ríkisstjórn jafn erfitt verður ekki unnt að rjúfa Alþingi eftir tvö ár því þá verða engin kosningalög í gildi. Hvers vegna er forsætisráðherra ekki krafinn svara um hvaða sérhagsmunir séu fólgnir í því að gera kröfu um að ný kosningalög séu tilbúin samtímis stjórnarskránni þannig að stjórnskipunin geti virkað? Annað er ævintýramennska sem leitt getur til stjórnskipulegs öngþveitis.Minni ábyrgð Tillögur ríkisstjórnarflokkanna miða að því að draga verulega úr valdi Alþingis og auka hlut þjóðarinnar í beinu löggjafarstarfi. Enginn spyr í því samhengi hvers vegna samtímis á að fjölga þeim sem sitja á þingi en ekki fækka í réttu hlutfalli við minna hlutverk þeirra. Hvaða sérhagsmunir eru að baki kröfunni um fækkun þingmanna? Fræðimenn hafa vakið athygli á að ekkert þingræðisríki hafi gengið jafn langt í að veikja fulltrúalýðræðið og stefnt er að. Þeir hafa með rökum sýnt fram á að það muni draga verulega úr pólitískri ábyrgð. Í umræðunni hefur krafan um aukna ábyrgð þó verið fyrirferðarmikil. Forsætisráðherra var einu sinni helsti talsmaður aukinnar pólitískrar ábyrgðar. Nú krefst hann breytinga fyrir tiltekinn dag sem flest bendir til að dragi úr pólitískri ábyrgð. Hvers vegna spyr enginn út í þessa þverstæðu og hvaða sérhagsmuni sé verið að verja með því að skoða þetta efni betur? Þetta eru aðeins örfáar af þeim fjölmörgu efnislegu spurningum sem fréttamenn spyrja ekki þann sem ábyrgðina ber. Slík fjaðurvigt fjórða valdsins bætir ekki lýðræðið.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun