

Liðsstyrkur
Öllum í þessum hópi verður boðið tímabundið starf eða starfsendurhæfing á þessu ári skrái þeir sig til þátttöku í átakið á www.lidsstyrkur.is. Megininntak þessa umfangsmesta atvinnuátaksverkefnis sem ráðist hefur verið í er þannig vinna fyrir vinnufæra og vinnufúsa á sama tíma og þeim sem eru óvinnufærir er boðin atvinnutengd starfsendurhæfing. Heildarkostnaður Atvinnuleysistryggingasjóðs við verkefnið er áætlaður 2,7 milljarðar króna.
Reiknað er með að um 60% einstaklinga í þessum hópi þiggi starfstilboð svo skapa þarf 2.200 tímabundin ný störf fyrir langtímaatvinnuleitendur á þessu ári. Sveitarfélög munu bjóða 660 störf, ríkið 220 störf og almenni vinnumarkaðurinn 1.320 störf.
Markmið Liðsstyrks er að enginn falli af atvinnuleysisbótum án þess að fá tilboð um starf. Atvinnuleysistryggingasjóður niðurgreiðir stofnkostnað atvinnurekenda við ný störf fyrir þennan hóp tímabundið og nemur styrkur með hverri ráðningu grunnatvinnuleysisbótum ásamt 8% framlagi í lífeyrissjóð, samtals 186.417 kr. á mánuði. Atvinnurekandi gerir síðan hefðbundinn ráðningarsamning við atvinnuleitanda og greiðir honum laun samkvæmt kjarasamningi.
Skilyrðin:
1.Ráðning viðkomandi atvinnuleitanda feli í sér fjölgun starfsfólks.
2.Fyrirtæki hafi að minnsta kosti einn starfsmann á launaskrá.
3.Fyrirtæki hafi síðastliðna sex mánuði ekki sagt upp starfsmönnum sem gegnt höfðu starfinu sem ráða á til.
4.Ráðning feli ekki í sér verulega röskun á samkeppni innan atvinnugreinar á viðkomandi svæði.
5.Staðfesting á launagreiðslu til starfsmanns samkvæmt kjarasamningi fylgi með reikningi til Vinnumálastofnunar vegna greiðslu styrks á grundvelli samnings um Liðsstyrk.
Með þessu metnaðarfulla átaki hafa ríkið og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði sameinast með einstökum hætti til að tryggja langtímaatvinnulausum tækifæri til að komast inn á vinnumarkaðinn að nýju. Samstarf sem þetta er óþekkt í nágrannalöndum okkar og ljóst að gríðarmikil vinna er fram undan til að ná þessu metnaðarfulla markmiði. Forsenda árangurs er gott samstarf aðilanna sem hrinda hér sameiginlega af stað þjóðarátaki gegn langtímaatvinnuleysi. Ég vil þakka samtökum launafólks, Samtökum atvinnulífsins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga fyrir gott samstarf við undirbúning og framkvæmd þessa verkefnis sem sýnir hverju hægt er að áorka þegar unnið er sameiginlega að úrlausn samfélagslegra mála.
Skoðun

Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun?
María K. Jónsdóttir skrifar

Magnús Karl er besti kosturinn
Magnús Tumi Guðmundsson,Sigrún Helga Lund,Jón Gunnar Bernburg,Helga Zoega skrifar

Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt
Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin banni tölvupóstaflóð
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

„Söngvar vindorkunnar“
Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar

Rektorskjör: Ég treysti Silju Báru Ómarsdóttur best
Guðný Björk Eydal skrifar

Mikilvægasta rektorskjör í manna minnum ...og hvers vegna ég styð Magnús Karl
Viðar Halldórsson skrifar

Ég kýs Þorstein Skúla Sveinsson sem næsta formann VR
Erla Björg Hafsteinsdóttir skrifar

Nú þarf Versló að bregðast við
Pétur Orri Pétursson skrifar

Áföll og gamlar tuggur
Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar

Billjón dollara hringavitleysa?
Bjarni Herrera skrifar

Svona hafði háskólinn fé af sjúkum manni á tveimur sólarhringum
Ögmundur Jónasson skrifar

Þetta er allt í hausnum á þér! Er þetta eðlilegt?
Karen Ösp Friðriksdóttir,Arnrún María Magnúsdóttir skrifar

Aldursfordómar, síðasta sort
Bjarni Þór Sigurðsson skrifar

Kjaramál eru annað tungumál Þorsteins Skúla
Bryndís Gunnarsdóttir skrifar

Lyf eru EKKI lausnin við svefnvanda
Anna Birna Almarsdóttir skrifar

Fáum Elon Musk lánaðan í viku
Davíð Bergmann skrifar

Á-stríðan og meðferðin
Grétar Halldór Gunnarsson skrifar

Ingibjörg Gunnarsdóttir – Rektor sem skapar nemendum tækifæri
Birna Þórisdóttir skrifar

Valkostir í varnarmálum
Tryggvi Hjaltason skrifar

Magnús Karl er trúverðugur talsmaður vísinda á Íslandi
Hannes Jónsson skrifar

Rænum frá börnum og flestum skítsama
Björn Ólafsson skrifar

Með opinn faðminn í 75 ár
Guðni Tómasson skrifar

Kolbrún lætur verkin tala og fær mitt atkvæði
Vanda Sigurgeirsdóttir skrifar

Ísland 2035: Gervigreind fyrir betra líf og styttri vinnuviku
Sigvaldi Einarsson skrifar

Lokum.is
Alma Hafsteinsdóttir skrifar

Að komast frá mömmu og pabba
Ingibjörg Isaksen skrifar

Draumaskólinn – Skóli fyrir þig, ekki þú fyrir skólann
Einar Mikael Sverrisson skrifar

Upp með olnbogana!
Eliza Reid skrifar

Að missa sjón þó augun virki
Inga María Ólafsdóttir skrifar