Hvað meinar þú Ögmundur? Andrés Pétursson skrifar 17. janúar 2013 06:00 Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Pétursson Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Allt frá því að aðildarviðræður við Evrópusambandið hófust árið 2009 hafa andstæðingar aðildar reynt með alls konar brögðum að torvelda ferlið. Alls kyns gróusögum um ímyndaðar hindranir hefur verið haldið á lofti, meðal annars að Íslendingar þyrftu að senda hermenn í einhvern ímyndaðan Evrópuher og að landsmenn yrðu að breyta ýmsu í sinni stjórnsýslu áður en af aðild yrði. Eftir því sem viðræðunum hefur miðað áfram hefur komið í ljós að flestar ef ekki allar þessar flökkusögur hafa ekki átt við nein rök að styðjast. Ein af lífseigustu sögunum hefur verið sú að það hafi skaðað hagsmuni Íslendinga að fara af stað í þennan leiðangur án nægjanlega sterks pólitísks baklands á Íslandi. Samhentari ríkisstjórn hefði sjálfsagt haldið betur á málinu en ég hef aldrei skilið þetta „bjölluats“-tal sem andstæðingar hafa klifað á. Staðreyndin er sú að Íslendingar uppfylla öll skilyrði Evrópusambandsins fyrir aðild, meðal annars að hér sé virkt markaðshagkerfi og virðing fyrir mannréttindum sé í hávegum höfð. Alþingi Íslendinga sótti um aðild með öruggum meirihluta. Þingið hefur einnig þegar einu sinni fellt tillögur um að hætta aðildarviðræðunum. Hvað er ekki rétt við þetta ferli? Þvæla Það væri óðs manns æði að reyna að leiðrétta alla þá þvælu sem öfgafyllstu andstæðingar aðildar hafa haldið fram. En þegar ágætlega vel gefnir menn eins og Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra halda fram órökstuddum fullyrðingum um skaðsemi aðildarviðræðna þá verður maður að drepa niður penna. Í grein í Morgunblaðinu nýverið hélt ráðherrann því fram að Norðmenn hefðu skaðast af því að sækja um aðild. „Er það mál manna að Norðmenn hafi lengi þurft að súpa seyðið af því að draga ESB-ríkin á asnaeyrum,“ segir Ögmundur í greininni. Ég fór því á stúfana og talaði við vini mína í norsku utanríkisþjónustunni og norska fræðasamfélaginu og spurði þá út í þessar yfirlýsingar. Einnig ræddi ég við embættismenn í íslenska utanríkisráðuneytinu. Enginn kannaðist við að Norðmenn hefðu verið látnir gjalda fyrir að fara í það lýðræðislega ferli að sækja um aðild að Evrópusambandinu og láta síðan norsku þjóðina kveða úr um það hvort landið yrði meðlimur eður ei. Í þessu sambandi má einnig benda á að ég spurði Joe Borge, fyrrum utanríkisráðherra Möltu, þegar hann var hér í heimsókn árið 2010 hvort það hefði skaðað hagsmuni Maltverja að umsóknarferli þeirra dróst mjög á langinn. „Nei, alls ekki. Evrópusambandið gengur út á pólitískar lausnir. Þeir hafa því mikinn skilning á að stundum þurfa þjóðir lengri tíma til að útkljá svona stórt pólitískt hitamál,“ var svar þessa reynda stjórnmálamanns. Veit Ögmundur um einhver dæmi sem hann getur deilt með okkur hinum um þessi meintu vandamál Norðmanna? Ef ekki þá bið ég hann og aðra að ræða þetta mikla hitamál af yfirvegun en ekki sleggjudómum eða órökstuddum fullyrðingum.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar