Hollustan rauði þráðurinn í lífinu Friðrika Benónýsdóttir skrifar 15. janúar 2013 09:00 Næring og hlaup. Elísabet getur ekki hugsað sér öðruvísi lífsstíl. Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári? Áhuginn á heilsu kviknaði í menntaskóla, kannski svona sautján ára. Þá tók ég mataræðið dálítið föstum tökum, fór að lesa mér til og fékk mikinn áhuga á heilbrigðu líferni. Fór þó ekki út í neinar öfgar, fann bara hvað það var gott að hafa hollustuna sem rauðan þráð í gegnum lífið. Það er allt í lagi að fara aðeins út af sporinu annað slagið en gott að hafa skýr markmið." Hvenær byrjaðirðu svo að hlaupa? „Í kringum átján ára aldurinn byrjaði ég í líkamsrækt og fór fljótlega eftir það út að skokka. Byrjaði svo að hlaupa markvisst í MR þegar við vorum látin taka hlaupapróf og hlaupa 2 kílómetra á tíma. Þá fór ég að fara reglulega út að hlaupa og æfa mig í að ná hraða. Smátt og smátt hafa hlaupin svo verið að lengjast. Byrjaði á að hlaupa 10 kílómetra, svo hálfmaraþon og fyrsta maraþonið hljóp ég í kringum tvítugt. Árið 2009 prófaði ég að hlaupa Laugaveginn og það opnaði á ýmsar pælingar. Þá kom hvatinn til að hlaupa lengra og lengra." Þig dreymir um að taka þátt í hlaupi sem er um 168 kílómetrar, ekki satt? „Jú, það heitir Ultra Trail du Mont Blanc og er í Ölpunum. Ég er búin að sækja um að fá að taka þátt í því í sumar og fæ svar núna 18. janúar. Þetta er mjög vinsælt hlaup og erfitt að komast inn, en ég vona það besta." Sagan segir að það sé ekki hægt að fara út úr húsi í Reykjavík án þess að sjá þig á hlaupum, er eitthvað til í því? „Það er ábyggilega eitthvað til í því. Mér finnst gaman að hlaupa alls staðar, bæði úti í náttúrunni og á götum borgarinnar. Ég er ekkert feimin við að fólk sjái mig úti að hlaupa í hvers konar galla sem er."Frelsistilfinning og hugleiðsla Hvað er svona æðislegt við að hlaupa? Er þetta ávanabindandi? „Já, það er rosalega ávanabindandi að hlaupa. Í fyrsta lagi er gott að hafa einhverja ákveðna hreyfingu sem maður getur stundað hvar sem er og hvenær sem er. Mér finnst líka gaman að hafa eitthvert stórt markmið og það hjálpar mér rosalega mikið í öllu sem ég geri. Það setur aðeins meiri spennu í lífið. Hlaupin gefa manni líka svo mikla frelsistilfinningu; að geta bara farið út, ekki með símann, og einhvern veginn tjúnað sig alveg út úr heiminum í smástund. Þetta er eiginlega hugleiðsla í leiðinni." Hvernig kemur þetta niður á heimilislífinu, hleypur maðurinn þinn með þér? „Nja, stundum, en honum finnst skemmtilegt að gera ýmislegt annað en að hlaupa. Hann fer að lyfta og er í fótbolta en hann er farinn að hlaupa meira en hann gerði þegar við kynntumst og ætlar að skrá sig í Laugavegshlaupið í ár. Ég ætla að aðstoða hann við það og er mjög spennt, þótt ég verði bara á hliðarlínunni." Taka öll frí mið af því hvort hægt sé að hlaupa á viðkomandi áfangastað? „Ekki alveg, ég reyni að fara að minnsta kosti eina ferð á ári sem tengist ekki hlaupum, kannski einhverja helgarferð. En það er líka hægt að hlaupa hvar sem er, maður pakkar bara niður hlaupaskónum, hlaupagallanum og GPS-tækinu og þá getur maður til dæmis kynnst nýjum borgum á mjög skemmtilegan og öðruvísi hátt. Ég hef gert mikið af því að hlaupa þar sem ég er að ferðast. Svo er líka óskaplega gaman að fara í maraþonferðir með góðum hópi."Eitt skref í einu Þú gerir fleira en að hlaupa, lærðir lífefnafræði og næringarfræði og rekur næringarráðgjöf. Kom aldrei annað til greina en að fara í nám sem tengdist áhuganum á hollustu? „Eiginlega ekki. Ég fór í lífefnafræðina strax eftir MR og ákvað svo að taka master í næringarfræði. Markmiðið var alltaf að fara þessa braut og með því að fara í lífefnafræðina hafði ég val um að taka annaðhvort matvælafræði eða næringarfræði í mastersnáminu. Þegar til kom varð næringarfræðin ofan á því mig langaði að starfa við næringarráðgjöf." Og nú ertu komin með hana, hvað er langt síðan þú opnaðir þjónustuna Betanæring? „Það er tæpt ár síðan, ég byrjaði í mars 2012. Það hefur bara gengið mjög vel og mér finnst spennandi að takast á við það og gaman að sjá þegar fólk sem leitar til mín nær árangri." Hvað ráðleggurðu fólki sem leitar til þín og vill breyta lífsstílnum? „Það eru nokkur atriði sem mér finnst að sem flestir ættu að reyna að tileinka sér. Svona beisik hlutir eins og að reyna að borða mikið af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi. Borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku og passa upp á fjölbreytnina í fæðinu. Hreyfingin verður auðvitað líka að vera inni í lífsstílnum hvort sem fólk er að reyna að léttast eða ekki, hún er alveg nauðsynleg. Það þarf bara að finna sinn takt. Feillinn sem margir gera er að reyna að taka of stór skref í einu. Það er miklu vænlegra til árangurs að breyta mataræðinu smátt og smátt. Taka kannski eina viku þar sem þú sleppir sætindunum, það getur gert heilmikið gagn. Næstu viku er svo hægt að skipta út hvítu hveiti fyrir annað grófara og forðast mikið unna matvöru. Þannig finnur fólk smátt og smátt eitthvað sem hentar því og það á auðvelt með að viðhalda. Svo er alltaf hægt að gera betur með tímanum. Ekki byrja á einhverju sem þú veist innst inni að þú munt ekki halda út. Finndu einhverja línu sem þú getur hugsað þér að halda við. Það sama gildir um hreyfinguna. Í fyrsta lagi þarf að finna eitthvað sem hæfir viðkomandi og byggja svo ofan á það. Fyrst og fremst þarf fólk að þjálfa sig í því að viðhalda þessum siðum þangað til þeir verða að föstum venjum og á endanum verður þú kominn með hollari lífsstíl."Spurning um jafnvægi Tók það þig langan tíma að breyta lífsstílnum? „Já, ég held það hafi tekið mig nokkur ár að finna þetta jafnvægi. Það eru ákveðnir hlutir sem maður breytir ekki út af en svo er allt í lagi að svindla aðeins inn á milli svo lengi sem maður heldur sig við rauða þráðinn. Það þarf bara að passa að ætla sér ekki um of. Það er til dæmis ekkert sniðugt að hafa bara einn allsherjar nammidag í viku og úða þá í sig sælgæti og óhollustu í staðinn fyrir að leyfa sér að borða nammi í hófi þegar mann virkilega langar eða við sérstök tilefni. Það er miklu erfiðara að borða ekkert sælgæti daginn eftir ef þú leyfir þér að fara yfir strikið í nammiátinu einn dag í viku. Þetta er allt spurning um jafnvægi." Margir velta því kannski fyrir sér hvernig á því standi að kona með þína menntun skuli vinna sem veðurfréttamaður, hvernig kom það til? „Ég sótti um þetta sumarstarf á meðan ég var að klára lífefnafræðina. Krafan var menntun í raungreinum á háskólastigi en ég vissi svo sem ekkert nákvæmlega hvað ég var að fara út í. Fyrst og fremst er þetta auðvitað blaðamennska og framkoma í sjónvarpi en ég fór í gegnum undirbúningstímabil áður en ég byrjaði til að vera með öll grundvallaratriði á hreinu og mér fannst það mjög áhugavert og spennandi. Mig grunaði samt aldrei að ég yrði svona lengi í þessu. Ég verð búin að vera fimm ár á skjánum í júní og mér finnst það mjög skemmtilegt, býst við að halda áfram á meðan ég hef gaman að því." Sérðu fyrir þér að þú viðhaldir þessum lífsstíl það sem eftir er? „Já, vonandi. Ég held það þurfi að koma eitthvað mikið upp á til að ég hætti því. Mér finnst það algjör forréttindi að geta stundað mína uppáhaldslíkamsrækt sem eru hlaupin og haft svona gaman af því. Það er algjörlega ómetanlegt." 5 ráð fyrir betri lífsstíl1. Taktu fá og auðveld skref í einu í áttina að heilbrigðari lífsstíl.2. Finndu skemmtilega líkamsrækt og settu þér raunhæf en krefjandi markmið.3. Borðaðu úr öllum fæðuflokkunum daglega.4. Kynntu þér réttar skammtastærðir.5. Stjórnaðu blóðsykrinum og hungrinu betur með hollum millibitum. Græn orkubomba - Léttur morgunverður eða millibiti1 bolli vatn eða hreinn safi Hálft epli Hálf pera ¼ lítil lárpera ½ frosinn banani ½ bolli frosið mangó eða ananas Fersk engiferrót eftir smekk Stór lúka af fersku eða frosnu spínati Allt sett í góðan blandara. Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira
Elísabet Margeirsdóttir er þekktust sem veðurfréttamaður á Stöð 2 en hún rekur líka næringarráðgjöf og er ástríðufullur hlaupari sem stefnir á 168 kílómetra fjallahlaup í haust. Hvernig stóð á því að hún gerði hreyfingu og mataræði að uppistöðu í lífi sínu og hvaða ráð á hún fyrir þá sem dreymir um að taka upp hollari lífsstíl á nýju ári? Áhuginn á heilsu kviknaði í menntaskóla, kannski svona sautján ára. Þá tók ég mataræðið dálítið föstum tökum, fór að lesa mér til og fékk mikinn áhuga á heilbrigðu líferni. Fór þó ekki út í neinar öfgar, fann bara hvað það var gott að hafa hollustuna sem rauðan þráð í gegnum lífið. Það er allt í lagi að fara aðeins út af sporinu annað slagið en gott að hafa skýr markmið." Hvenær byrjaðirðu svo að hlaupa? „Í kringum átján ára aldurinn byrjaði ég í líkamsrækt og fór fljótlega eftir það út að skokka. Byrjaði svo að hlaupa markvisst í MR þegar við vorum látin taka hlaupapróf og hlaupa 2 kílómetra á tíma. Þá fór ég að fara reglulega út að hlaupa og æfa mig í að ná hraða. Smátt og smátt hafa hlaupin svo verið að lengjast. Byrjaði á að hlaupa 10 kílómetra, svo hálfmaraþon og fyrsta maraþonið hljóp ég í kringum tvítugt. Árið 2009 prófaði ég að hlaupa Laugaveginn og það opnaði á ýmsar pælingar. Þá kom hvatinn til að hlaupa lengra og lengra." Þig dreymir um að taka þátt í hlaupi sem er um 168 kílómetrar, ekki satt? „Jú, það heitir Ultra Trail du Mont Blanc og er í Ölpunum. Ég er búin að sækja um að fá að taka þátt í því í sumar og fæ svar núna 18. janúar. Þetta er mjög vinsælt hlaup og erfitt að komast inn, en ég vona það besta." Sagan segir að það sé ekki hægt að fara út úr húsi í Reykjavík án þess að sjá þig á hlaupum, er eitthvað til í því? „Það er ábyggilega eitthvað til í því. Mér finnst gaman að hlaupa alls staðar, bæði úti í náttúrunni og á götum borgarinnar. Ég er ekkert feimin við að fólk sjái mig úti að hlaupa í hvers konar galla sem er."Frelsistilfinning og hugleiðsla Hvað er svona æðislegt við að hlaupa? Er þetta ávanabindandi? „Já, það er rosalega ávanabindandi að hlaupa. Í fyrsta lagi er gott að hafa einhverja ákveðna hreyfingu sem maður getur stundað hvar sem er og hvenær sem er. Mér finnst líka gaman að hafa eitthvert stórt markmið og það hjálpar mér rosalega mikið í öllu sem ég geri. Það setur aðeins meiri spennu í lífið. Hlaupin gefa manni líka svo mikla frelsistilfinningu; að geta bara farið út, ekki með símann, og einhvern veginn tjúnað sig alveg út úr heiminum í smástund. Þetta er eiginlega hugleiðsla í leiðinni." Hvernig kemur þetta niður á heimilislífinu, hleypur maðurinn þinn með þér? „Nja, stundum, en honum finnst skemmtilegt að gera ýmislegt annað en að hlaupa. Hann fer að lyfta og er í fótbolta en hann er farinn að hlaupa meira en hann gerði þegar við kynntumst og ætlar að skrá sig í Laugavegshlaupið í ár. Ég ætla að aðstoða hann við það og er mjög spennt, þótt ég verði bara á hliðarlínunni." Taka öll frí mið af því hvort hægt sé að hlaupa á viðkomandi áfangastað? „Ekki alveg, ég reyni að fara að minnsta kosti eina ferð á ári sem tengist ekki hlaupum, kannski einhverja helgarferð. En það er líka hægt að hlaupa hvar sem er, maður pakkar bara niður hlaupaskónum, hlaupagallanum og GPS-tækinu og þá getur maður til dæmis kynnst nýjum borgum á mjög skemmtilegan og öðruvísi hátt. Ég hef gert mikið af því að hlaupa þar sem ég er að ferðast. Svo er líka óskaplega gaman að fara í maraþonferðir með góðum hópi."Eitt skref í einu Þú gerir fleira en að hlaupa, lærðir lífefnafræði og næringarfræði og rekur næringarráðgjöf. Kom aldrei annað til greina en að fara í nám sem tengdist áhuganum á hollustu? „Eiginlega ekki. Ég fór í lífefnafræðina strax eftir MR og ákvað svo að taka master í næringarfræði. Markmiðið var alltaf að fara þessa braut og með því að fara í lífefnafræðina hafði ég val um að taka annaðhvort matvælafræði eða næringarfræði í mastersnáminu. Þegar til kom varð næringarfræðin ofan á því mig langaði að starfa við næringarráðgjöf." Og nú ertu komin með hana, hvað er langt síðan þú opnaðir þjónustuna Betanæring? „Það er tæpt ár síðan, ég byrjaði í mars 2012. Það hefur bara gengið mjög vel og mér finnst spennandi að takast á við það og gaman að sjá þegar fólk sem leitar til mín nær árangri." Hvað ráðleggurðu fólki sem leitar til þín og vill breyta lífsstílnum? „Það eru nokkur atriði sem mér finnst að sem flestir ættu að reyna að tileinka sér. Svona beisik hlutir eins og að reyna að borða mikið af grænmeti og ávöxtum á hverjum degi. Borða fisk að minnsta kosti tvisvar í viku og passa upp á fjölbreytnina í fæðinu. Hreyfingin verður auðvitað líka að vera inni í lífsstílnum hvort sem fólk er að reyna að léttast eða ekki, hún er alveg nauðsynleg. Það þarf bara að finna sinn takt. Feillinn sem margir gera er að reyna að taka of stór skref í einu. Það er miklu vænlegra til árangurs að breyta mataræðinu smátt og smátt. Taka kannski eina viku þar sem þú sleppir sætindunum, það getur gert heilmikið gagn. Næstu viku er svo hægt að skipta út hvítu hveiti fyrir annað grófara og forðast mikið unna matvöru. Þannig finnur fólk smátt og smátt eitthvað sem hentar því og það á auðvelt með að viðhalda. Svo er alltaf hægt að gera betur með tímanum. Ekki byrja á einhverju sem þú veist innst inni að þú munt ekki halda út. Finndu einhverja línu sem þú getur hugsað þér að halda við. Það sama gildir um hreyfinguna. Í fyrsta lagi þarf að finna eitthvað sem hæfir viðkomandi og byggja svo ofan á það. Fyrst og fremst þarf fólk að þjálfa sig í því að viðhalda þessum siðum þangað til þeir verða að föstum venjum og á endanum verður þú kominn með hollari lífsstíl."Spurning um jafnvægi Tók það þig langan tíma að breyta lífsstílnum? „Já, ég held það hafi tekið mig nokkur ár að finna þetta jafnvægi. Það eru ákveðnir hlutir sem maður breytir ekki út af en svo er allt í lagi að svindla aðeins inn á milli svo lengi sem maður heldur sig við rauða þráðinn. Það þarf bara að passa að ætla sér ekki um of. Það er til dæmis ekkert sniðugt að hafa bara einn allsherjar nammidag í viku og úða þá í sig sælgæti og óhollustu í staðinn fyrir að leyfa sér að borða nammi í hófi þegar mann virkilega langar eða við sérstök tilefni. Það er miklu erfiðara að borða ekkert sælgæti daginn eftir ef þú leyfir þér að fara yfir strikið í nammiátinu einn dag í viku. Þetta er allt spurning um jafnvægi." Margir velta því kannski fyrir sér hvernig á því standi að kona með þína menntun skuli vinna sem veðurfréttamaður, hvernig kom það til? „Ég sótti um þetta sumarstarf á meðan ég var að klára lífefnafræðina. Krafan var menntun í raungreinum á háskólastigi en ég vissi svo sem ekkert nákvæmlega hvað ég var að fara út í. Fyrst og fremst er þetta auðvitað blaðamennska og framkoma í sjónvarpi en ég fór í gegnum undirbúningstímabil áður en ég byrjaði til að vera með öll grundvallaratriði á hreinu og mér fannst það mjög áhugavert og spennandi. Mig grunaði samt aldrei að ég yrði svona lengi í þessu. Ég verð búin að vera fimm ár á skjánum í júní og mér finnst það mjög skemmtilegt, býst við að halda áfram á meðan ég hef gaman að því." Sérðu fyrir þér að þú viðhaldir þessum lífsstíl það sem eftir er? „Já, vonandi. Ég held það þurfi að koma eitthvað mikið upp á til að ég hætti því. Mér finnst það algjör forréttindi að geta stundað mína uppáhaldslíkamsrækt sem eru hlaupin og haft svona gaman af því. Það er algjörlega ómetanlegt." 5 ráð fyrir betri lífsstíl1. Taktu fá og auðveld skref í einu í áttina að heilbrigðari lífsstíl.2. Finndu skemmtilega líkamsrækt og settu þér raunhæf en krefjandi markmið.3. Borðaðu úr öllum fæðuflokkunum daglega.4. Kynntu þér réttar skammtastærðir.5. Stjórnaðu blóðsykrinum og hungrinu betur með hollum millibitum. Græn orkubomba - Léttur morgunverður eða millibiti1 bolli vatn eða hreinn safi Hálft epli Hálf pera ¼ lítil lárpera ½ frosinn banani ½ bolli frosið mangó eða ananas Fersk engiferrót eftir smekk Stór lúka af fersku eða frosnu spínati Allt sett í góðan blandara.
Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Fleiri fréttir „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Sjá meira