Nýtt ár – sama blekking Friðrika Benónýs skrifar 10. janúar 2013 06:00 Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Líkamsræktarstöðvarnar kynda hressilega undir þessum órum og bombardera okkur með auglýsingum undir fyrirsögnum á borð við: Nýtt ár – ný þú. Skilaboðin eru kristaltær: þú ert ekki nógu góð, þú lifir lífi þínu á rangan hátt, ekkert sem þú ert að gera er rétt. Ekki sérlega uppörvandi skilaboð en fólk gleypir við þessu og skammast sín í hrúgur yfir öllu sukkinu sem það hefur leyft sér á gamla árinu. Byrjar að hamast við að leiðrétta lífsstílinn, fer of geyst, springur á limminu og skammast sín enn meira. Reynir kannski að klóra í bakkann í nokkrar vikur en gefst svo upp á því og situr uppi með þá tilfinningu að vera mislukkað minnipokafólk sem skortir allan sjálfsaga. Enginn virðist taka sér tíma til að staldra við og velta því fyrir sér hvað sé í rauninni athugavert við lífsstíl hans/hennar. Okkur er sagt að hann sé rangur og þar við situr. Við erum lúserar. Ég er hætt að kaupa þetta. Lífsstíll hvers og eins er einkamál og þótt við getum eflaust öll gert eitthvað betur er það bara allt í lagi. Að rækta óánægju með sjálfan sig kann ekki góðri lukku að stýra. Hvað varð um alla frasana frá megrunarlausa deginum? Erum við bara öll falleg eins og við erum á tyllidögum? Hvernig væri að strengja það áramótaheit að hætta að láta utanaðkomandi þrýsting stjórna lífi sínu? Hætta að moka peningum í líkamsræktarstöðvar og heilsugúrúa og velja okkur þann lífsstíl sem okkur hentar hverju og einu burtséð frá því hvert heitasta tískutrendið í mannræktinni er þá stundina. Ég er ekki frá því að stór hluti af þeirri óánægju með allt og alla sem grasserar í samfélaginu eigi rætur í þessari ræktuðu óánægju með okkur sjálf. Hættum að láta stjórna viðhorfum okkar og sættum okkur við okkur eins og við erum. Með kostum og göllum. Það eina sem breytist með nýju ári er nefnilega að við verðum einu ári eldri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrika Benónýsdóttir Mest lesið Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Það endurtekur sig ár eftir ár. Fyrstu dagana í janúar er varla nokkur manneskja viðræðuhæf um annað en áramótaheitin og nýja lífsstílinn sem til stendur að taka upp. Nú skal tekið á því sem aldrei fyrr og öllu sem aflaga hefur farið kippt í liðinn með trukki. Það á að borða hollari mat, mæta daglega í ræktina, hætta að reykja, drekka minna, ganga á fjöll og hlaupa maraþon. Og vei þeim sem vogar sér að minna á að þessi heit hafi nú líka verið strengd í fyrra og spyr í sakleysi hvað orðið hafi um nýja lífsstílinn sem tekinn var upp þá. Þetta er allt annað mál, núna er þetta sko í alvöru. Líkamsræktarstöðvarnar kynda hressilega undir þessum órum og bombardera okkur með auglýsingum undir fyrirsögnum á borð við: Nýtt ár – ný þú. Skilaboðin eru kristaltær: þú ert ekki nógu góð, þú lifir lífi þínu á rangan hátt, ekkert sem þú ert að gera er rétt. Ekki sérlega uppörvandi skilaboð en fólk gleypir við þessu og skammast sín í hrúgur yfir öllu sukkinu sem það hefur leyft sér á gamla árinu. Byrjar að hamast við að leiðrétta lífsstílinn, fer of geyst, springur á limminu og skammast sín enn meira. Reynir kannski að klóra í bakkann í nokkrar vikur en gefst svo upp á því og situr uppi með þá tilfinningu að vera mislukkað minnipokafólk sem skortir allan sjálfsaga. Enginn virðist taka sér tíma til að staldra við og velta því fyrir sér hvað sé í rauninni athugavert við lífsstíl hans/hennar. Okkur er sagt að hann sé rangur og þar við situr. Við erum lúserar. Ég er hætt að kaupa þetta. Lífsstíll hvers og eins er einkamál og þótt við getum eflaust öll gert eitthvað betur er það bara allt í lagi. Að rækta óánægju með sjálfan sig kann ekki góðri lukku að stýra. Hvað varð um alla frasana frá megrunarlausa deginum? Erum við bara öll falleg eins og við erum á tyllidögum? Hvernig væri að strengja það áramótaheit að hætta að láta utanaðkomandi þrýsting stjórna lífi sínu? Hætta að moka peningum í líkamsræktarstöðvar og heilsugúrúa og velja okkur þann lífsstíl sem okkur hentar hverju og einu burtséð frá því hvert heitasta tískutrendið í mannræktinni er þá stundina. Ég er ekki frá því að stór hluti af þeirri óánægju með allt og alla sem grasserar í samfélaginu eigi rætur í þessari ræktuðu óánægju með okkur sjálf. Hættum að láta stjórna viðhorfum okkar og sættum okkur við okkur eins og við erum. Með kostum og göllum. Það eina sem breytist með nýju ári er nefnilega að við verðum einu ári eldri.