Réttur neytenda til að skila vöru Magnús B. Jóhannesson skrifar 4. janúar 2013 08:00 Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðindamáli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikjatölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leiknum. Þegar við svo reyndum að skila leiknum, með kvittunina í hendi, þá var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslunarinnar með þeim skilaboðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í viðkomandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með peningum. Neytendarétturinn er reyndar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsynlegt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni þá kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neytenda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjárkaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þessara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neytendaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytendakaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orðrétt: „Neytandi getur skipt söluhlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almennum réttarreglum." (skáletrun höfundar).Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í þá má framkoma verslanaeigenda gagnvart íslenskum neytendum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar viðskiptavinurinn veit af sterkum skilarétti þá lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verklag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurning hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næstkomandi.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun