Að trufla ekki umferð Pawel Bartoszek skrifar 4. janúar 2013 08:00 Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. En allt í lagi. Ég ætla ekki að hefja nýja árið með heljarinnar skeifu og auðvitað er ég massaþakklátur öllum þeim sem skipulögðu hlaupið, sérstaklega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem klöppuðu fyrir manni á leiðinni í veðri sem var margfalt erfiðara þeim sem stóðu en þeim sem hlupu. Ég er bara að segja: Reykjavík getur boðið betur. Gamlárshlaupið var þar til fyrir ári hlaupið eftir svipaðri leið og 10 kílómetrarnir í Reykjavíkurmaraþoninu, hringinn í kringum Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Í fyrra var gerð breyting þar á og rás- og endamarkið flutt í Hörpu og hlaupið meðfram sjó. Harpan hentar reyndar vel þegar hýsa á margmenni en ég veit ekki með það að láta fólk hlaupa svo langt frá öllu mannlífi. Jú, kannski þvælast hlauparar fyrir fæstum með þessu móti. Fæstum bílum það er að segja. Menn geta keyrt Nesveginn ótruflaðir. En mikið asskoti er þetta leiðinlegt. Eini maðurinn sem yrti á mig, að sjálfboðaliðunum undanskildum, sat fastur í bíl í Vatnagörðum og muldraði eitthvað í áttina til mín, með sígarettu í annarri. Ég ímynda mér að hann hafi sagt: „Áfram, Pawel, þú getur þetta!" Ég er þó ekki viss.Lynghaginn Allir sem einhvern tímann hafa reimað á sig skóna og hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu hljóta að kannast við þá upplifun að hlaupa í gegnum Lynghagann. Þar koma íbúarnir allir fram á stétt með dollur, skilti og tónlist og hvetja fólk til dáða. Svipuð stemning tekur svo aftur við þegar hlaupið er í gegnum Lindarbraut úti á Seltjarnarnesi. Djasshljómsveitir, pepptónlist úr hátölurum, fólk að kæla hlaupara með garðslöngum í heitu veðri. Stuð. Það er auðvitað engin hlaupaleið meitluð í stein. Alltaf má reyna að gera betur. En reynum þá að gera betur. Ef gera á götuhlaup í Reykjavík betri þarf að fjölga Lynghögunum og Lindarbrautunum á leiðinni en ekki að fækka þeim. Jafnvel þótt það þýði „tafir á umferð". Best heppnuðu almenningshlaupin erlendis eru einmitt eftirsótt vegna þeirrar stemningar sem skapast meðal hlaupara og áhorfenda. Góð götuhlaup eru eins og samfelld röð Lynghaga og Lindarbrauta. Það á til dæmis við um maraþonhlaup sem haldið er á hverju hausti í bænum Berlín í norðausturhluta Þýskalands. Flestum þekktum götum bæjarins, til dæmis Unter den Linden, 17. júní stræti og Kurfürstendamm, er lokað bróðurpart laugardags og sunnudags. Varlega áætlað búa tvær milljónir manna á því svæði sem þær lokanir ná yfir. En samt eru það hinir rúmlega 40 þúsund keppendur sem njóta forgangs þá helgi. Þá er forgangsraðað í þágu mannlífs, ekki umferðar.8.777 klukkustundir Liðið ár taldi 8.784 klukkustundir. Af þeim var Nesveginum kannski lokað fyrir akandi umferð í um sex tíma í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið: Hinar 8.778 klukkustundir ársins fengu bílstjórar að hafa Nesveginn út af fyrir sig. Lífið færi auðvitað ekki á hliðina þótt sú tala færi niður í 8.777. Nú hef ég heyrt að einhverjir ökumenn hafi keyrt á sjálfboðaliða sem stýra umferð í tengslum við svona hlaup og ég hef sjálfur séð bíla reyna að brjóta sér leið í gegnum þvögu fólks, flautandi á allt og alla. Það er engin ástæða til að beygja sig undir svoleiðis ribbaldahátt. Ef götum er lokað tvisvar á ári vegna hlaupa og þær lokanir eru auglýstar með góðum fyrirvara geta þeir sjálfum sér um kennt sem þurfa að bíða í hálftíma til að aðrir geti notið götunnar. Þeir geta þá huggað sig við að fá að hafa hana út af fyrir sig hinar 8.777 klukkustundir ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Á seinasta degi ársins 2012 hljóp ég ásamt um þúsund öðrum í Gamlárshlaupi ÍR. Annað árið í röð var hlaupið fram og til baka eftir Sæbrautinni með smá hring í um hin fögru stræti Klettagarða og Vatnagarða, fram hjá gáma- og iðnaðarsvæðum þar sem maður ímyndar sér að vondir karlar í bíómyndum lemji góðu karlarna með röri til að fá upp úr þeim lykilorð að móðurtölvu FBI. En allt í lagi. Ég ætla ekki að hefja nýja árið með heljarinnar skeifu og auðvitað er ég massaþakklátur öllum þeim sem skipulögðu hlaupið, sérstaklega þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum sem klöppuðu fyrir manni á leiðinni í veðri sem var margfalt erfiðara þeim sem stóðu en þeim sem hlupu. Ég er bara að segja: Reykjavík getur boðið betur. Gamlárshlaupið var þar til fyrir ári hlaupið eftir svipaðri leið og 10 kílómetrarnir í Reykjavíkurmaraþoninu, hringinn í kringum Vesturbæ Reykjavíkur og Seltjarnarnes. Í fyrra var gerð breyting þar á og rás- og endamarkið flutt í Hörpu og hlaupið meðfram sjó. Harpan hentar reyndar vel þegar hýsa á margmenni en ég veit ekki með það að láta fólk hlaupa svo langt frá öllu mannlífi. Jú, kannski þvælast hlauparar fyrir fæstum með þessu móti. Fæstum bílum það er að segja. Menn geta keyrt Nesveginn ótruflaðir. En mikið asskoti er þetta leiðinlegt. Eini maðurinn sem yrti á mig, að sjálfboðaliðunum undanskildum, sat fastur í bíl í Vatnagörðum og muldraði eitthvað í áttina til mín, með sígarettu í annarri. Ég ímynda mér að hann hafi sagt: „Áfram, Pawel, þú getur þetta!" Ég er þó ekki viss.Lynghaginn Allir sem einhvern tímann hafa reimað á sig skóna og hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu hljóta að kannast við þá upplifun að hlaupa í gegnum Lynghagann. Þar koma íbúarnir allir fram á stétt með dollur, skilti og tónlist og hvetja fólk til dáða. Svipuð stemning tekur svo aftur við þegar hlaupið er í gegnum Lindarbraut úti á Seltjarnarnesi. Djasshljómsveitir, pepptónlist úr hátölurum, fólk að kæla hlaupara með garðslöngum í heitu veðri. Stuð. Það er auðvitað engin hlaupaleið meitluð í stein. Alltaf má reyna að gera betur. En reynum þá að gera betur. Ef gera á götuhlaup í Reykjavík betri þarf að fjölga Lynghögunum og Lindarbrautunum á leiðinni en ekki að fækka þeim. Jafnvel þótt það þýði „tafir á umferð". Best heppnuðu almenningshlaupin erlendis eru einmitt eftirsótt vegna þeirrar stemningar sem skapast meðal hlaupara og áhorfenda. Góð götuhlaup eru eins og samfelld röð Lynghaga og Lindarbrauta. Það á til dæmis við um maraþonhlaup sem haldið er á hverju hausti í bænum Berlín í norðausturhluta Þýskalands. Flestum þekktum götum bæjarins, til dæmis Unter den Linden, 17. júní stræti og Kurfürstendamm, er lokað bróðurpart laugardags og sunnudags. Varlega áætlað búa tvær milljónir manna á því svæði sem þær lokanir ná yfir. En samt eru það hinir rúmlega 40 þúsund keppendur sem njóta forgangs þá helgi. Þá er forgangsraðað í þágu mannlífs, ekki umferðar.8.777 klukkustundir Liðið ár taldi 8.784 klukkustundir. Af þeim var Nesveginum kannski lokað fyrir akandi umferð í um sex tíma í tengslum við Reykjavíkurmaraþonið: Hinar 8.778 klukkustundir ársins fengu bílstjórar að hafa Nesveginn út af fyrir sig. Lífið færi auðvitað ekki á hliðina þótt sú tala færi niður í 8.777. Nú hef ég heyrt að einhverjir ökumenn hafi keyrt á sjálfboðaliða sem stýra umferð í tengslum við svona hlaup og ég hef sjálfur séð bíla reyna að brjóta sér leið í gegnum þvögu fólks, flautandi á allt og alla. Það er engin ástæða til að beygja sig undir svoleiðis ribbaldahátt. Ef götum er lokað tvisvar á ári vegna hlaupa og þær lokanir eru auglýstar með góðum fyrirvara geta þeir sjálfum sér um kennt sem þurfa að bíða í hálftíma til að aðrir geti notið götunnar. Þeir geta þá huggað sig við að fá að hafa hana út af fyrir sig hinar 8.777 klukkustundir ársins.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun