DreamWorks tekur upp hér á Íslandi FB skrifar 3. janúar 2013 08:00 Benedict Cumberbatch úr Sherlock leikur stofnanda Wikileaks, Julian Assange. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. Tökuliðið mun dvelja hér í nokkra daga við tökurnar og fara svo af landi brott. Heimildirnar herma að fyrirtækið True North muni aðstoða DreamWorks við tökurnar en hið fyrrnefnda vildi ekki staðfesta neitt um verkefnið. Tökur eru einnig fyrirhugaðar í Berlín og í Belgíu. Óvenjulegt er að erlendar kvikmyndir séu teknar upp svo snemma á árinu hérlendis og því hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Í helstu hlutverkum myndarinnar eru Benedict Cumberbatch úr sjónvarpsþáttunum Sherlock sem leikur stofnandann Assange, Daniel Brühl sem leikur talsmanninn Daniel Domscheit-Berg og Dan Stevens úr þáttunum Downton Abbey sem leikur tölvuhakkara. Ekki er búið að ráða í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf. Hún bætir við að Cumberbatch eigi eftir að smellapassa í hlutverk Assange því þeir séu mjög líkar týpur. Leikstjóri The Man Who Sold the World verður Bill Condon, sem síðast leikstýrði The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 og Part 2. Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. Tökuliðið mun dvelja hér í nokkra daga við tökurnar og fara svo af landi brott. Heimildirnar herma að fyrirtækið True North muni aðstoða DreamWorks við tökurnar en hið fyrrnefnda vildi ekki staðfesta neitt um verkefnið. Tökur eru einnig fyrirhugaðar í Berlín og í Belgíu. Óvenjulegt er að erlendar kvikmyndir séu teknar upp svo snemma á árinu hérlendis og því hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Í helstu hlutverkum myndarinnar eru Benedict Cumberbatch úr sjónvarpsþáttunum Sherlock sem leikur stofnandann Assange, Daniel Brühl sem leikur talsmanninn Daniel Domscheit-Berg og Dan Stevens úr þáttunum Downton Abbey sem leikur tölvuhakkara. Ekki er búið að ráða í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf. Hún bætir við að Cumberbatch eigi eftir að smellapassa í hlutverk Assange því þeir séu mjög líkar týpur. Leikstjóri The Man Who Sold the World verður Bill Condon, sem síðast leikstýrði The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 og Part 2.
Menning Mest lesið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Menning Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Tónlist Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð úr bransanum Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira