DreamWorks tekur upp hér á Íslandi FB skrifar 3. janúar 2013 08:00 Benedict Cumberbatch úr Sherlock leikur stofnanda Wikileaks, Julian Assange. nordicphotos/getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. Tökuliðið mun dvelja hér í nokkra daga við tökurnar og fara svo af landi brott. Heimildirnar herma að fyrirtækið True North muni aðstoða DreamWorks við tökurnar en hið fyrrnefnda vildi ekki staðfesta neitt um verkefnið. Tökur eru einnig fyrirhugaðar í Berlín og í Belgíu. Óvenjulegt er að erlendar kvikmyndir séu teknar upp svo snemma á árinu hérlendis og því hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Í helstu hlutverkum myndarinnar eru Benedict Cumberbatch úr sjónvarpsþáttunum Sherlock sem leikur stofnandann Assange, Daniel Brühl sem leikur talsmanninn Daniel Domscheit-Berg og Dan Stevens úr þáttunum Downton Abbey sem leikur tölvuhakkara. Ekki er búið að ráða í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf. Hún bætir við að Cumberbatch eigi eftir að smellapassa í hlutverk Assange því þeir séu mjög líkar týpur. Leikstjóri The Man Who Sold the World verður Bill Condon, sem síðast leikstýrði The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 og Part 2. Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn DreamWorks er væntanlegur hingað til lands til að taka upp atriði í nýrri mynd um Julian Assange og vefsíðuna WikiLeaks, The Man Who Sold the World. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fara tökurnar að öllum líkindum fram í janúar og verða þær í Reykjavík og nágrenni. Tökuliðið mun dvelja hér í nokkra daga við tökurnar og fara svo af landi brott. Heimildirnar herma að fyrirtækið True North muni aðstoða DreamWorks við tökurnar en hið fyrrnefnda vildi ekki staðfesta neitt um verkefnið. Tökur eru einnig fyrirhugaðar í Berlín og í Belgíu. Óvenjulegt er að erlendar kvikmyndir séu teknar upp svo snemma á árinu hérlendis og því hljóta þetta að teljast góð tíðindi fyrir íslenskan kvikmyndaiðnað. Í helstu hlutverkum myndarinnar eru Benedict Cumberbatch úr sjónvarpsþáttunum Sherlock sem leikur stofnandann Assange, Daniel Brühl sem leikur talsmanninn Daniel Domscheit-Berg og Dan Stevens úr þáttunum Downton Abbey sem leikur tölvuhakkara. Ekki er búið að ráða í hlutverk þingkonunnar Birgittu Jónsdóttur sem hefur starfað fyrir WikiLeaks en nokkrar íslenskar leikkonur koma til greina. „Mér finnst þetta svolítið óraunverulegt enn þá. Ég vonast til að þetta verði ekki algjör Hollywood-mynd,“ segir Birgitta, sem hefur veitt handritshöfundinum Josh Singer ráðgjöf. Hún bætir við að Cumberbatch eigi eftir að smellapassa í hlutverk Assange því þeir séu mjög líkar týpur. Leikstjóri The Man Who Sold the World verður Bill Condon, sem síðast leikstýrði The Twilight Saga: Breaking Dawn - Part 1 og Part 2.
Menning Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira