Íslenski boltinn

Dóra María og Gunnleifur mættu með jólagjafir á Barnaspítala Hringsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson á Barnaspítala Hringsins.
Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson á Barnaspítala Hringsins. Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Dóra María Lárusdóttir og Gunnleifur Gunnleifsson, landsliðsfólk í knattspyrnu, heimsóttu í gær Barnaspítala Hringsins og komu ekki tómhent. Dóra María og Gunnleifur mættu í jólaskapi og með jólagjafir

handa krökkunum sem dvelja þar. Þetta kemur fram á heimasíðu Knattspyrnusambands Íslands.

Að baki er besta ára hjá bæði karla og kvennalandsliðinu í fótbolta. Karlaliðið var hársbreidd frá því að komast á HM í Brasilíu og stelpurnar fóru alla leið í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Svíþjóð.

Krakkarnir fengu fótboltabækur, veggspjöld og auðvitað fótbolta frá þeim Gunnleifi og Dóru Maríu. Einnig fékk Barnaspítalinn landsliðstreyju áritaða af karlalandsliðinu en treyjan var árituð fyrir umspilsleikina gegn Króatíu.

Krakkarnir voru himinlifandi að fá þessa heimsókn og voru flest, ef ekki öll, staðráðinn að skella sér í fótbolta sem fyrst.

Hér fyrir neðan má myndir af fésbókarsíðu KSÍ.

Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ
Mynd/Fésbókarsíða KSÍ



Fleiri fréttir

Sjá meira


×