Mannkyn fótar sig í fjöruborði alheimsins Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. desember 2013 09:30 MYND/FRÉTTASTOFA Óhætt er að fullyrða að árið sem er að líða var sögulegt í samhengi geimvísindanna. Manngerður hlutur lenti á tunglinu í fyrsta skipti í 37 ár, smástirni sprakk yfir rússnesku borginni Chelyabinsk með krafti 30 kjarnorkusprengja og kanadískur geimfari flutti jarðarbúum sögulegan mansöng. Hérna eru helstu fréttir úr heimi geimvísindanna á árinu:10. Alheimurinn sem hvítvoðungurAlheimurinn, 380 þúsund ára gamall.MYND/PLANCK Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) kynnti fyrstu mælingar Planck gervitunglsins í mars en frá árinu 2009 hefur það rýnt í örbylgjukliðinn, sjálfan enduróm Miklahvells. Ljósmyndin sem ESA birti í mars er söguleg. Þar sjáum við alheiminn, 380 þúsund árum eftir Miklahvell. Til samanburðar sýna gögn Planck að alheimurinn er 13.82 milljarða ára gamall. Í sinni einföldustu mynd er örbylgjukliðurinn það ljós sem eftir lifir af Miklahvelli. Rannsóknir á honum er nauðsynlegar til að varpa ljósi á hvað gerðist augnablikum eftir þennan fyrsta andardrátt alheimsins. Vert er að nefna að íslenskur doktorsnemi í eðlisfræði við Princeton háskóla, Jón Emil Guðmundsson, tók þátt í verkefninu og aðstoðaði við gagnaúrvinnslu.9. Einkaframtakið teygir sig til stjarnanna Geimkapphlaup einkafyrirtækja tók stakkaskiptum á árinu. Fyrst og fremst var það SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, sem lét til sín taka. Áframhaldandi tilraunir með Grasshopper eldflaugarnar og framfarir í þróun birgðaflutninga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sýna hvernig einkaframtakið mun á endanum sjá um stöðluð en þó nauðsynleg verkefni geimvísindastofnana. Eins og svo oft áður er það einkaframtakið sem mun stuðla að nauðsynlegri endurnýjun, nýsköpun og tækniframförum, allt í krafti stórhuga frumkvöðla. Engum dylst að framtíðar fyrirkomulag geimkönnunar verður samstillt átak opinberra vísindastofnana og fyrirtækja eins og SpaceX, Virgin Galactic og United Launch Alliance.Evrópa er þriðja stærsta tungl Júpíters.MYND/NASA8. Hubble finnur vatnsstróka á EvrópuEvrópa er eitt af 63 tunglum Júpíters og sá staður í sólkerfinu sem er líklegastur til að vera lífvænlegur. Þykk íshella umlykur Evrópu. Grunur leikur á að gríðarmikið haf leynist þar undir. Sjálf íshellan er þakin miklum rákum en líklegt þykir að undir ísnum sé eldvirkni að finna. Reynist það rétt eru líkur á að líf geti þrifist við hverastrýtur á djúpsævi rétt eins og hér á Jörðinni. Fyrr í þessum mánuði kom geimsjónaukinn Hubble auga á vatnsgufustróka sem stigu upp úr ísskorpunni á suðurhveli Evrópu. Strókarnir voru 200 kílómetra háir. Stuttu áður fann annar hópur vísindamanna merki um leirsteindir á yfirborði tunglsins.7. Svanasöngur Hadfields Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield heillaði jarðarbúa upp úr skónum með uppátækjum sínum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hadfield fór mikinn á samskiptamiðlum, framkvæmdi fjölda tilrauna og brúaði bilið milli almennings og geimvísinda. Hans verður þó minnst fyrir stórkostlega túlkun sína á meistaraverki David Bowie, Space Oddity, sem tekin var upp í geimstöðinni. Vakt Hadfields í ISS er lokið og er hann snúinn aftur til Kanada.6. Cassini setur hlutina í samhengiJörðin er blái punkturinn, hægra megin fyrir neðan hringina.MYND/NASA Stórkostlegasta fjölskyldumynd allra tíma var tekin í júlí þegar geimfarið Cassini sneri linsu sinni að Satúrnus og náði um leið mynd af Jörðinni. NASA hvatti jarðarbúa til að horfa til himins og brosa sínu breiðasta. Útkoman var einstæð. Satúrnus stillir sér upp með hringi sína. Fyrir aftan má sjá Mars sem lætur sér fátt um finnast og loks er að finna litlu Jörðina okkar ásamt Tunglinu.Vitjeppinn Yutu á tunglinu.MYND/CSA5. Kínverjar lenda á tunglinu Kínverska tunglfarið Chang'e 3 lenti heilu og höldnu í Regnbogaflóa á Tunglinu í desember. Rúm 37 ár eru síðan manngerður hlutur lenti á tunglinu. Markmið kínversku geimferðastofnunarinnar er að rannsaka efnasamsetningu og jarðveg tunglsins, ásamt því að leita að náttúruauðlindum. Markmiðið var þó fyrst og fremst að sýna fram á tæknilega getu Alþýðulýðveldisins. Um borð í Chang'e 3 var geimjeppinn Yutu sem nú rúntar um hrjóstrugt landslag Tunglsins. Með þessu urðu Kínverjar þriðja þjóðin til að lenda könnunarfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum.4. Curiosity finnur ummerki um vatn Haldbær sönnunargögn um blauta fortíð Mars fengust snemma á árinu þegar borsýni úr Curiosity vitjeppanum voru skoðuð. Svo virðist sem að lendingarstaður geimfarsins, Gale-gígurinn, sé í raun ævaforn vatnsbotn. Enn fremur gefa gögnin til kynna að sýrustig hafi verið rétt á Mars svo að líf gæti hafa þrifist. Þetta er stærsta uppgötvun Curiosity til þessa enda höfum við nú í fyrsta sinn raunveruleg sönnunargögn um að Mars hafi eitt sinn verið lífvænlegur.3. Lífvænlegar plánetur leynast víðaRisajörðin Kepler 22b.MYND/NASA Ótrúlegur árangur náðist á árinu í leit að fjarreikistjörnum. Oft á tíðum eru þessir hnettir kallaðir risajarðir, jafnvel tvíburajarðir. Þetta eru reikistjörnur sem eru í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sinni eða á hinu svokallaða Gullbráarsvæði, þar sem hitastig er hæfilegt og vatn getur verið í fljótandi formi. Keplerssjónauki NASA fann þrjár slíkar reikistjörnur í apríl. Allar á stærð við Jörðina. Annað teymi vísindamanna fann síðan þrjár til viðbótar í júní. Ómögulegt er að segja til um hvort að líf leynist á þessum fjarlægu hnöttum. Vísindamenn munu leitast við að svara þeirri spurningu um ókomin ár. Það sem mestu máli skiptir er að reikistjörnur sem þessar, þar sem hitastig og annað er ekki ósvipað hér á Jörðu, eru hreint ekki sjaldgæfar. Með öðrum orðum, Jörðin er ekki einstök. Vísindamenn hjá Caltech tilkynntu einnig í ár að fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni séu um 100 milljarðar talsins.2. Voyager 1 siglir út fyrir endimörk sólkerfisinsVoyager 1 siglir nú milli stjarnanna.MYND/STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN Áhrifa mannkyns gætir víða og nú fyrst milli stjarnanna. Geimfarið Voyager 1 varð á árinu fyrsti manngerði hluturinn til að segja að mestu skilið við sólkerfið og siglir nú um í myrkrinu að næstu stjörnu í Vetrarbrautinni. Voyager 1 var skotið á loft 5. september árið 1977 en markmið þess var að rannsaka ytri mörk sólkerfisins. Geimfarið er nú 125 sinnum lengra frá sólu en Jörðin eða í 19 milljarða kílómetra fjarlægð. Geimfarið sendir enn gögn til Jarðar. Merkin frá Voyager 1 ferðast á ljóshraða og eru yfir 17 klukkustundir að berast til Jarðar.1. Vígahnöttur springur yfir ÚralfjöllumÞað var sem 30 kjarnorkusprengjur hefðu sprungið yfir Chelyabinsk.MYND/AFP Tuttugu metra breitt smástirni sprakk yfir Úralfjöllum í Rússlandi föstudagsmorguninn 15. febrúar. Þessi 10 þúsund tonna hnullungur þaut í gegnum lofthjúpinn á 19 kílómetra hraða á sekúndu og með tilheyrandi ljósadýrð á himni. Hraði smástirnisins og aðfallshorn gerðu það að verkum að það sprakk í loft upp í um 20 kílómetra hæð yfir borginni Chelyabinsk. Sprengingin var 30 sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Híróshíma. Ekki er vitað til þess að árekstur smástirnis og Jarðar hafi haft svo víðtæk og alvarleg áhrif á undanförnum öldum. Fimmtán hundruð særðust, sjö þúsund byggingar skemmdust og heildar eignatjón nam fjórum milljörðum króna. Atburðurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess hversu vel okkur gengur að fræðast um alheiminn og víðáttur hans. Svo virðist sem að við höfum gleymt að hugsa um hnöttinn okkar bláa. Þannig er atvikið í Chelyabinsk fyrst og fremst áminning um rétta forgangsröðun. Fréttir ársins 2013 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Óhætt er að fullyrða að árið sem er að líða var sögulegt í samhengi geimvísindanna. Manngerður hlutur lenti á tunglinu í fyrsta skipti í 37 ár, smástirni sprakk yfir rússnesku borginni Chelyabinsk með krafti 30 kjarnorkusprengja og kanadískur geimfari flutti jarðarbúum sögulegan mansöng. Hérna eru helstu fréttir úr heimi geimvísindanna á árinu:10. Alheimurinn sem hvítvoðungurAlheimurinn, 380 þúsund ára gamall.MYND/PLANCK Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) kynnti fyrstu mælingar Planck gervitunglsins í mars en frá árinu 2009 hefur það rýnt í örbylgjukliðinn, sjálfan enduróm Miklahvells. Ljósmyndin sem ESA birti í mars er söguleg. Þar sjáum við alheiminn, 380 þúsund árum eftir Miklahvell. Til samanburðar sýna gögn Planck að alheimurinn er 13.82 milljarða ára gamall. Í sinni einföldustu mynd er örbylgjukliðurinn það ljós sem eftir lifir af Miklahvelli. Rannsóknir á honum er nauðsynlegar til að varpa ljósi á hvað gerðist augnablikum eftir þennan fyrsta andardrátt alheimsins. Vert er að nefna að íslenskur doktorsnemi í eðlisfræði við Princeton háskóla, Jón Emil Guðmundsson, tók þátt í verkefninu og aðstoðaði við gagnaúrvinnslu.9. Einkaframtakið teygir sig til stjarnanna Geimkapphlaup einkafyrirtækja tók stakkaskiptum á árinu. Fyrst og fremst var það SpaceX, fyrirtæki Elon Musk, sem lét til sín taka. Áframhaldandi tilraunir með Grasshopper eldflaugarnar og framfarir í þróun birgðaflutninga til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar sýna hvernig einkaframtakið mun á endanum sjá um stöðluð en þó nauðsynleg verkefni geimvísindastofnana. Eins og svo oft áður er það einkaframtakið sem mun stuðla að nauðsynlegri endurnýjun, nýsköpun og tækniframförum, allt í krafti stórhuga frumkvöðla. Engum dylst að framtíðar fyrirkomulag geimkönnunar verður samstillt átak opinberra vísindastofnana og fyrirtækja eins og SpaceX, Virgin Galactic og United Launch Alliance.Evrópa er þriðja stærsta tungl Júpíters.MYND/NASA8. Hubble finnur vatnsstróka á EvrópuEvrópa er eitt af 63 tunglum Júpíters og sá staður í sólkerfinu sem er líklegastur til að vera lífvænlegur. Þykk íshella umlykur Evrópu. Grunur leikur á að gríðarmikið haf leynist þar undir. Sjálf íshellan er þakin miklum rákum en líklegt þykir að undir ísnum sé eldvirkni að finna. Reynist það rétt eru líkur á að líf geti þrifist við hverastrýtur á djúpsævi rétt eins og hér á Jörðinni. Fyrr í þessum mánuði kom geimsjónaukinn Hubble auga á vatnsgufustróka sem stigu upp úr ísskorpunni á suðurhveli Evrópu. Strókarnir voru 200 kílómetra háir. Stuttu áður fann annar hópur vísindamanna merki um leirsteindir á yfirborði tunglsins.7. Svanasöngur Hadfields Kanadíski geimfarinn Chris Hadfield heillaði jarðarbúa upp úr skónum með uppátækjum sínum um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni. Hadfield fór mikinn á samskiptamiðlum, framkvæmdi fjölda tilrauna og brúaði bilið milli almennings og geimvísinda. Hans verður þó minnst fyrir stórkostlega túlkun sína á meistaraverki David Bowie, Space Oddity, sem tekin var upp í geimstöðinni. Vakt Hadfields í ISS er lokið og er hann snúinn aftur til Kanada.6. Cassini setur hlutina í samhengiJörðin er blái punkturinn, hægra megin fyrir neðan hringina.MYND/NASA Stórkostlegasta fjölskyldumynd allra tíma var tekin í júlí þegar geimfarið Cassini sneri linsu sinni að Satúrnus og náði um leið mynd af Jörðinni. NASA hvatti jarðarbúa til að horfa til himins og brosa sínu breiðasta. Útkoman var einstæð. Satúrnus stillir sér upp með hringi sína. Fyrir aftan má sjá Mars sem lætur sér fátt um finnast og loks er að finna litlu Jörðina okkar ásamt Tunglinu.Vitjeppinn Yutu á tunglinu.MYND/CSA5. Kínverjar lenda á tunglinu Kínverska tunglfarið Chang'e 3 lenti heilu og höldnu í Regnbogaflóa á Tunglinu í desember. Rúm 37 ár eru síðan manngerður hlutur lenti á tunglinu. Markmið kínversku geimferðastofnunarinnar er að rannsaka efnasamsetningu og jarðveg tunglsins, ásamt því að leita að náttúruauðlindum. Markmiðið var þó fyrst og fremst að sýna fram á tæknilega getu Alþýðulýðveldisins. Um borð í Chang'e 3 var geimjeppinn Yutu sem nú rúntar um hrjóstrugt landslag Tunglsins. Með þessu urðu Kínverjar þriðja þjóðin til að lenda könnunarfari á tunglinu, á eftir Bandaríkjamönnum og Sovétmönnum.4. Curiosity finnur ummerki um vatn Haldbær sönnunargögn um blauta fortíð Mars fengust snemma á árinu þegar borsýni úr Curiosity vitjeppanum voru skoðuð. Svo virðist sem að lendingarstaður geimfarsins, Gale-gígurinn, sé í raun ævaforn vatnsbotn. Enn fremur gefa gögnin til kynna að sýrustig hafi verið rétt á Mars svo að líf gæti hafa þrifist. Þetta er stærsta uppgötvun Curiosity til þessa enda höfum við nú í fyrsta sinn raunveruleg sönnunargögn um að Mars hafi eitt sinn verið lífvænlegur.3. Lífvænlegar plánetur leynast víðaRisajörðin Kepler 22b.MYND/NASA Ótrúlegur árangur náðist á árinu í leit að fjarreikistjörnum. Oft á tíðum eru þessir hnettir kallaðir risajarðir, jafnvel tvíburajarðir. Þetta eru reikistjörnur sem eru í hæfilegri fjarlægð frá sólstjörnu sinni eða á hinu svokallaða Gullbráarsvæði, þar sem hitastig er hæfilegt og vatn getur verið í fljótandi formi. Keplerssjónauki NASA fann þrjár slíkar reikistjörnur í apríl. Allar á stærð við Jörðina. Annað teymi vísindamanna fann síðan þrjár til viðbótar í júní. Ómögulegt er að segja til um hvort að líf leynist á þessum fjarlægu hnöttum. Vísindamenn munu leitast við að svara þeirri spurningu um ókomin ár. Það sem mestu máli skiptir er að reikistjörnur sem þessar, þar sem hitastig og annað er ekki ósvipað hér á Jörðu, eru hreint ekki sjaldgæfar. Með öðrum orðum, Jörðin er ekki einstök. Vísindamenn hjá Caltech tilkynntu einnig í ár að fjarreikistjörnur í Vetrarbrautinni séu um 100 milljarðar talsins.2. Voyager 1 siglir út fyrir endimörk sólkerfisinsVoyager 1 siglir nú milli stjarnanna.MYND/STJÖRNUFRÆÐIVEFURINN Áhrifa mannkyns gætir víða og nú fyrst milli stjarnanna. Geimfarið Voyager 1 varð á árinu fyrsti manngerði hluturinn til að segja að mestu skilið við sólkerfið og siglir nú um í myrkrinu að næstu stjörnu í Vetrarbrautinni. Voyager 1 var skotið á loft 5. september árið 1977 en markmið þess var að rannsaka ytri mörk sólkerfisins. Geimfarið er nú 125 sinnum lengra frá sólu en Jörðin eða í 19 milljarða kílómetra fjarlægð. Geimfarið sendir enn gögn til Jarðar. Merkin frá Voyager 1 ferðast á ljóshraða og eru yfir 17 klukkustundir að berast til Jarðar.1. Vígahnöttur springur yfir ÚralfjöllumÞað var sem 30 kjarnorkusprengjur hefðu sprungið yfir Chelyabinsk.MYND/AFP Tuttugu metra breitt smástirni sprakk yfir Úralfjöllum í Rússlandi föstudagsmorguninn 15. febrúar. Þessi 10 þúsund tonna hnullungur þaut í gegnum lofthjúpinn á 19 kílómetra hraða á sekúndu og með tilheyrandi ljósadýrð á himni. Hraði smástirnisins og aðfallshorn gerðu það að verkum að það sprakk í loft upp í um 20 kílómetra hæð yfir borginni Chelyabinsk. Sprengingin var 30 sinnum öflugri en kjarnorkusprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Híróshíma. Ekki er vitað til þess að árekstur smástirnis og Jarðar hafi haft svo víðtæk og alvarleg áhrif á undanförnum öldum. Fimmtán hundruð særðust, sjö þúsund byggingar skemmdust og heildar eignatjón nam fjórum milljörðum króna. Atburðurinn er sérstaklega áhugaverður í ljósi þess hversu vel okkur gengur að fræðast um alheiminn og víðáttur hans. Svo virðist sem að við höfum gleymt að hugsa um hnöttinn okkar bláa. Þannig er atvikið í Chelyabinsk fyrst og fremst áminning um rétta forgangsröðun.
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira