Sport

Ástrós og Bjarni Júlíus best á árinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Heimasíða TKÍ
Ástrós Brynjarsdóttir og Bjarni Júlíus Jónsson, bæði úr taekwondodeild Keflavíkur, hafa verið kjörin taekwondofólk ársins 2013.

Bjarni Júlíus er einn sigursælasti ungi keppandi landsins. Bjarni var valinn besti keppandinn á síðasta Íslandsmóti, annað árið í röð, og svo varð hann Norðurlandameistari á árinu. Þá var hann valinn keppandi mótsins á tveimur bikarmótum.

Ástrós Brynjarsdóttir var valin taekwondokona Íslands árið 2012. Hún hefur sýnt fram á langtum besta árangur sem nokkur íslensk taekwondo kona hefur náð á einu ári frá upphafi.

Á árinu 2013 var hún valin besti keppandinn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik international games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari á árinu en hún keppti auk þess á tveimur Evrópumótum og þremur alþjóðlegum mótum.

Ástrós er mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og bætingar á árinu. Hún hefur æft með Ólympíukeppendum og heimsklasa þjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer og unnið hvert mótið á fætur öðru.

Nánari útlistun á árangri Bjarna og Ástrósar á árinu má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×