Fótbolti

Arnar Bill eftirmaður Sigurðar Ragnars

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Arnar Bill Gunnarsson.
Arnar Bill Gunnarsson. Mynd/Valli
Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið Arnar Bill Gunnarsson, knattspyrnuþjálfara hjá Breiðabliki, í starf fræðslustjóra KSÍ.

Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins en hann tekur við starfinu af Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, sem lét nýverið af störfum sem landsliðsþjálfari kvenna. Sigurður Ragnar hættir einnig störfum sem fræðslustjóri á nýju ári en hann var í haust ráðinn þjálfari ÍBV í Pepsi-deild karla.

Arnar Bill, sem tekur við stöðunni þann 1. febrúar, hefur síðasta ár verið yfirþjálfari yngri flokka Breiðabliks. Hann var áður aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla. Hann hefur einnig þjálfað hjá FH og Álftanesi.

Hann er menntaður íþróttafræðingur og með UEFA-A þjálfaragráðu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×