Sport

Brynjar Leó nálgast lágmarkið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Brynjar Leó á göngu.
Brynjar Leó á göngu. Mynd/Sigmar
Skíðagöngukapparnir Brynjar Leó Kristinsson og Sævar Birgisson voru í banastuði á móti í Östersund í Svíþjóð um helgina.

Keppt var í 15 kílómetra göngu með frjálsri aðferð á sunnudaginn. Brynjar Leó fékk fyrir mótið 122 FIS stig og lenti í sæti 74. Ólympíulágmarkið í greininni er 100 FIS stig. Sævar keppti einnig en hætti keppni eftir fyrsta hring.

Sævar var hins vegar í góðum gír á laugardaginn þegar keppt var í sprettgöngu. Hann fékk þá 107 FIS stig sem er undir Ólympíulágmarkinu, 120 FIS stigum. Sævar hafði þegar náð lágmarkinu fyrir leikana í Sochi í febrúar.

Rætt var við þá félaga Brynjar Leó og Sævar í Fréttablaðinu á dögunum um gang mála og þeirra vinnu í aðdraganda leikanna í Sochi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×