Neymar með þrennu í stórsigri Barcelona - úrslit kvöldsins í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2013 10:24 Neymar skoraði þrennu á Nývangi í kvöld. Nordicphotos/Getty Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3 Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira
Arsenal, Dortmund, Schalke, AC Milan og Zenit tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Chelsea, Barcelona og Atlético Madrid voru þegar búin að tryggja sér sæti í útsláttarkeppninni fyrir leiki kvöldsins. Neymar fór á kostum í 6-0 sigri Barcelona á Celtic í kvöld en leikurinn skipti litlu máli enda Barcelona komið áfram og Celtic úr leik. Neymar skoraði þrjú markanna og lagði upp eitt. Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax voru manni fleiri í 68 mínútur á móti AC Milan á San Siro en tókst ekki að skora markið sem hefði komið þeim áfram í sextán liða úrslitin. Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 73. mínútu. Kevin Grosskreutz var hetja Borussia Dortmund þegar hann skoraði sigurmarkið á móti Marseille. Markið tryggði Dortmund 2-1 sigur og sæti í sextán liða úrslitunum á kostnað Napoli auk þess að þýska liðið tryggði sér sigur í riðlinum af því að Arsenal tapaði sínum leik. Napoli vann 2-0 heimasigur á Arsenal á sama tíma þökk sé mörkum Gonzalo Higuaín og José Mária Callejón en það var ekki nóg. Öll þrjú liðin enduðu með jafnmörg stig en Arsenal og Borussia Dortmund komust með bestan árangur í innbyrðisleikjum liðanna þriggja. Napoli vantaði bara eitt mark í viðbót. Chelsea vann E-riðilinn eftir 1-0 sigur á Steaua Búkarest en sigurmarkið var sjálfsmark Rúmenanna sem kom strax á tíundu mínútu leiksins. Schalke komst áfram eftir 2-0 heimasigur á Basel.Úrslit og markaskorarar í Meistaradeildinni í kvöld:E-riðillChelsea - Steaua Búkarest 1-0 1-0 Sjálfsmark (10.)Schalke 04 - Basel 2-0 1-0 Julian Draxler (51.), 2-0 Joel Matip (57.)F-riðillNapoli - Arsenal 2-0 1-0 Gonzalo Higuaín (73.), 2-0 José Mária Callejón (90.+3).Marseille - Borussia Dortmund 1-2 0-1 Robert Lewandowski (4.), 1-1 Souleymane Diawara (14.), 1-2 Kevin Grosskreutz (87.)G-riðillAtlético Madrid - Porto 2-0 1-0 Raúl García (14.), 2-0 Diego Costa (37.)Austria Wien - Zenit St. Petersburg 4-1 0-1 Aleksandr Kerzhakov (35.), 1-1 Philipp Hosiner (44.), 2-1 Tomáš Jun (48.), 3-1 Philipp Hosiner (51.), 4-1 Roman Kienast (90.).H-riðillAC Milan - Ajax 0-0Barcelona - Celtic 6-1 1-0 Gerard Piqué (7.), 2-0 Pedro (40.), 3-0 Neymar Jr. (45.), 4-0 Neymar Jr.. (48.), 5-0 Neymar Jr.. (58.), 6-0 Cristian Tello (72.), 6-1 Georgios Samaras (88.)Lokastöðurnar í riðlunum:E-riðill Chelsea 12 Schalke 10 Basel 8 Steaua Búkarest 3F-riðill Dortmund 12 Arsenal 12 Napólí 12 Marseille 0G-riðill Atletico Madrid 16 Zenit 6 Porto 5 Austria Vín 5H-riðill Barcelona 13 AC Milan 9 Ajax 8 Celtic 3
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Fleiri fréttir Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Sjá meira