Stokkseyrarmálið: Verjandi ósáttur við gagnaframlagningu saksóknara Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 11. desember 2013 17:11 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson hæstaréttarlögmaður og Stefán Logi Sívarsson. Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni. Stokkseyrarmálið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Aðalmeðferð hélt áfram í Stokkseyrarmálinu í dag. Þinghaldið hófst á því að saksóknari bætti nýjum gögnum í málið, verjendum til mikillar óánægju. Um var að ræða 3 læknisvottorð vegna Stefáns Loga Sívarssonar, eins ákærðra í málinu, sem og mínútubrot úr yfirheyrslu yfir Stefáni í tengslum við annað mál, Ystaselsmálið, þar sem Stefán var fórnarlamb. Verjandi Stefáns mótmælti þessari framlagningu harðlega. Hann lét bóka þau sérstaklega og í samtali við Vísi var ekki annað að heyra en hann væri verulega ósáttur við þessi vinnubrögð saksóknara. „Eitt vottorðið er frá heila- og taugalækni sem Stefán hitti til að meta hvaða afleiðingum hann hefði orðið fyrir eftir árásina í Ystaseli. Annað hinna vottorðanna tengist því máli líka. Þarna er verið að leggja fram samtal læknis og sjúklings sem á ekki erindi við neinn annan. Þetta er gróft brot á friðhelgi einkalífs umbjóðanda míns,“ segir Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, lögmaður Stefáns í samtali við Vísi. Myndskeiðið sem lagt var fram var aðeins afhent dómurum en ekki verjendum. Vilhjálmur er ekki síður óánægður með þau vinnubrögð saksóknara. „Þetta er í engu samræmi við lög um meðferð sakamála,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur vísar í ákvæði þar sem segir að óheimilt sé að leggja fram skjöl eða annars konar gögn ef þau hafa að geyma upplýsingar um einkahagi manns sem vitni hefur verið trúað fyrir í starfi sem læknir. Stefán Logi sagði í sinni skýrslu á mánudag, fyrsta degi aðalmeðferðarinnar, að hann hefði verið verið í þannig líkamlegu ástandi að hann hefði verið ófær um að beita nokkurn mann ofbeldi þegar árásirnar í Stokkseyrarmálinu áttu sér stað. Vísaði hann þar til meiðsla sem hann hlaut í Ystasels málinu. Hann bar einnig við minnisleysi í kjölfar áverka eftir þá árás. Saksóknari sagði að nýju gögnin myndu hrekja þessar fullyrðingar Stefáns Loga. Vilhjálmur bað um að verjendur fengju að ræða við dómara og saksóknara einslega eftir þinghaldið í dag og við þeirri bón var orðið. Ekki er ljóst hvað fór þar fram. Næsta þinghald í málinu var ákveðið þann 20. desember næstkomandi, en þá verður haldið áfram að yfirheyra vitni.
Stokkseyrarmálið Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira