Sport

21 Ólympíuverðlaunahafi mættur til Herning

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppti á Ólympíuleikunum í London.
Eygló Ósk Gústafsdóttir keppti á Ólympíuleikunum í London. Mynd/Valli
Evrópumeistaramótið í 25 metra laug hefst í Herning í Danmörku á morgun. Ísland á sex keppendur á mótinu.

21 verðlaunahafi frá Ólympíuleikunum í London sumarið 2012 eru mættir til Danmerkur þar sem búist er við því að heimsmet og Evrópumet muni falla. Allar stóru sundþjóðir Evrópu eru með fjölmenn lið ef frá eru taldir Bretar. Eftir afhroð á heimavelli í London eru þeir í uppbyggingarfasa.

Danir tefla fram 29 sundmönnum og vænta mikils af þeim. Helstu vonarstjörnur Dana eru baksundskonan Mie Nielsen, sem er þjálfuð af Skagamanninum snjalla Eyleifi Jóhannessyni sem starfar í Álaborg, Rikke Møller Pedersen, bringusundsdrottning og Janette Ottesen og Lotte Fris skriðsundsdömur.

Einnig verður áhugavert að fylgjast með Sindra Jakobssyni sem syndir nú fyrir Noreg. Vísir mun fylgjast með gengi Íslendinganna sex á mótinu en úrslit í einstökum greinum má sjá hér.

Nánar verður fjallað um íslensku keppendurna í Fréttablaðinu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×