Sport

Eygló byrjar vel í Herning

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Eygló Ósk Gústafsdóttir komst í morgun í undanúrslit í 100 m baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 m laug sem hófst nú í morgun í Herning á Jótlandi. Fjórir íslenskir keppendur hafa nú þegar stungið sér til sunds.

Eygló synti á 59,96 sekúndum sem var áttundi besti tími undanrásanna. Alls komust 20 keppendur í undanúrslitin sem fara fram síðdegis í dag.

Eygló bætti Íslandsmet sitt í greininni á Íslandsmeistaramótinu í síðasta mánuði er hún synti á 59,42 sekúndum. Eygló á því enn nokkuð inni fyrir undanúrslitin síðar í dag.

Alexander Jóhannesson keppti í 50 m skriðsundi í morgun og kom í mark á 23,04 sekúndum. Hann bætti sinn besta árangur í greininni en hafnaði í 52. sæti af 59 keppendum.

Inga Elín Cryer náði sér ekki á strik í 200 m flugsundi en hún kom í mark á 2:19,40 mínútum sem er rúmri sekúndu frá hennar besta tíma í greininni. Hún hafnaði í 33. og síðasta sæti undanrásanna.

Kristinn Þórarinsson hafnaði í 31. sæti af 34 keppendum í 200 m baksundi á 2:00,30 mínútum. Hann á best 1:58,50 mínútur í greininni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×