Fótbolti

Juventus missti af fimm milljörðum króna

Tevez í snjókomunni í gær.
Tevez í snjókomunni í gær.
Leikmenn og forráðamenn Juventus eru sárir eftir að liðið féll úr leik í snjónum í Tyrklandi í gær. Skal svo sem engan undra þar sem tapið var sárt og dýrt líka.

Juventus gekk vel í Meistaradeildinni í fyrra og tekjur liðsins í keppninni námu um 10,5 milljörðum króna. Græddi félagið mest allra liða.

Það kostar sitt að vera með lið í fremstu röð og það hefur því eðlilega mikil áhrif á reksturinn er félög komast ekki áfram og verða af miklum tekjum.

Reiknað er með að Juventus hafi orðið af um tæplega fimm milljörðum króna með tapinu í Istanbúl. Það kemur við budduna hjá öllum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×