Eygló Ósk Gústafsdóttir byrjar frábærlega á EM í 25 m laug en nú síðdegis komst hún í úrslit í 100 m baksundi á nýju Íslandsmeti.
Eygló Ósk synti á 59,26 sekúndum og bætti eigið Íslandsmet um 0,16 sekúndur. Það setti hún á Íslandsmeistaramótinu í síðasta mánuði.
Hún endaði í fjórða sæti síns riðils og áttunda sæti alls í undanúrslitunum. Tíu komust áfram í lokaúrslitin sem fara fram síðdegis á morgun.
Eygló var einnig á áttunda besta tíma undanrásanna í morgun en þá synti hún á 59,96 sekúndum.
Daníel Hannes Pálsson keppti í morgun í 400 m skriðsundi og kom í mark á 3:57,26 mínútum. Hann hafnaði í 58. sæti af 62 keppendum.
Sveit Íslands hafnaði í sextánda og síðasta sæti í 4x50 m fjórsundi í morgun en hún synti á 1:42,74 sekúndum. Sveitin var um níu sekúndum frá Íslandsmeti SH í greininni.
Eygló í úrslit á nýju Íslandsmeti
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið


Everton ekki tapað í síðustu átta deildarleikjum sínum
Enski boltinn


FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana
Íslenski boltinn



Villa blandar sér í Meistaradeildarbaráttuna
Enski boltinn

Valur tímabundið á toppinn
Handbolti


Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist
Íslenski boltinn