Dominiqua og Ólafur Garðar fimleikafólk ársins 13. desember 2013 17:50 Dominique og Ólafur Garðar. Mynd/FSÍ Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil. Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira
Stjórn Fimleikasambands Íslands hefur valið Dominiqua Ölmu Belanyi, úr Gróttu sem fimleikakonu ársins 2013 og Ólaf Garðar Gunnarsson úr Gerplu, sem fimleikamann ársins. Á árinu 2013 skaraði Dominiqua Alma fram úr í keppni á alþjóðlegum mótum með íslenska landsliðinu og Gróttu, náði bestum árangri keppenda í fjölþraut og vann til margra verðlauna sem er frábær frammistaða í áhaldafimleikum. Á Smáþjóðaleikum í Luxemburg vann hún til fimm verðlauna, hún sigraði keppni í fjölþraut með 48.800 stigum, sigraði með íslenska landsliðinu í liðakeppni, úrslitakeppni á einstökum áhöldum var hún í 1. sæti á tvíslá, 1. sæti á gólfi og í 3. sæti á jafnvægisslá. Alls fjögur gullverðlaun og ein bronsverðlaun sem töldu vel í keppni þjóðanna um heildarfjölda verðlauna hverrar þjóða á leikunum. Á Evrópumótinu í Moskvu varð hún í 35. sæti í fjölþraut með 48.565 stig með bestan árangur íslenskra keppenda á mótinu. Þetta er einn besti árangur íslenskrar konu á Evrópumóti. Hún keppti með liði Gróttu á alþjóðlegu móti í Hollandi, Fame Svod Open, þar sem hún sigraði keppni í fjölþraut og sigraði í úrslitum á stökki, tvíslá og gólfi og varð í öðru sæti á jafnvægisslá. Ólafur kom sterkur til baka úr hásinameiðslum undir lok árs 2012 og sigraði fjölþraut á Íslandsmótinu 2013, hann varð einnig Íslandsmeistari á hringjum, stökki og svifrá. Ólafur var í sigurliði Gerplu á bikarmóti FSÍ. Ólafur fór með landsliði Íslands á Smáþjóðaleikana í Lúxemborg og stóð sig mjög vel, þar sem liðið vann til bronsverðlauna. Auk þess lenti Ólafur í 4.sæti í fjölþraut ásamt því að vera í úrslit á öllum áhöldum nema stökki, Ólafur vann svo til bronsverðlauna á bogahesti. Hann keppti á Evrópumótinu í Rússlandi, lenti í 46.sæti í fjölþraut og á Heimsmeistaramótinu í Antwerpen þar sem hann lenti í 56. Sæti, sem telst mjög góður árangur á svona sterkum móti.Dominiqua Alma Belanyi – samantekt á árangri Gull í fjölþraut á Smáþjóðaleikum Gull á tvíslá á Smáþjóðaleikum Gull á gólfi á Smáþjóðaleikum Gull í liðakeppni kvenna á Smáþjóðaleikum Gull í fjölþraut á Fame Svod Open, Hollandi Gull í stökki á Fame Svod Open, Hollandi Gull á tvíslá á Fame Svod Open, Hollandi Gull á gólfi á Fame Svod Open, Hollandi 35.sæti í fjölþraut á EM 28.sæti á jafnvægisslá á EM 1.sæti í fjölþraut á Mílanómeistaramótinu Íslandsmeistari á tvíslá 2.sæti í fjölþraut á ÍslandsmeistaramótiÓlafur Garðar Gunnarsson – samantekt á árangri Brons á bogahesti á Smáþjóðaleikum Brons í liðakeppni karla á Smáþjóðaleikum 46.sæti í fjölþraut á EM 56.sæti í fjölþraut á HM Íslandsmeistari í fjölþraut Íslandsmeistari í hringjum Íslandsmeistari á stökki Íslandsmeistari á svifrá Bikarmeistari í áhaldafimleikum, með liði GerpluAfrek ársins Stjórn fimleikasambandsins hefur valið afrek Dominique Ölmu Belanyi á Evrópumótinu í Moskvu, sem afrek ársins, þar sem Dominique endaði í 35.sæti í fjölþraut kvenna, sem er besti árangur íslenskra kvenna á Evrópumóti.Fimleikalið ársins Stjórn Fimleikasambandsins hefur kosið meistaraflokk Gerplu í hópfimleikum sem lið ársins 2013. Gerpla varð norðurlandameistari í hópfimleikum nú í nóvember og var það í fyrsta skiptið í 20 ár sem kvennaliði tekst að verja norðurlandatitil.
Fréttir ársins 2013 Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Fleiri fréttir Kemi tilþrifin: „Ég skoraði aðeins meira og er myndarlegri“ Helgi Már: Lögðumst bara flatir fyrir þeim Hilmar Smári: Gott að spila aftur í Garðabænum Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Sjá meira