Sport

HK áfram á toppnum eftir sigur á Þrótti Reykjavík

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld. Mynd / Þorsteinn Gunnar Guðnason
HK vann 3-0 sigur á Þrótti Reykjavík í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

HK hreinlega tók Þrótt í kennslustund í fyrstu hrinu sem fór 25 - 5 fyrir heimamönnum.  Þróttarar mættu ákveðnari til leiks í næstu hrinum sem lauk þó með sigri HK 25-20 og 25-18.

Öll þrjú stigin runnu því til HK í kvöld sem er á toppi deildarinnar með 22 stig eftir 9 leiki. Næst kemur Þróttur Nes með 18 stig eftir 10 leiki. Síðasti leikur fyrir jólafrí verður viðureign Stjörnunnar og HK á þriðjudaginn kl. 18.00 í Ásgarði.

Stigahæstu leikmenn í kvöld voru Brynjar Júlíus Pétursson fyrirliði HK með 11 stig og Theodór Óskar Þorvaldsson með 9 stig. Hjá Þrótti Reykjavík var Andris Orlovs atkvæðamestur með 15 stig og Fannar Grétarsson með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×