Innlent

Stefán Logi á Facebook í fangelsi

Ritstjórn skrifar
Stefán Logi Sívarsson er einn hinna ákærðu í Stokkseyrarmálinu.
Stefán Logi Sívarsson er einn hinna ákærðu í Stokkseyrarmálinu. Myndir/Skjáskot af Facebook
Stefán Logi Sívarsson, einn ákærðu í Stokkseyrarmálinu, hefur birt af sér myndir síðustu daga á Facebook-síðu sinni. DV greinir frá þessu.

Föngum á Litla-Hrauni er óheimilt að fara á internetið þó þeir megi nota tölvur.

Stefán Logi gengur undir nafninu „Butcher Sivarsson“ birtir tvær sjálfsmyndir af samskiptaforritinu Skype, önnur er birt í gær, hin í byrjun nóvember. Butcher þýðir slátrari á íslensku.

DV greindi frá því í ágúst að Stefán væri þá virkur á Facebook-síðu sinni, en þá var þar að finna myndir af stefáni berum að ofan auk myndum af honum með samföngum sínum teknar í fangaklefa á Litla-Hrauni.

Vinir Stefáns skrifa athugasemdir við myndirnar, einn segir „Góð mynd af þér Stebbi minn,“ annar segir „aldeilis að litli drengurinn er huggulegur,“ og þriðji: „Kallinn ávallt flottur vinur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×