Tíu matartrend ársins 2013 16. desember 2013 20:00 Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst." Fréttir ársins 2013 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira
Andrew Simmern er sjónvarpsmaður, kokkur, kennari og matarrýnir. Hann stjórnar þættinum Bizarre Foods á sjónvarpsstöðinni Travel Channel og fer yfir matarárið sem er að líða.1. Cronut-borgarinn "Þetta er snilldarleg markaðsfræðikennsla sem ætti að vera kennd í öllum háskólum. Hér er réttur sem hefur verið eldaður á ýmsa vegu í hundruði ára. New York-kokkurinn Dominique Ansel fullkomnaði hann og nú eru þúsundir manna tilbúnar til að bíða í röð eftir Cronut-borgaranum."2. Filippseyskur matur "Kínverskur, japanskur, tælenskur, kóreskur og víetnamískur matur hefur glatt og vakið innblástur hjá veitingahúsagestum og nú er komið að filippseyskum mat."3. Steikt egg í öllu "Ég elska þetta og geri þetta oft heima. Þetta er það sem kokkar búa til sem snarl en nú er þetta orðið vinsælt og búið að ofgera því. Þetta er eins og The Gypsy Kings. Þeir voru svalir árið 1983 en ég drep þann sem er við græjurnar ef ég heyri Bombaleo einu sinni enn."4. Sriracha Hot-sósa "Þetta er ofmetnasta matvara síðustu tuttugu ára en markaðsherferðin er til fyrirmyndar. Það eru hundruðir "hot"-sósa sem mér finnst betri en ég vildi að ég ætti þetta fyrirtæki."5. Matarverkefni sem eru hópfjármögnuð "Þetta virkar, þetta er svalt og þetta skiptir máli."6. Grísk jógúrt "Ég háma þetta í mig. Ég hef alltaf hatað þunnu, bandarísku jógúrtina síðan ég heimsótti Austur-Evrópu á sjöunda áratugnum með föður mínum. Ég hámaði í mig þykka jógúrt og sneri aldrei til baka."7. Hækka lágmarkslaun "Punch Pizza, skyndibitastaður í Minneapolis og Saint Paul, sá til þess að allir nýir starfsmenn fengu tíu dollara á tímann. Svona fjárfesting í fólki er sniðug leið til að bæta efnahaginn."8. Ramen-borgarinn "Þessi réttur lýsir öllu sem er að í heiminum en fékk sínar fimmtán mínútur af frægð í sumar. Hver vill núðlubrauð? Það er hræðileg hugmynd. Segið það sem þið viljið um Cronut-borgarann og "hot"-sósuna - það bragðast allavega vel."9. Of mikil veiði "Eins og Greenpeace segir: Fiskarnir eiga ekki séns. Fiskarnir hverfa úr hafinu eftir þrjátíu ár nema við tökum erfiðar ákvarðanir og aukum fjölbreytileika í fæðuvali."10. Hátæknimatvara "Hampton Creek Foods bjó til egg sem eru ræktuð úr plöntu og nota þau í vegan majónes sem heitir Just Mayo. Það þarf litla orku til að rækta þessi egg, þau kosta minna og eru mjög næringarrík. Vitið til, Josh Tetrick, stofnandi Hampton Creek Foods, mun vinna Nóbelsverðlaunin einn daginn. Þið heyrðuð það hér fyrst."
Fréttir ársins 2013 Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Fleiri fréttir Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta Sjá meira