Sport

Ber að neðan í beinni útsendingu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rassinn á Thingnes Bö með viðeigandi ráðstöfunum.
Rassinn á Thingnes Bö með viðeigandi ráðstöfunum. Mynd/Skjáskot úr útsendingu NRK
Johannes Thingnes Bö vann sigur í skíðagöngukeppni í Noregi um helgina. Áhorfendur heima í stofu fengu að sjá einum of mikið af kappanum.

Keppnin var sýnd í beinni útsendingu á NRK þar sem Thingnes Bö tók við verðlaunum sínum á nærbuxunum. Áhugi sjónvarpsmannanna á skíðakappanum var það mikill að enn voru myndavélarnar á honum þegar kappinn skipti um nærbuxur. Líkt og myndin að ofan sýnir var ber afturendi Norðmannsins sendur út í beinni útsendingu.

„Þetta er ekkert stórmál en það er fáránlegt að þetta hafi verið sent út. Þeir verða að svara fyrir þetta,“ segir Thingnes Bö við Verdens Gang.

Segir í frétt norska miðilsins að um 800 þúsund manns hafi líkast til fylgst með gangi mála í Noregi. Þá sé sjónvarpsrétturinn seldur út í heim og ómögulegt að segja hve margir hafi fylgst með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×