Fótbolti

Ekki fullur völlur hjá Olympiakos á móti Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/NordicPhotos/Getty
Olympiakos má ekki selja í öll sætin á fyrri leik sínum á móti Manchester United í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar sem fer fram 25. febrúar á nýju ári.

Olympiakos spilar á Karaiskakis-leikvanginum sem tekur yfir 33 þúsund manns í sæti. Það verða mörg auð sæti þegar ensku meistararnir koma í heimsókn.

UEFA hefur nefnilega ákveðið að refsa gríska félaginu fyrir kynþáttafordóma stuðningsmanna félagsins. Olympiakos verður samkvæmt úrskurði sambandsins að loka neðri hluta norður-stúkunnar á vellinum.

Olympiakos þarf einnig að greiða 30 þúsund í evrur í sekt, tæpar fimm milljónir íslenskra króna, en þessar aðgerðir UEFA eru komnar til vegna hegðunar stuðningsmanna félagsins í leik á móti belgíska félaginu Anderlecht í desember.  

Rússneska félagið Zenit St Petersburg fékk samskonar refsingu og má ekki selja í hluta stúkunnar í heimaleik sínum á móti Borussia Dortmund sem fer einnig fram 25. febrúar næstkomandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×