Sport

Aníta og Helgi Íþróttafólk Reykjavíkur 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/NordicPhotos
Frjálsíþróttafólkið Helgi Sveinsson úr Ármanni og Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur voru í dag valin

Íþróttafólk Reykjavíkur árið 2013 en í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur.

Allt frá árinu 1979 hefur stjórn Íþróttabandalags Reykjavíkur valið Íþróttamann Reykjavíkur en ellefu af síðustu þrettán verðlaunahöfum höfðu verið kona. Í ár voru í fyrsta sinn kjörin Íþróttakarl og Íþróttakona Reykjavíkur auk þess sem að Íþróttalið ársins í Reykjavík var valið.

Íþróttakarl Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttamaðurinn Helgi Sveinsson úr Ármanni en hann varð heimsmeistari í spjótkasti fatlaðra í sumar.

Íþróttakona Reykjavíkur 2013 er frjálsíþróttakonan Aníta Hinriksdóttir úr Íþróttafélagi Reykjavíkur sem vann bæði heims-, Evrópu- og Norðurlandameistaratitla unglinga í millivegalengdahlaupum á árinu.

Íþróttalið Reykjavíkur 2013 er lið KR í knattspyrnu karla sem varð Íslandsmeistari í sumar.

 

Tólf einstaklingar voru verðlaunaðir fyrir frábæran árangur á árinu 2013 í dag og fjórtán lið frá sjö félögum. Íþróttafólkið og íþróttafélögin sem að liðunum standa fengu bæði áletraða verðlaunagripi og peningastyrk í verðlaun en heildarupphæð styrkjanna var 4 milljónir króna. Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur veittu styrkina.



Liðin sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:

Fram: Íslandsmeistarar í handknattleik karla og kvenna auk bikarmeistara í knattspyrnu karla

ÍR: Bikarmeistarar í handknattleik karla, bikarmeistarar í frjálsíþróttum beggja kynja og Íslandsmeistarar í keilu beggja kynja

Júdófélag Reykjavíkur: Bikarmeistarar í sveitakeppni karla

KR: Íslandsmeistarar í knattspyrnu karla

TBR: Íslandsmeistarar í liðakeppni beggja kynja í badminton

Valur: Bikarmeistarar í handknattleik kvenna

Víkingur: Íslandsmeistarar í karlaflokki í karate og í liðakeppni beggja kynja í borðtennis

Einstaklingarnir sem fengu verðlaun fyrir árangurinn á árinu 2013:

Aníta Hinriksdóttir, frjálsíþróttakona úr ÍR

Anton Sveinn McKee, sundmaður úr Sundfélaginu Ægi

Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsíþróttakona úr Ármanni

Ásgeir Sigurgeirsson, skotíþróttamaður úr Skotfélagi Reykjavíkur

Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Sundfélaginu Ægi

Hannes Þór Halldórsson, knattspyrnumaður úr KR

Helga María Vilhjálmsdóttir, skíðakona úr ÍR

Helgi Sveinsson, frjálsíþróttamaður úr Ármanni

Jón Margeir Sverrisson, sundmaður úr Fjölni

Konráð Valur Sveinsson, hestamaður úr Fáki

Stella Sigurðardóttir, handknattleikskona úr Fram

Sunna Víðisdóttir, kylfingur úr GR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×