Erlent

Putin ætlar að náða fyrrverandi olíubarón

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/EPA

Vladimir Putin, forseti Rússlands ætlar að náða Mikhail Khodorkovsky. Sagðist hann hafa fengið beiðni frá fanganum um náðun á grundvelli mannréttinda, því móðir hans væri veik. Khordorvsky er fyrrverandi eigandi Yukos olíufélagsins sem varð gjaldþrota árið 2007.

Frá þessu er sagt á vef BBC og mun Putin hafa sagt frá þessu eftir árlega ráðstefnu sína með blaðamönnum. Í gær undirritaði þing Rússlands náðun á minnst 20.000 manns. Þar á meðal meðlima hljómsveitarinnar Pussy Riot og meðlimi Greenpeace.

Putin sagðist aldrei hafa fengið slíka beiðni frá Khodorkovsky áður. „Hann skrifaði slíkt skjal mjög nýlega þar sem hann fór fram á ég myndi náða hann. Hann hefur þegar verið í fangelsi í tíu ár. Það er alvarleg refsing og hann vísar til mannúðlegrar ástæðna þar sem móðir hans er veik.“

Forsetinn gerir ráð fyrir því að hægt verði að samþykja náðunina fljótlega.

Lögfræðingur Khodorkovsky segir þó að hann hafi ekki farið fram á náðun og viti ekki til þess að einhver annar hafi gert það fyrir hans hönd.

Mikhail Khodorkovsky.Mynd/EPA

Mikhail Khodorkovsky er í fangelsi fyrir þjófnað, svindl og peningaþvott, en hann er af mörgum talinn vera pólitískur fangi. Fréttaritari BBC segir að þegar Putin hafi verið að styrkja völd sín á fyrsta kjörtímabili sínu sem forseti, hafi margir af stærstu viðskiptamönnum Rússlands flúið, en Khordorvsky gerði það ekki. „Hann fjármagnið stjórnarandstöðuflokka og virðist hafa verið í fangelsi í meira en tíu ár vegna þess.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×