Tvær og hálf milljón á fjóra staði í úthlutun Afrekskvennasjóðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2013 22:10 Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í nóvember og bárust alls 67 umsóknir frá afrekskonum og afrekskvennahópum á öllum aldri. Mynd/Stefán Fjórir aðilar fengu úthlutað í dag úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. 67 sóttu um að þessu sinni en stjórnakonur sjóðsins, þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir, völdu út fjórar konur eða kvennahópa sem fengu styrk í þessari níundu úthlutun sjóðsins. Strandblakskonurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir úr HK fengu 500 þúsund krónur vegna verkefna á árinu 2014. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni fékk 500 þúsund krónur vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu í Stafdal fékk 500 þúsund vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Skíðasamband Íslands fékk síðan eina milljón í styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar næstkomandi.Mynd/StefánNíunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ Sjóðsstjórn hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2013. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 67 talsins. Sem fyrr var sjóðsstjórninni vandi á höndum við að velja úr metnaðarfullum umsóknum sem glöggt sýna kraftinn í afreksíþróttakonum þessa lands. Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni: Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir strandblakskonur HK (500 þúsund) vegna verkefna á árinu 2014. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær náð eftirtektarverðum árangri í grein sinni sem er í uppbyggingu hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa þær orðið Íslandsmeistarar fullorðinna og U19 í grein sinni. Jafnframt urðu þær Norður-Evrópumeistarar í U19 ára flokki. Á næsta ári munu þær m.a. taka þátt í Evrópumóti U23 og U21 ásamt undankeppni Ólympíuleikanna 2016. Samhliða strandblaksiðkun æfa þær jafnframt blak, nýverið var Berglind Gígja tilnefnd blakkona ársins 2013 af stjórn BLÍ.Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni (500 þúsund) fær styrk vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís er fjórða íslenska konan sem tekur þátt í úrtökumóti Evrópuraðarinnar, til þessa hefur einungis einni tekist að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. Valdís komst á 2. stig úrtökumótsins en tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Valdís mun á næsta ári taka þátt í hliðarmótaröð Evrópumótaraðarinnar – LET Access tour. Valdís Þóra hefur nýverið gefið upp áhugamannaréttindi sín í golfi og sett sér metnaðarfull markmið um að ná langt í sinni grein. Erna Friðriksdóttir Skíðafélaginu í Stafdal (500 þúsund) fær styrk vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Erna stundar nú eins og undangengna vetur skíðaþjálfun í Winter Park í Colorado. Með markvissum æfingum hefur Erna náð að klífa heimslistann jafnt og þétt. Erna er nú að taka þátt í annað sinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún var einnig þátttakandi á leikunum í Vancouver. Reynslunni ríkari stefnir Erna enn hærra nú en á leikunum fyrir fjórum árum.Skíðasamband Íslands (1 milljón) fær styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar n.k. Í Ólympíuhópi SKÍ eru fjórar stúlkur í alpagreinum sem keppast við að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi á komandi ári. Mikil ferðalög og kostnaður fylgja því að sækja mót er telja til stiga á stigalista Alþjóða skíðasambandsins sem notaður er til grundvallar þegar keppendur eru valdir á Vetrarólympíuleikana. Íslensku stúlkurnar hafa verið að ná góðum árangri á mótum á Norðurlöndunum undanfarnar vikur. Ekki verður ljóst fyrr en þegar líða fer á janúarmánuð hversu mörgum þeirra tekst að tryggja sér þátttökurétt.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira
Fjórir aðilar fengu úthlutað í dag úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ en markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stefán Karlsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á staðnum og tók þessar myndir hér fyrir neðan. 67 sóttu um að þessu sinni en stjórnakonur sjóðsins, þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir, völdu út fjórar konur eða kvennahópa sem fengu styrk í þessari níundu úthlutun sjóðsins. Strandblakskonurnar Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir úr HK fengu 500 þúsund krónur vegna verkefna á árinu 2014. Valdís Þóra Jónsdóttir úr Golfklúbbnum Leyni fékk 500 þúsund krónur vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Erna Friðriksdóttir úr Skíðafélaginu í Stafdal fékk 500 þúsund vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Skíðasamband Íslands fékk síðan eina milljón í styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar næstkomandi.Mynd/StefánNíunda úthlutun úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ Sjóðsstjórn hefur farið yfir umsóknir vegna úthlutunar úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ 2013. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri. Stjórn sjóðsins skipa þær Helga H. Magnúsdóttir, Elsa Nielsen og Kristín Rós Hákonardóttir. Umsóknir um styrk voru að þessu sinni 67 talsins. Sem fyrr var sjóðsstjórninni vandi á höndum við að velja úr metnaðarfullum umsóknum sem glöggt sýna kraftinn í afreksíþróttakonum þessa lands. Eftirtaldar íþróttakonur fá styrk að þessu sinni: Berglind Gígja Jónsdóttir og Elísabet Einarsdóttir strandblakskonur HK (500 þúsund) vegna verkefna á árinu 2014. Þrátt fyrir ungan aldur hafa þær náð eftirtektarverðum árangri í grein sinni sem er í uppbyggingu hér á landi. Síðastliðin tvö ár hafa þær orðið Íslandsmeistarar fullorðinna og U19 í grein sinni. Jafnframt urðu þær Norður-Evrópumeistarar í U19 ára flokki. Á næsta ári munu þær m.a. taka þátt í Evrópumóti U23 og U21 ásamt undankeppni Ólympíuleikanna 2016. Samhliða strandblaksiðkun æfa þær jafnframt blak, nýverið var Berglind Gígja tilnefnd blakkona ársins 2013 af stjórn BLÍ.Valdís Þóra Jónsdóttir Golfklúbbnum Leyni (500 þúsund) fær styrk vegna þátttöku í úrtökumóti fyrir Evrópumótaröð kvenna í golfi. Valdís er fjórða íslenska konan sem tekur þátt í úrtökumóti Evrópuraðarinnar, til þessa hefur einungis einni tekist að tryggja sér þátttökurétt á mótaröðinni. Valdís komst á 2. stig úrtökumótsins en tókst ekki að tryggja sér þátttökurétt á Evrópumótaröðinni að þessu sinni. Valdís mun á næsta ári taka þátt í hliðarmótaröð Evrópumótaraðarinnar – LET Access tour. Valdís Þóra hefur nýverið gefið upp áhugamannaréttindi sín í golfi og sett sér metnaðarfull markmið um að ná langt í sinni grein. Erna Friðriksdóttir Skíðafélaginu í Stafdal (500 þúsund) fær styrk vegna undirbúnings og keppni á Vetrarólympíumóti fatlaðra í Sochi. Erna er hreyfihömluð og keppir í svigi og stórsvigi á sérhönnuðum skíðasleða. Erna stundar nú eins og undangengna vetur skíðaþjálfun í Winter Park í Colorado. Með markvissum æfingum hefur Erna náð að klífa heimslistann jafnt og þétt. Erna er nú að taka þátt í annað sinn á Vetrarólympíumóti fatlaðra en hún var einnig þátttakandi á leikunum í Vancouver. Reynslunni ríkari stefnir Erna enn hærra nú en á leikunum fyrir fjórum árum.Skíðasamband Íslands (1 milljón) fær styrk vegna undirbúnings og þátttöku landsliðskvenna á Vetrarólympíuleikunum í Sochi í febrúar n.k. Í Ólympíuhópi SKÍ eru fjórar stúlkur í alpagreinum sem keppast við að tryggja sér þátttökurétt á Vetrarólympíuleikunum sem fram fara í Sochi í Rússlandi á komandi ári. Mikil ferðalög og kostnaður fylgja því að sækja mót er telja til stiga á stigalista Alþjóða skíðasambandsins sem notaður er til grundvallar þegar keppendur eru valdir á Vetrarólympíuleikana. Íslensku stúlkurnar hafa verið að ná góðum árangri á mótum á Norðurlöndunum undanfarnar vikur. Ekki verður ljóst fyrr en þegar líða fer á janúarmánuð hversu mörgum þeirra tekst að tryggja sér þátttökurétt.Mynd/StefánMynd/StefánMynd/StefánMynd/Stefán
Íþróttir Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Sjá meira