Skattar og dauðinn eina sem er öruggt í veröldinni Heimir Már Pétursson skrifar 1. desember 2013 12:20 Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér. Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira
Forsætisráðherra segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldugra heimila ná til allra sem voru með verðtryggð húsnæðislán á árunum 2007 til 2010, óháð því hvort lánin hafa verið gerð upp eða húseign verið boðin upp. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sat fyrir svörum hjá Lóu Pind Aldísardóttur í Stóru málunum á Stöð tvö í gærkvöldi, þar sem almenningi gafst tækifæri til að senda inn spurningar. Aðgerðir stjórnvalda eru tvískiptar, annars vegar bein niðurfærsla á höfuðstól verðtryggðra húsnæðislána um allt að 13 prósent af verðtryggða hluta lánanna frá sesember 2007 til ágúst 2010 og hins vegar skattafrádráttur af séreignasparnaði sem notaður er til að greiða niður höfuðstól sömu lána næstu fjögur árin. Forsætisráðherra segir beinu niðurgreiðsluna á höfuðstól fjármagnaða með bankaskatti sem verði einnig látinn ná til fjármálastofnana í slitameðferð, sem ekki var áður, og gefi ríkissjóði umtalsverðar tekjur. „Svoleiðis á að sleppa fjármálageiranum við skattlagningu til að bregðast við efnahagshruninu, sem varð til vegna framgöngu fjármálafyrirtækjanna, skýtur mjög skökku við,“ segir hann. En þótt tekjur ríkissjóðs vegna þessa skatts skili sér á fjórum árum, lækki greiðslubyrði fólks af lánunum strax og aðgerðirnar taka gildi um mitt næsta ár. Forsætisráðherra segir að vel megi vera að einhverjir fari í mál vegna þessa skatts, en hann verði engu að síður innheimtur og ríkisstjórnin telji hann standast lög og stjórnarskrá en málaferlum fylgi alltaf óvissa. „Það er ekkert öruggt í veröldinni, nema reyndar tvennt. Var það ekki Benjamin Franklin sem sagði að dauðinn og skattar væru það eina sem hægt væri að reiða sig á," segir hann. Forsætisráðherra svaraði fjölmörgum spurningum sem almenningur hafi sent inn, m.a. um stöðu lífeyrissjóðslána í þessum aðgerðum. „Þessar aðgerðir ná til lána óháð því hvort að það eru bankarnir, íbúðalánasjóður eða lífeyrissjóðir sem lánuðu.“ Það sé lánastofnana að reikna út niðurfærsluna og ef vafamál rísi upp verði hægt að skjóta þeim til úrskurðarnefndar. Og þótt íbúð hafi verið seld eða hún boðin upp, muni fólk fá sína leiðréttingu í gegnum skattakerfið. Felur þetta ekki í sér millifærslu frá fátæka fólkinu til ríkara fólksins? „Þetta er mjög góð spurning. Þetta er gagnrýni sem maður hefur oft heyrt í umræðu um skuldaleiðréttingu. En það sem við sjáum hins vegar í niðurstöðum sérfræðinganna er að það er fyrst og fremst ungt fólk, fólk með meðalskuldir, jafnvel lægri en meðalskuldir, sem að þunginn lendir,“ segir hann. Þáttinn Stóru málin má horfa á í heild sinni hér.
Skuldaleiðrétting ríkisstjórnarinnar Stóru málin Mest lesið Skotmennirnir feðgar Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Innlent Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Innlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Fleiri fréttir Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Sjá meira