Sport

David Ortiz seldi skeggið sitt fyrir 11.000 dali

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ortiz við raksturinn á skegginu verðmæta
Ortiz við raksturinn á skegginu verðmæta mynd/nordic photos/getty
David Ortiz leikmaður MLB meistara Boston Red Sox í hafnarboltadeildinni í Bandaríkjunum bauð skeggið sitt upp á eBay til góðgerðamála og seldist skeggið á 11.000 dali eða því sem nemur rúmri 1,3 milljónum króna.

Ortiz var valinn verðmætasti leikmaður lokaúrslitanna þegar Red Sox tryggði sér meistaratitilinn í bandaríska hafnarboltanum en hann skartaði glæsilegu skeggi sem hann rakaði af sér og bauð upp til styrktar Movember sem eru vinsæl góðgerðarsamtök sem vekja athygli á og styrkja eistna- og blöðruhálskrabbamein.

„Ég brosi út að eyrum,“ sagði Ortiz í skilaboðum til ESPN. „Þetta er frábært. Þetta er minnistætt ár og nýt þess sem við erum að gera hér. En það sem mestu máli skiptir er að safna peningum í baráttunni við krabbamein.“

Alls buðu 132 í skeggið á Ortiz og munaði aðeins tíu dölum á tveimur efstu boðunum. Hver sá heppni er eða hvað hann ætlar að gera við skeggið hefur ekki verið gefið upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×