Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Grindavík 68-72 | Grindavík í átta liða úrslit Árni Jóhannsson í Keflavík skrifar 2. desember 2013 14:36 Mynd/Vilhelm Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ eftir magnaðan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Leikurinn var jafn og hörkuspennandi eins og búist var við. Taugarnar virtust vera þandar hjá leikmönnum en þeir frekar en allir aðrir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að tapa ekki í kvöld og þar með detta út úr bikarkeppninni. Heimamenn voru spenntari þó ef eitthvað var á upphafsmínútunum enda skoruðu þeir ekki körfu fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Grindavík hafði þá skorað átta stig en féllu síðan í sömu gryfju og heimamenn þegar þeir hættu að hitta skotunum sínum og Keflavík hægt en örugglega náðu þeim og komust yfir þegar lítið var eftir af fyrsta leikhluta sem endaði 16-15 heimamönnum í vil. Það var hiti í leikmönnum sem og þjálfurum og áhorfendum undir lok hálfleiksins þegar bæði lið urðu ósátt við dómgæsluna og voru mikil læti í höllinni. Gestirnir byrjuðu annan leikhlutann betur og skoruðu fyrstu fjögur stigin í leikhlutanum. Ragnar Gerald Albertsson kvittaði þá hressilega fyrir heimamenn en hann skoraði þá fimm stig í röð og kom heimamönnum yfir aftur en gestirnir voru snöggir að svara fyrir sig og jafna. Þá var jafnt í nokkrar mínútur en undir lok hálfleiksins sigu Grindvíkingar framúr og endaði fjórðungurinn á því að gestirnir höfðu fimm stiga forystu 31-35. Eins og áður sagði var mikill taugtitringur í mönnum í upphafi leiks og til marks um það höfðu heimamenn tapað boltanum 11 sinnum og gestirnir 12 sinnum þegar gengið var til búningsherbergja. Stigahæstir í hálfleik voru Michael Craion með sjö stig fyrir Keflavík. Hjá Grindvíkingum voru Lewis Clinch og Sigurður Gunnar Þorsteinsson báðir með 12 stig. Seinni hálfleikur var ekki síður spennandi en sá fyrri. Taugar manna virstust ennþá vera þandar til hins ýtrasta og voru menn að klúðra opnum skotum undir körfunni eða missa boltann klaufalega. Heimamenn byrjuðu þriðja fjórðung þó betur og fóru á 9-0 sprett í upphafi fjórðungs og voru rúmlega fjórar mínútur liðnar áður en Grindvíkingar komust á blað. Heimamenn komust fjórum stigum yfir eftir sprettinn en Grindvíkingar svöruðu með fjórum stigum og jöfnuðu leikinn í 40-40. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði fjórðungs og þegar flautan gall eftir þriðja leikhluta þá var staðan 47-47 og spennan í hámarki. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum alveg þangað til staðan var 64-65 fyri gestina en þá skoruðu Grindvíkingar næstu fimm stig og sigu þar með framúr Keflvíkingum sem þurftu að bregða á það ráð að brjóta, til að freista þess að gestirnir klúðruðu á vítalínunni. Grindvíkingar voru hinsvegar mjög öruggir á vítalínunni og náðu að klára leikinn 68-72. Með sigrinum tryggðu Grindvíkingar sér farseðil í 8-liða úrslit bikarsins. Leikurinn lofaði góðu á pappírnum fræga fyrir leik og urðu þeir sem voru viðstaddir ekki fyrir vonbrigðum. Mikil spenna nánast allan leikinn og barátta sem kom kannski niður á gæðum körfuboltans en þegar grannalið mætast er einmitt hætt við því. Atkvæðamestu menn má sjá hér að neðan.Sigurður Gunnar Þorsteinsson: Alltaf gaman að vinna í Keflavík „Sigurinn var mjög sætur, það er náttúrulega gífurlega erfitt að koma hingað og spila. Ég á einhverjar smá rætur hér þannig að það er alltaf gaman að vinna í Keflavík“, sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson eftir leik í Keflavík í kvöld. Aðspurður um hvað hafi skapað sigurinn sagði Sigurður: „Vörnin, ég meina að halda þeim í 68 stigum á heimavelli tel ég bara virkilega gott“, og í kjölfarið var hann spurður hvort Grindvíkingar hefðu getað gert betur sóknarlega. „Já klárlega, við vorum að klúðra mjög mörgum kjánalegum layup-um í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum skorað úr opnu þristunum sem við fengum þá hefðum við stungið þá af.“ „Ég veit ekki hvort það hafi verið taugarnar í mönnum sem gerðu þetta að verkum. Við spiluðum flotta vörn, menn voru ekki að fá neinar heimskulegar villur. Mér fannst kannski tæknivillurnar vera frekar ódýrar, ég heyrði ekki hvað menn voru að segja en mér fannst það ekki mikið.“Sverrir Þór Sverrisson: Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld Hvað gerir Sverrir Þór Sverrisson ef Keflavík-b og Grindavík mætast í 8-liða úrslitum bikarsins? „Þá verð ég að stjórna Grindavík, þar sem ég er í vinnu þar“, sagði þjálfari Grindavíkur eftir leik í kvöld. „Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld. Við vorum ekki að spila neinn glimrandi körfubolta, það var fullt af töpuðum boltum og við vorum ekki að hitta neitt sérstaklega vel en við héldum alltaf áfram þótt við værum að stöggla inn á milli. Það var það sem þetta snerist um að halda haus allant tímann og klára þetta með sæmd.“ „Það gæti verið að taugarnar hafi spilað inn í hjá mönnum, náttúrulega mikið undir. Bæði liðin mættu hérna í dag og ætluðu sér áfram í bikarnum og ætla sér stóra hluti í vetur. Eflaust hefur spennustigið eitthvað farið með það en það vill oft verða í svona leikjum.“ Þetta var annar leikurinn í röð sem Grindvíkingar spila leik þar sem körfuboltinn er ekki fallegur en vinna samt. Hefur Sverri áhyggjur af stöðu mála? „Nei, í þessum leik fengum við fullt af galopnum skotum sem við hittum ekki en á meðan við getum unnið leiki án þess að vera að skora eitthvað rosalega mikið, því við erum að halda hinu liðinu í lágri stigtölu þá er það fínt. Mér finnst við eiga mjög mikið inni, við eigum að geta gert betur en þetta en á meðan það er að skila sigri þá er það jákvætt. Við erum að vinna í því í hverri viku að bæta okkur og verða betri og toppa þegar líður á tímabilið. Sú vinna heldur bara áfram.“ Sverrir sagðist alveg vita við hverju var að búast af Keflvíkingunum. „Þetta eru mjög svipuð lið og ég bjóst bara við hörkuleik eins og raunin varð. Það kom kannski ekkert á óvart, ég vissi að þeir eru góðir og þeir eru búnir að sýna það í vetur en við höfðum vinninginn í kvöld og það er það sem þetta snýst um. Við erum að fara að mæta þeim aftur eftir nokkra daga þannig að það verður aftur harka í þessu.“ „Við erum komnir áfram í bikarnum og það verður ekki spilað fyrr en í janúar í honum þannig að við verðum að fara að einbeita okkur aftur að deildinni.“Andy Johnston: Við þurfum að nýta fleiri skot Aðspurður um hvað hafi gerst hjá Keflvíkingum þannig að þeir töpuðu sagði Andy Johnston: „Við þurfum að nýta fleiri skot. Vörnin er góð hjá okkur, við fáum fæst stig á okkur í deildinni og hún var góð hjá okkur aftur í kvöld. Undir lokin skiluðu Grindvíkingar körfum ofan í og hrósa ég þeim fyrir það. Við klikkuðum á opnum skotum og vítaskotum og vorum með tækifæri til að stinga af þegar við vorum yfir undir lok leiks en við nýttum það ekki.“ „Grindavík er hæfileikaríkt lið, vel þjálfaðir og eitt af liðunum, ásamt okkur sem getur unnið mótið. Þeir náðu okkur í kvöld en þetta snýst um að nýta skotin og auka sjálfstraust okkar manna. Vörnin var góð í kvöld þannig að ég get ekki horft á framlag leikmanna sem ástæðu fyrir tapinu. Við erum í smá lægð en við rífum okkur upp aftur.“ Andy hefur ekki áhyggjur af því að leikurinn í kvöld hafi verið annar leikurinn í röð sem lið hans skorar ekki nema 68 stig. „Allir leikir spilast misjafnlega, við erum í smá lægð sóknarlega en við leyfðum Haukum einungis að skora 63 stig, þannig að það eru tvær hliðar á peningnum. Við erum að dekka fólk virkilega vel en við þurfum að ná sókninni upp aftur.“ Um hvort hann þurfti að gera einhverjar breytingar fyrir leikinn á fimmtudag sagði Andy: „Ég á eftir að horfa á þennan leik aftur og það verða væntanlega einhverjar breytingar. Þetta snýst um að bæta framkvæmd sóknanna, hitta betur og nýta vítin betur. Ég veit ekki hversu mörgum vítum við klúðruðum í seinasta fjórðung en ef við hefðum nýtt þau þá hefðum við væntanlega unnið í kvöld. Við verðum að hitta úr vítum og opnum skotunum en varnarlega erum við nokkuð góðir.“Keflavík-Grindavík 68-72 (16-15, 15-21, 16-11, 21-25)Keflavík: Michael Craion 22/14 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 12/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 8/7 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Guðmundur Jónsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Ólafur Geir Jónsson 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2/10 fráköst, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Bein textalýsing: 4. leikhluti | 68-72: Clinch nýtti bæði vítin en Darrel Lewis setti niður þriggja stiga körfu og síðan var brotið og Þorleifur Ólafsson fer á línuna og nýtir bæði vítin. þar með lýkur leiknum og Grindvíkingar verða í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit. 4. leikhluti | 64-68: Craion nýtti annað víti af tveimur og brýtur síðan á Clinch til að senda hann á línuna þegar 14 sek eru eftir. 4. leikhluti | 64-68: Aftur dómaraleikhlé en það er eitthvað klikk á stigatöflunni og ég bara veit ekki hvað mikið er eftir af leiknum gætu verið um 20 sek. 4. leikhluti | 64-68: Keflavík stal boltanum en Þröstur Jóhannsson fór upp í þriggja stiga skot sem geigaði. Arnar Freyr Jónsson brýtur á Þorleifi Ólafss. og sendir hann á vítalínuna. Annað vítið fer niður. 26 sek. eftir. 4. leikhluti | 64-67: Sigurður Þorsteinsson kemur gestunum þremur stigum yfir og Keflvíkingar taka leikhlé þegar 56 sek. eru eftir. 4. leikhluti | 64-65: Usss, Michael Craion stelur boltanum og kastar honum fram á Darrel Lewis sem bjargar boltanum frá því að fara út af á Craion sem nær sér í villu og fer á vítalínuna. Hvorugt vítið fer niður. 1:39 eftir 4. leikhluti | 64-65: Liðin skiptast á að skora, Lewis Clinch með stórann þrist fyrir gestina og Craion fyrir heimamenn. 2:25 eftir og nánast óbærileg spenna. 4. leikhluti | 62-62: Ólafur Ólafsson kemur gestunum yfir en sýnir ögrandi tilburði og fær tæknivillu að launum. Darrel Lewis nýtir bæði vítin. 3:18 eftir. 4. leikhluti | 60-60: Spennan er í hámarki, jafnt aftur. 3:54 eftir. 4. leikhluti | 60-58: Dómararnir taka leikhlé þegar 4:06 eru eftir, það var einhver ruglingur á stigatöflunni varðandi villur. 4. leikhluti | 60-58: Skotklukkan nýtt til fullnustu hjá heimamönnum, Darrel Lewis skoraði langa tveggja stiga körfu þegar skotklukkan rann út. 4:20 eftir. 4. leikhluti | 58-58: Enn og aftur er jafnt, Ólafur Ólafsson jafnar þegar 4:37 eru eftir. 4. leikhluti | 58-56: Gunnar Ólafsson kemur heimamönnum fjórum stigum yfir þegar 6:02 eru eftir. Jóhann Árni minnkar síðan muninn. 5:53 eftir. 4. leikhluti | 56-54: Craion kom heimamönnum yfir og svo var spiluð rosaleg svæðisvörn af Keflvíkingum og Grindavík tapar boltanum. Grindavík tekur leikhlé þegar 6:24 eru eftir. 4. leikhluti | 54-54: Jóhann Árni með risa þrist fyrir gestina og hann jafnar leikinn. 7:29 eftir. 4. leikhluti | 54-51: Lokafjórðungurinn er hafinn og liðin hafa skipst á að skora en Keflvíkingar hafa skorað síðustu fjögur stig. 8:19 eftir. 3. leikhluti | 47-47: Fjórðungnum lýkur og það er jafnt fyrir lokaátökin, eitthvað segir mér að það verði ekki kominn sigurvegari fyrr en að allar 40 mínúturnar eru liðnar og jafnvel seinna. 3. leikhluti | 47-47: Skemmtilegt gegnumbrot hjá Vali Valssyni og enn er jafnt. 28 sek. eftir. 3. leikhluti | 45-45: Lewis Clinch hefur snúið aftur á völlinn og það er vel. Grindavík er að vinna frákasta baráttuna 29-38, þar af eru 13 þeirra sóknarfráköst. 1:20 eftir. 3. leikhluti | 43-44: Grindvíkingar ná forystunni þegar 3:16 eru eftir. Ólafur Ólafsson kom svífandi að körfunni hirti frákast og lagði boltann ofan í. 3. leikhluti | 43-40: Craion ver skot og Keflvíkingar þeysa í sókn og Guðmundur Jónsson setur niður þriggja stiga körfu. 4:14 eftir. 3. leikhluti | 40-40: Grindavík skorar aðra körfu og enn og aftur er jafnt. 5:14 eftir. 3. leikhluti | 40-38: Jóhann Árni Ólafsson stöðvar sprettinn sem náði 9-0 áður en Jóhann skoraði. 5:38 eftir. 3. leikhluti | 38-36: Grindavík tekur leikhlé þegar 6:14 eru eftir. Sverrir hefur fengið nóg enda lið hans ekki búið að skora og heimamenn hafa aukið ákafann í vörn sinni. 3. leikhluti | 38-36: 7-0 í upphafi hálfleiks fyrir heimamenn. 6:34 eftir. 3. leikhluti | 37-36: Keflvíkingar hafa skorað sex fyrstu stig fjórðungsins. Lewis Clinch hefur misstigið sig illa hann var að haltra útaf. 7:02 eftir. 3. leikhluti | 35-36: Enn eru menn að missa boltann klaufalega. Sigurður Þorsteinsson klúðraði opnu skoti undir körfunni og síðan stígur Gunnar Ólafsson útaf. Lewis Clinch fær síðan villu en hendir boltanum í Arnar Freyr Jónsson og fær tæknivillu að launum. Darrel Lewis nýtir bæði vítin og Keflavík fær boltann aftur. 7:38 eftir. 3. leikhluti | 33-36: Craion skorar fyrstu stig fjórðungsins. 9:28 eftir. 3. leikhluti | 31-36: Seinni hálfleikur hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:59 eftir. 2. leikhluti | 31-36: Keflvíkingar settu upp fyrir eitt lokaskot í hálfleiknum en það gekk ekki eftir. Lágt stigaskor en hátt spennustig í Keflavík í kvöld. Það er kominn hálfleikur. 2. leikhluti | 31-35: Ólafur Ólafsson, Grindavík, hefur átt tvö stórglæsileg varin skot á undanförnum mínútum. Grindvíkingar hafa nýtt sér þessar glæsilegu varnir. 28 sek. eftir. 2. leikhluti | 30-33: Aftur nálgast hitamarkið 100°C, Þorleifur Ólafsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að stöðva hraðaupphlaup. Darrel Lewis nýtti tvö víti og Keflavík fékk boltann aftur. 1:47 eftir. 2. leikhluti | 28-31: Sigurður Þorsteinsson liggur eftir, hann fékk höndina á Craion í andlitið en það var dæmd villa á Sigurð. Hann fær sér sæti á bekknum í kjölfarið. 2:04 eftir. 2. leikhluti | 28-29: Menn eru að gera grundvallarmistök inn á vellinum. Í tvígang hefur til dæmis verið dæmt mok á sitt hvort liðið. 2:35 eftir. 2. leikhluti | 28-29: Keflvíkingar fljótir að svara fyrir sig með fimm stigum í röð en aftur skorar Sigurður Þorsteinsson körfu og fær villu að auki. Vítið fór sömu leið og áðan. 3:19 eftir. 2. leikhluti | 23-26: Sigurður Gunnar Þorsteinsson með góða körfu eftir hraðaupphlaup og fékk villu að auki. Hann nýtti vítaskotið. 4:02 eftir. 2. leikhluti | 23-23: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:47 eru eftir af hálfleiknum. Gestirnir hafa verið að finna körfuna of auðveldlega undanfarið. Jafnt nánast á öllum tölum og spennan í hámarki. 2. leikhluti | 23-21: Greinileg spenna í mönnum í kvöld. Keflavík hefur tapað boltanum 9 sinnum og Grindavík 8 sinnum. 5:21 eftir. 2. leikhluti | 21-21: Ragnar aftur á ferðinni, nú með þriggja stiga körfu en Sigurður Þorsteinss. svarar um hæl og það er jafnt. 6:16 eftir. 2. leikhluti | 18-19: Ragnar Albertsson kvittar fyrir sig með eigin glæsikörfu og það er eins stigs munur. 7:32 eftir. 2. leikhluti | 16-17: Sigurður Þorsteinsson hefur stigaskorið í öðrum fjórðung með því að troða yfir Ragnar Albertsson. 8:55 eftir. 2. leikhluti | 16-15: Annar leikhlutinn hafinn, lengi megi lætin halda áfram í TM-höllinni. 9:59 eftir. 1. leikhluti | 16-15: Arnar Freyr kemur heimamönnum yfir með þriggja stiga körfu þegar 23 sek. eru eftir og leikhlutinn rennur síðan út. Mikil læti í áhorfendum undir lok leiks sem og þjálfurum liðanna sem höfðu eitthvað út á dómgæsluna að setja. 1. leikhluti | 13-15: Þetta er orðið hörkuleikur, menn eru að henda sér á eftir boltanum á milli þess sem stórar körfur detta. 1 mín. eftir. 1. leikhluti | 7-10: Lewis Clinch skorar sína aðra þriggja stiga körfu í leiknum og er kominn með 9 stig. Arnar Freyr Jónsson svarar í sömu mynt og fiskar síðan ruðning á Ólaf Ólafsson. 2:10 eftir. 1. leikhluti | 7-10: Bæði liðin eru byrjuð, Michael Craion rífur niður sóknarfrákast og skilar boltanum í körfuna og munurinn kominn niður í þrjú stig. 3:45 eftir. 1. leikhluti | 3-10: Sigurður Gunnar Þorsteinsson troðslutilraun sem skoppar af hringnum og síðan ofan í en Þröstur Jóhannsson svarar um hæl með góðri körfu. 4:13 eftir. 1. leikhluti | 3-8: valur Orri Valsson skorar fyrstu körfu heimamanna utan af velli. 5:06 eftir. 1. leikhluti | 1-8: Loksins komast heimamenn á blað, Darrel Lewis sendir eitt víti heim. 5:48 eftir. 1. leikhluti | 0-6: Eitthvað er spennustigið að fara með heimamenn, þeir hafa tapað boltanum fimm sinnum og eru ekki enn komnir á blað. 6:36 eftir. 1. leikhluti | 0-6: Grindavík byrjar leikinn á 0-6 sprett þar sem Clinch hefur skorað öll stigin. 7:33 eftir. 1. leikhluti | 0-3: Lewis Clinch opnar leikinn með þriggja stiga körfu fyrir gestina. 8:20 eftir. 1. leikhluti | 0-0: Liðin ná ekki að skora fyrstu mínútuna en hafa fengið fín tækifæri til þess. 8:45 eftir 1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og Keflavík hefur leikinn. 9:55 eftir. Fyrir leik: Tölfræði leiðtogar liðanna eru Michael Craion hjá Keflavík með 17,9 stig að meðaltali ásamt 13,8 fráköstum og stoðsendingahæstur er Arnar Freyr Jónsson með 5,1 stoðsendingu í leik. Hjá Grindavík er Jóhann Árni Ólafsson stigahæstur með 19,1 stig að meðaltali ásamt 3,8 stoðsendingum. Sigurður Gunnarsson hefur síðan hirt flest fráköst eða 9 að meðaltali. Fyrir leik: Í 32-liða úrslitum lagði Keflavík KR-b á útivelli 61-80 og Grindavík lagði Val 76-103 einnig á útivelli. Bæði lið unnu líka leiki sína í seinustu umferð Dominos-deildarinnar. Keflavík lenti í hörkuleik á Ásvöllum en vann Hauka 63-68 á meðan Grindavík lagði hina grannana sína í Njarðvík í hörkuleik 79-75. Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er fyrri hluti tvíhöfða milli þessara liða. Í kvöld er það bikarinn og næstkomandi fimmtudag er það sömu lið í Dominos-deildinni. Fyrir leik: Það gerist ekki mikið betra en það sem er á boðstólnum í kvöld. Suðurnesjaslagur milli liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar og liðið sem tapar dettur úr keppni um einn af bikurunum sem í boði eru í vetur. Bæði lið hafa væntanlega metnað fyrir því að fara sem lengst í öllum keppnum vetrarins.Fyrir leik: Velkomin í TM-höllina en við ætlum að fylgjast með bikarslag Keflavíkur og Grindavíkur í 16-liða úrslitum í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Grindavík tryggði sér í kvöld sæti í átta liða úrslitum í bikarkeppni KKÍ eftir magnaðan sigur á nágrönnum sínum í Keflavík. Leikurinn var jafn og hörkuspennandi eins og búist var við. Taugarnar virtust vera þandar hjá leikmönnum en þeir frekar en allir aðrir hafa gert sér grein fyrir mikilvægi þess að tapa ekki í kvöld og þar með detta út úr bikarkeppninni. Heimamenn voru spenntari þó ef eitthvað var á upphafsmínútunum enda skoruðu þeir ekki körfu fyrr en rúmar fjórar mínútur voru liðnar af leiknum. Grindavík hafði þá skorað átta stig en féllu síðan í sömu gryfju og heimamenn þegar þeir hættu að hitta skotunum sínum og Keflavík hægt en örugglega náðu þeim og komust yfir þegar lítið var eftir af fyrsta leikhluta sem endaði 16-15 heimamönnum í vil. Það var hiti í leikmönnum sem og þjálfurum og áhorfendum undir lok hálfleiksins þegar bæði lið urðu ósátt við dómgæsluna og voru mikil læti í höllinni. Gestirnir byrjuðu annan leikhlutann betur og skoruðu fyrstu fjögur stigin í leikhlutanum. Ragnar Gerald Albertsson kvittaði þá hressilega fyrir heimamenn en hann skoraði þá fimm stig í röð og kom heimamönnum yfir aftur en gestirnir voru snöggir að svara fyrir sig og jafna. Þá var jafnt í nokkrar mínútur en undir lok hálfleiksins sigu Grindvíkingar framúr og endaði fjórðungurinn á því að gestirnir höfðu fimm stiga forystu 31-35. Eins og áður sagði var mikill taugtitringur í mönnum í upphafi leiks og til marks um það höfðu heimamenn tapað boltanum 11 sinnum og gestirnir 12 sinnum þegar gengið var til búningsherbergja. Stigahæstir í hálfleik voru Michael Craion með sjö stig fyrir Keflavík. Hjá Grindvíkingum voru Lewis Clinch og Sigurður Gunnar Þorsteinsson báðir með 12 stig. Seinni hálfleikur var ekki síður spennandi en sá fyrri. Taugar manna virstust ennþá vera þandar til hins ýtrasta og voru menn að klúðra opnum skotum undir körfunni eða missa boltann klaufalega. Heimamenn byrjuðu þriðja fjórðung þó betur og fóru á 9-0 sprett í upphafi fjórðungs og voru rúmlega fjórar mínútur liðnar áður en Grindvíkingar komust á blað. Heimamenn komust fjórum stigum yfir eftir sprettinn en Grindvíkingar svöruðu með fjórum stigum og jöfnuðu leikinn í 40-40. Liðin skiptust þá á að skora það sem eftir lifði fjórðungs og þegar flautan gall eftir þriðja leikhluta þá var staðan 47-47 og spennan í hámarki. Fjórði leikhluti byrjaði eins og sá þriðji endaði liðin skiptust á að skora og jafnt var á öllum tölum alveg þangað til staðan var 64-65 fyri gestina en þá skoruðu Grindvíkingar næstu fimm stig og sigu þar með framúr Keflvíkingum sem þurftu að bregða á það ráð að brjóta, til að freista þess að gestirnir klúðruðu á vítalínunni. Grindvíkingar voru hinsvegar mjög öruggir á vítalínunni og náðu að klára leikinn 68-72. Með sigrinum tryggðu Grindvíkingar sér farseðil í 8-liða úrslit bikarsins. Leikurinn lofaði góðu á pappírnum fræga fyrir leik og urðu þeir sem voru viðstaddir ekki fyrir vonbrigðum. Mikil spenna nánast allan leikinn og barátta sem kom kannski niður á gæðum körfuboltans en þegar grannalið mætast er einmitt hætt við því. Atkvæðamestu menn má sjá hér að neðan.Sigurður Gunnar Þorsteinsson: Alltaf gaman að vinna í Keflavík „Sigurinn var mjög sætur, það er náttúrulega gífurlega erfitt að koma hingað og spila. Ég á einhverjar smá rætur hér þannig að það er alltaf gaman að vinna í Keflavík“, sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson eftir leik í Keflavík í kvöld. Aðspurður um hvað hafi skapað sigurinn sagði Sigurður: „Vörnin, ég meina að halda þeim í 68 stigum á heimavelli tel ég bara virkilega gott“, og í kjölfarið var hann spurður hvort Grindvíkingar hefðu getað gert betur sóknarlega. „Já klárlega, við vorum að klúðra mjög mörgum kjánalegum layup-um í byrjun seinni hálfleiks og ef við hefðum skorað úr opnu þristunum sem við fengum þá hefðum við stungið þá af.“ „Ég veit ekki hvort það hafi verið taugarnar í mönnum sem gerðu þetta að verkum. Við spiluðum flotta vörn, menn voru ekki að fá neinar heimskulegar villur. Mér fannst kannski tæknivillurnar vera frekar ódýrar, ég heyrði ekki hvað menn voru að segja en mér fannst það ekki mikið.“Sverrir Þór Sverrisson: Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld Hvað gerir Sverrir Þór Sverrisson ef Keflavík-b og Grindavík mætast í 8-liða úrslitum bikarsins? „Þá verð ég að stjórna Grindavík, þar sem ég er í vinnu þar“, sagði þjálfari Grindavíkur eftir leik í kvöld. „Barátta og flottur liðsandi skilaði þessu í kvöld. Við vorum ekki að spila neinn glimrandi körfubolta, það var fullt af töpuðum boltum og við vorum ekki að hitta neitt sérstaklega vel en við héldum alltaf áfram þótt við værum að stöggla inn á milli. Það var það sem þetta snerist um að halda haus allant tímann og klára þetta með sæmd.“ „Það gæti verið að taugarnar hafi spilað inn í hjá mönnum, náttúrulega mikið undir. Bæði liðin mættu hérna í dag og ætluðu sér áfram í bikarnum og ætla sér stóra hluti í vetur. Eflaust hefur spennustigið eitthvað farið með það en það vill oft verða í svona leikjum.“ Þetta var annar leikurinn í röð sem Grindvíkingar spila leik þar sem körfuboltinn er ekki fallegur en vinna samt. Hefur Sverri áhyggjur af stöðu mála? „Nei, í þessum leik fengum við fullt af galopnum skotum sem við hittum ekki en á meðan við getum unnið leiki án þess að vera að skora eitthvað rosalega mikið, því við erum að halda hinu liðinu í lágri stigtölu þá er það fínt. Mér finnst við eiga mjög mikið inni, við eigum að geta gert betur en þetta en á meðan það er að skila sigri þá er það jákvætt. Við erum að vinna í því í hverri viku að bæta okkur og verða betri og toppa þegar líður á tímabilið. Sú vinna heldur bara áfram.“ Sverrir sagðist alveg vita við hverju var að búast af Keflvíkingunum. „Þetta eru mjög svipuð lið og ég bjóst bara við hörkuleik eins og raunin varð. Það kom kannski ekkert á óvart, ég vissi að þeir eru góðir og þeir eru búnir að sýna það í vetur en við höfðum vinninginn í kvöld og það er það sem þetta snýst um. Við erum að fara að mæta þeim aftur eftir nokkra daga þannig að það verður aftur harka í þessu.“ „Við erum komnir áfram í bikarnum og það verður ekki spilað fyrr en í janúar í honum þannig að við verðum að fara að einbeita okkur aftur að deildinni.“Andy Johnston: Við þurfum að nýta fleiri skot Aðspurður um hvað hafi gerst hjá Keflvíkingum þannig að þeir töpuðu sagði Andy Johnston: „Við þurfum að nýta fleiri skot. Vörnin er góð hjá okkur, við fáum fæst stig á okkur í deildinni og hún var góð hjá okkur aftur í kvöld. Undir lokin skiluðu Grindvíkingar körfum ofan í og hrósa ég þeim fyrir það. Við klikkuðum á opnum skotum og vítaskotum og vorum með tækifæri til að stinga af þegar við vorum yfir undir lok leiks en við nýttum það ekki.“ „Grindavík er hæfileikaríkt lið, vel þjálfaðir og eitt af liðunum, ásamt okkur sem getur unnið mótið. Þeir náðu okkur í kvöld en þetta snýst um að nýta skotin og auka sjálfstraust okkar manna. Vörnin var góð í kvöld þannig að ég get ekki horft á framlag leikmanna sem ástæðu fyrir tapinu. Við erum í smá lægð en við rífum okkur upp aftur.“ Andy hefur ekki áhyggjur af því að leikurinn í kvöld hafi verið annar leikurinn í röð sem lið hans skorar ekki nema 68 stig. „Allir leikir spilast misjafnlega, við erum í smá lægð sóknarlega en við leyfðum Haukum einungis að skora 63 stig, þannig að það eru tvær hliðar á peningnum. Við erum að dekka fólk virkilega vel en við þurfum að ná sókninni upp aftur.“ Um hvort hann þurfti að gera einhverjar breytingar fyrir leikinn á fimmtudag sagði Andy: „Ég á eftir að horfa á þennan leik aftur og það verða væntanlega einhverjar breytingar. Þetta snýst um að bæta framkvæmd sóknanna, hitta betur og nýta vítin betur. Ég veit ekki hversu mörgum vítum við klúðruðum í seinasta fjórðung en ef við hefðum nýtt þau þá hefðum við væntanlega unnið í kvöld. Við verðum að hitta úr vítum og opnum skotunum en varnarlega erum við nokkuð góðir.“Keflavík-Grindavík 68-72 (16-15, 15-21, 16-11, 21-25)Keflavík: Michael Craion 22/14 fráköst/6 stoðsendingar/5 stolnir, Darrel Keith Lewis 12/8 fráköst, Gunnar Ólafsson 8/7 fráköst, Valur Orri Valsson 7, Arnar Freyr Jónsson 6, Ragnar Gerald Albertsson 5, Guðmundur Jónsson 3, Hafliði Már Brynjarsson 3, Þröstur Leó Jóhannsson 2, Ólafur Geir Jónsson 0, Andri Daníelsson 0, Almar Stefán Guðbrandsson 0.Grindavík: Sigurður Gunnar Þorsteinsson 20/11 fráköst, Earnest Lewis Clinch Jr. 17/5 fráköst/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 12/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 10/6 fráköst, Ólafur Ólafsson 8/10 fráköst, Þorleifur Ólafsson 3, Jón Axel Guðmundsson 2/10 fráköst, Nökkvi Harðarson 0, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.Bein textalýsing: 4. leikhluti | 68-72: Clinch nýtti bæði vítin en Darrel Lewis setti niður þriggja stiga körfu og síðan var brotið og Þorleifur Ólafsson fer á línuna og nýtir bæði vítin. þar með lýkur leiknum og Grindvíkingar verða í pottinum þegar dregið er í 8-liða úrslit. 4. leikhluti | 64-68: Craion nýtti annað víti af tveimur og brýtur síðan á Clinch til að senda hann á línuna þegar 14 sek eru eftir. 4. leikhluti | 64-68: Aftur dómaraleikhlé en það er eitthvað klikk á stigatöflunni og ég bara veit ekki hvað mikið er eftir af leiknum gætu verið um 20 sek. 4. leikhluti | 64-68: Keflavík stal boltanum en Þröstur Jóhannsson fór upp í þriggja stiga skot sem geigaði. Arnar Freyr Jónsson brýtur á Þorleifi Ólafss. og sendir hann á vítalínuna. Annað vítið fer niður. 26 sek. eftir. 4. leikhluti | 64-67: Sigurður Þorsteinsson kemur gestunum þremur stigum yfir og Keflvíkingar taka leikhlé þegar 56 sek. eru eftir. 4. leikhluti | 64-65: Usss, Michael Craion stelur boltanum og kastar honum fram á Darrel Lewis sem bjargar boltanum frá því að fara út af á Craion sem nær sér í villu og fer á vítalínuna. Hvorugt vítið fer niður. 1:39 eftir 4. leikhluti | 64-65: Liðin skiptast á að skora, Lewis Clinch með stórann þrist fyrir gestina og Craion fyrir heimamenn. 2:25 eftir og nánast óbærileg spenna. 4. leikhluti | 62-62: Ólafur Ólafsson kemur gestunum yfir en sýnir ögrandi tilburði og fær tæknivillu að launum. Darrel Lewis nýtir bæði vítin. 3:18 eftir. 4. leikhluti | 60-60: Spennan er í hámarki, jafnt aftur. 3:54 eftir. 4. leikhluti | 60-58: Dómararnir taka leikhlé þegar 4:06 eru eftir, það var einhver ruglingur á stigatöflunni varðandi villur. 4. leikhluti | 60-58: Skotklukkan nýtt til fullnustu hjá heimamönnum, Darrel Lewis skoraði langa tveggja stiga körfu þegar skotklukkan rann út. 4:20 eftir. 4. leikhluti | 58-58: Enn og aftur er jafnt, Ólafur Ólafsson jafnar þegar 4:37 eru eftir. 4. leikhluti | 58-56: Gunnar Ólafsson kemur heimamönnum fjórum stigum yfir þegar 6:02 eru eftir. Jóhann Árni minnkar síðan muninn. 5:53 eftir. 4. leikhluti | 56-54: Craion kom heimamönnum yfir og svo var spiluð rosaleg svæðisvörn af Keflvíkingum og Grindavík tapar boltanum. Grindavík tekur leikhlé þegar 6:24 eru eftir. 4. leikhluti | 54-54: Jóhann Árni með risa þrist fyrir gestina og hann jafnar leikinn. 7:29 eftir. 4. leikhluti | 54-51: Lokafjórðungurinn er hafinn og liðin hafa skipst á að skora en Keflvíkingar hafa skorað síðustu fjögur stig. 8:19 eftir. 3. leikhluti | 47-47: Fjórðungnum lýkur og það er jafnt fyrir lokaátökin, eitthvað segir mér að það verði ekki kominn sigurvegari fyrr en að allar 40 mínúturnar eru liðnar og jafnvel seinna. 3. leikhluti | 47-47: Skemmtilegt gegnumbrot hjá Vali Valssyni og enn er jafnt. 28 sek. eftir. 3. leikhluti | 45-45: Lewis Clinch hefur snúið aftur á völlinn og það er vel. Grindavík er að vinna frákasta baráttuna 29-38, þar af eru 13 þeirra sóknarfráköst. 1:20 eftir. 3. leikhluti | 43-44: Grindvíkingar ná forystunni þegar 3:16 eru eftir. Ólafur Ólafsson kom svífandi að körfunni hirti frákast og lagði boltann ofan í. 3. leikhluti | 43-40: Craion ver skot og Keflvíkingar þeysa í sókn og Guðmundur Jónsson setur niður þriggja stiga körfu. 4:14 eftir. 3. leikhluti | 40-40: Grindavík skorar aðra körfu og enn og aftur er jafnt. 5:14 eftir. 3. leikhluti | 40-38: Jóhann Árni Ólafsson stöðvar sprettinn sem náði 9-0 áður en Jóhann skoraði. 5:38 eftir. 3. leikhluti | 38-36: Grindavík tekur leikhlé þegar 6:14 eru eftir. Sverrir hefur fengið nóg enda lið hans ekki búið að skora og heimamenn hafa aukið ákafann í vörn sinni. 3. leikhluti | 38-36: 7-0 í upphafi hálfleiks fyrir heimamenn. 6:34 eftir. 3. leikhluti | 37-36: Keflvíkingar hafa skorað sex fyrstu stig fjórðungsins. Lewis Clinch hefur misstigið sig illa hann var að haltra útaf. 7:02 eftir. 3. leikhluti | 35-36: Enn eru menn að missa boltann klaufalega. Sigurður Þorsteinsson klúðraði opnu skoti undir körfunni og síðan stígur Gunnar Ólafsson útaf. Lewis Clinch fær síðan villu en hendir boltanum í Arnar Freyr Jónsson og fær tæknivillu að launum. Darrel Lewis nýtir bæði vítin og Keflavík fær boltann aftur. 7:38 eftir. 3. leikhluti | 33-36: Craion skorar fyrstu stig fjórðungsins. 9:28 eftir. 3. leikhluti | 31-36: Seinni hálfleikur hafinn og það eru gestirnir sem hefja leik. 9:59 eftir. 2. leikhluti | 31-36: Keflvíkingar settu upp fyrir eitt lokaskot í hálfleiknum en það gekk ekki eftir. Lágt stigaskor en hátt spennustig í Keflavík í kvöld. Það er kominn hálfleikur. 2. leikhluti | 31-35: Ólafur Ólafsson, Grindavík, hefur átt tvö stórglæsileg varin skot á undanförnum mínútum. Grindvíkingar hafa nýtt sér þessar glæsilegu varnir. 28 sek. eftir. 2. leikhluti | 30-33: Aftur nálgast hitamarkið 100°C, Þorleifur Ólafsson fékk dæmda á sig óíþróttamannslega villu fyrir að stöðva hraðaupphlaup. Darrel Lewis nýtti tvö víti og Keflavík fékk boltann aftur. 1:47 eftir. 2. leikhluti | 28-31: Sigurður Þorsteinsson liggur eftir, hann fékk höndina á Craion í andlitið en það var dæmd villa á Sigurð. Hann fær sér sæti á bekknum í kjölfarið. 2:04 eftir. 2. leikhluti | 28-29: Menn eru að gera grundvallarmistök inn á vellinum. Í tvígang hefur til dæmis verið dæmt mok á sitt hvort liðið. 2:35 eftir. 2. leikhluti | 28-29: Keflvíkingar fljótir að svara fyrir sig með fimm stigum í röð en aftur skorar Sigurður Þorsteinsson körfu og fær villu að auki. Vítið fór sömu leið og áðan. 3:19 eftir. 2. leikhluti | 23-26: Sigurður Gunnar Þorsteinsson með góða körfu eftir hraðaupphlaup og fékk villu að auki. Hann nýtti vítaskotið. 4:02 eftir. 2. leikhluti | 23-23: Keflavík tekur leikhlé þegar 4:47 eru eftir af hálfleiknum. Gestirnir hafa verið að finna körfuna of auðveldlega undanfarið. Jafnt nánast á öllum tölum og spennan í hámarki. 2. leikhluti | 23-21: Greinileg spenna í mönnum í kvöld. Keflavík hefur tapað boltanum 9 sinnum og Grindavík 8 sinnum. 5:21 eftir. 2. leikhluti | 21-21: Ragnar aftur á ferðinni, nú með þriggja stiga körfu en Sigurður Þorsteinss. svarar um hæl og það er jafnt. 6:16 eftir. 2. leikhluti | 18-19: Ragnar Albertsson kvittar fyrir sig með eigin glæsikörfu og það er eins stigs munur. 7:32 eftir. 2. leikhluti | 16-17: Sigurður Þorsteinsson hefur stigaskorið í öðrum fjórðung með því að troða yfir Ragnar Albertsson. 8:55 eftir. 2. leikhluti | 16-15: Annar leikhlutinn hafinn, lengi megi lætin halda áfram í TM-höllinni. 9:59 eftir. 1. leikhluti | 16-15: Arnar Freyr kemur heimamönnum yfir með þriggja stiga körfu þegar 23 sek. eru eftir og leikhlutinn rennur síðan út. Mikil læti í áhorfendum undir lok leiks sem og þjálfurum liðanna sem höfðu eitthvað út á dómgæsluna að setja. 1. leikhluti | 13-15: Þetta er orðið hörkuleikur, menn eru að henda sér á eftir boltanum á milli þess sem stórar körfur detta. 1 mín. eftir. 1. leikhluti | 7-10: Lewis Clinch skorar sína aðra þriggja stiga körfu í leiknum og er kominn með 9 stig. Arnar Freyr Jónsson svarar í sömu mynt og fiskar síðan ruðning á Ólaf Ólafsson. 2:10 eftir. 1. leikhluti | 7-10: Bæði liðin eru byrjuð, Michael Craion rífur niður sóknarfrákast og skilar boltanum í körfuna og munurinn kominn niður í þrjú stig. 3:45 eftir. 1. leikhluti | 3-10: Sigurður Gunnar Þorsteinsson troðslutilraun sem skoppar af hringnum og síðan ofan í en Þröstur Jóhannsson svarar um hæl með góðri körfu. 4:13 eftir. 1. leikhluti | 3-8: valur Orri Valsson skorar fyrstu körfu heimamanna utan af velli. 5:06 eftir. 1. leikhluti | 1-8: Loksins komast heimamenn á blað, Darrel Lewis sendir eitt víti heim. 5:48 eftir. 1. leikhluti | 0-6: Eitthvað er spennustigið að fara með heimamenn, þeir hafa tapað boltanum fimm sinnum og eru ekki enn komnir á blað. 6:36 eftir. 1. leikhluti | 0-6: Grindavík byrjar leikinn á 0-6 sprett þar sem Clinch hefur skorað öll stigin. 7:33 eftir. 1. leikhluti | 0-3: Lewis Clinch opnar leikinn með þriggja stiga körfu fyrir gestina. 8:20 eftir. 1. leikhluti | 0-0: Liðin ná ekki að skora fyrstu mínútuna en hafa fengið fín tækifæri til þess. 8:45 eftir 1. leikhluti | 0-0: Leikurinn er hafinn og Keflavík hefur leikinn. 9:55 eftir. Fyrir leik: Tölfræði leiðtogar liðanna eru Michael Craion hjá Keflavík með 17,9 stig að meðaltali ásamt 13,8 fráköstum og stoðsendingahæstur er Arnar Freyr Jónsson með 5,1 stoðsendingu í leik. Hjá Grindavík er Jóhann Árni Ólafsson stigahæstur með 19,1 stig að meðaltali ásamt 3,8 stoðsendingum. Sigurður Gunnarsson hefur síðan hirt flest fráköst eða 9 að meðaltali. Fyrir leik: Í 32-liða úrslitum lagði Keflavík KR-b á útivelli 61-80 og Grindavík lagði Val 76-103 einnig á útivelli. Bæði lið unnu líka leiki sína í seinustu umferð Dominos-deildarinnar. Keflavík lenti í hörkuleik á Ásvöllum en vann Hauka 63-68 á meðan Grindavík lagði hina grannana sína í Njarðvík í hörkuleik 79-75. Fyrir leik: Leikurinn í kvöld er fyrri hluti tvíhöfða milli þessara liða. Í kvöld er það bikarinn og næstkomandi fimmtudag er það sömu lið í Dominos-deildinni. Fyrir leik: Það gerist ekki mikið betra en það sem er á boðstólnum í kvöld. Suðurnesjaslagur milli liðanna í 2. og 3. sæti deildarinnar og liðið sem tapar dettur úr keppni um einn af bikurunum sem í boði eru í vetur. Bæði lið hafa væntanlega metnað fyrir því að fara sem lengst í öllum keppnum vetrarins.Fyrir leik: Velkomin í TM-höllina en við ætlum að fylgjast með bikarslag Keflavíkur og Grindavíkur í 16-liða úrslitum í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Fótbolti Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum