Sport

Helgi og Thelma Björg best úr röðum fatlaðra

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íþróttasamband fatlaðra hefur útnefnt þau Helga Sveinsson, Ármanni, og Thelmu Björg Björnsdóttur, ÍFR, íþróttamenn ársins úr röðum fatlaðra.

Bæði hljóta útnefninguna nú í fyrsta sinn en Helgi varð í sumar heimsmeistari í spjótkasti í fötlunarflokki F42 þegar að HM fatlaðra í frjálsíþróttum fór fram í Lyon í Frakklandi. Hann er fyrsti karlkyns frjálsíþróttamaðurinn sem er valinn íþróttamaður ársins hjá ÍF.

Sundkonan Thelma er í fremstu röð á heimsvísu í sínum fötlunarflokki, S6, og setti á árinu 38 ný Íslandsmet. Hún komst í úrslit í öllum þeim greinum sem hún keppti í á HM fatlaðra í sund en besti árangur hennar á mótinu var fimmta sætið í 400 m skriðsundi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×