Apple hefur keypt greiningarfyrirtækið Topsy en það greinir samskipti á samfélagssmiðlinum Twitter og reynir að greina umræðuefnið út frá lykilorðum. VB greinir frá þessu.
Ekkert hefur verið upp um kaupverðið en Wall Street Journal segir það vera í kringum 200 milljónir dollara, jafnvirði tæplega 24 milljarða íslenskra króna.
Þetta er annað fyrirtækið sem bandaríski hátæknirisinn Apple kaupir á stuttum tíma en í síðustu viku keypti það fyrirtækið PrimeSense sem hefur þróað tækni sem skynjar hreyfingu. Kaupverðið á PrimeSense nam 350 milljónum dollara.
AP-fréttastofan hefur eftir talskonu Apple að þau kaupi lítil fyrirtæki endrum og eins.
Apple kaupir lítil tæknifyrirtæki
