Stuðningsmenn Seattle Seahawks í NFL-deildinni eru þekktir þar í borg sem tólfti maðurinn og er það sannarlega réttmæt nafnbót.
Seattle spilaði afar mikilvægan leik gegn New Orleans Saints á mánudagskvöldið og vann sannfærandi sigur, 34-7. Leikstjórnandi Saints, Drew Brees, er einn öflugasti leikmaður deildarinnar en náði sér engan veginn á strik.
Hluti af ástæðunni er án nokkurs vafa lætin sem stuðningsmenn Seattle framkalla á heimaleikjum liðsins. Leikstjórnendur þurfa oft að koma mikilvægum skilaboðum til félaga sinna á milli leikkerfa og það er erfitt þegar að hávaðinn er mikill.
Stuðningsmenn Seattle létu öllum illum látum á mánudagskvöldið - hoppuðu og öskruðu látlaust þannig að stúkan titraði. Nálægir jarðskjálftamælar urðu varir við lætin og mældu vægan jarðskjálfta fimm sinnum í leiknum.
CenturyLink Field, heimavöllur Seattle, er nú þegar í heimsmetabók Guinnes sem háværasti heimavöllur heims.
Læti áhorfenda á Richter-skalanum
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið

„Þetta félag mun aldrei deyja“
Enski boltinn

„Við erum of mistækir“
Handbolti

Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér
Enski boltinn


LeBron frá í vikur frekar en daga
Körfubolti



Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti

„Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“
Enski boltinn

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn