Seattle ósigrandi á heimavelli Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. desember 2013 08:26 Russell Wilson fagnar sigrinum í nótt. Mynd/AP Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum. NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Russell Wilson og félagar hans í Seattle Seahawks sýndu að þeir eru til alls líklegir í úrslitakeppninni í NFL-deildinni í Bandaríkjunum eftir afar sannfærandi sigur á New Orleans Saints á heimavelli. Seattle vann uppgjör tveggja sterkustu liða Þjóðardeildarinnar (NFC) í mánudagsleik NFL-deildarinnar í nótt, 34-7, og tryggði sér þar með sæti í úrslitakeppninni sem hefst í janúar. Seattle hefur aðeins tapað einum leik allt tímabilið og er með besta árangur allra liða í deildinni, auk þess að hafa tveggja leikja forystu á önnur lið í NFC. Aðeins stórslys kemur í veg fyrir að Seattle verður með heimaleikjarétt út alla úrslitakeppnina en Seattle tapaði síðast leik á heimavelli árið 2011. Leikstjórnandinn Wilson, sem er á sínu öðru ári í deildinni, var algjörlega magnaður í leiknum og tætti annars sterka vörn Saints í sig. Hann kastaði samtals 310 jarda í leiknum, þar af fyrir þremur snertimörkum. Drew Brees, leikstjórnandi New Orleans, náði sér engan veginn á strik fyrir framan stuðningsmenn Seattle sem eru þekktir fyrir að vera með gríðarleg læti á leikjum síns liðs og gera þar með aðkomaliðum lífið leitt. Brees kastaði aðeins 147 jarda í leiknum en sóknarleikur liðsins komst í raun aldrei í gang. Eina snertimark liðsins skoraði innherjinn Jimmy Graham sem hefur verið jafnbesti leikmaður Saints á tímabilinu. Sókn Saints náði aðeins 188 jördum alls en það er slakasti árangur liðsins undir stjórn Sean Payton sem tók við Saints árið 2006. Saints hefur nú unnið níu af tólf leikjum sínum á tímabilinu og er með næstbesta árangur allra liða í NFC ásamt Carolina Panthers.Hér má sjá samantekt úr leiknum.
NFL Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira