Óttaðist um líf sitt Telma Tómasson skrifar 5. desember 2013 16:00 Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma. Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira
Fátítt er að ungt fólk greinist með ristilkrabbamein, en það kemur þó fyrir og á það við í tilfelli Rósu Bjargar Karlsdóttur. Hún var ímynd hinnar hraustu konu, 41 árs í blóma lífsins, fyrrverandi fótboltakona, íþróttakennari, heilsunuddari, grunnskólakennari og einkaþjálfari, sem hvatti fólk til betri lífsstíls, hreyfingar og mataræðis. Í janúar 2009 fór hún að finna fyrir miklum óþægindum og greindist hún með ristilkrabbamein það sama ár. Þar með hafði líf Rósu Bjargar tekið U-beygju. Rósa Björg er í hópi rúmlega fjórtán hundruð einstaklinga sem greinast með krabbamein á ári hverju hérlendis, en einn af hverjum þremur Íslendingum getur átt von á því að greinast með krabbamein einhvern tíma á lífsleiðinni. En þrátt fyrir að krabbamein sé alvarlegur sjúkdómur og margir látist af hans völdum þá hafa fimm ára lífshorfur meira en tvöfaldast á undanförnum áratugum vegna bættrar greiningar og meðferðar, enda hefur læknavísindunum fleygt fram. Veikindin hafa haft mikil áhrif á líf Rósu Bjargar og meðal annars verður hún með stóma það sem eftir er. Rósa Björg er hins vegar aðdáunarverð, jákvæð, stundar hreyfingu, fer með hunda sína á fjöll, nýtur þess að vera með fjölskyldunni og heldur áfram sínum heilbrigða lífsstíl. Hún er þakklát að vera á lífi, en neitar því þó ekki að á stundum hafi hún óttast um líf sitt. Þetta er meðal þess sem fram kom í þriðja þætti af Doktor á Stöð 2, þar sem fjallað var um krabbamein, sjúkdómurinn útskýrður og rætt við einstakt fólk sem upplýsti um ýmsa óþægilega fylgikvilla sem sjaldan koma fyrir almenningssjónir. Fjórði þáttur af Doktor er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 20.15 í kvöld en þar verður fjallað um kynheilbrigði og kynsjúkdóma.
Heilsa Mest lesið Saga sagði já við Sturlu Lífið Illa vegið að íslenskum bjór Lífið Glænýtt par á glænýju ári Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Lífið Arnarsson mætti rétt fyrir árslok Lífið Sagði barni að halda kjafti Lífið Fólk tjáir sig um skaupið Lífið Fleiri fréttir Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Orri Steinn og Sylvía Rós eiga von á stúlku Angus MacInnes er látinn Pitt og Jolie loksins skilin Álfurinn á slæmum stað: „Þetta voru erfið jól“ Innblástur fyrir áramótapartýið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Dísella „loksins“ trúlofuð Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Sjá meira