Wikileaks með hljóðupptökur úr Alþingishúsinu Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. desember 2013 18:24 mynd/365 „Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals. WikiLeaks Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
„Við erum með síðustu 4 mánuði af hljóðupptökum úr símum Alþingis Íslendinga,“ er Julian Assange sagður hafa sagt í samtali við Chelsea Manning, sem þá hét Bradley og varð síðar einn þekktasti uppljóstrari samtímans. Samskiptin voru birt á vefsíðu Wired.com í gær og eru hluti af málsgögnum bandaríska hersins í málarekstri á hendur Manning. Samtölin áttu sér stað á tímabilinu 5. mars til 18. mars 2010 en þá var Assange einmitt staddur hér á landi. Manning spyr Assange hvort eitthvað gagnlegt sé að finna á hljóðupptökunum og Assange svarar að hann hafi manneskju til þess að fara yfir það, sjálfur hafi hann ekki tíma. Þau ræða málið svo sín á milli og Assange minnist aftur á að hann hafi fengið gögn frá Alþingi. Manning svarar með broskalli og segir það sprenghlægilegt.Hér má lesa umrædd samskipti Assange og Manning en þar kemur meðal annars fram að Assange grunaði að fylgst væri með honum hér á landi. Assange sagðist hafa staðfestar upplýsingar um að svo væri. Í samtalinu er notast við nöfnin Nathaniel Frank og Nobody og dregur Wired.com þá ályktun að þar sé um að ræða Assange og Manning. Þá ræða þeir einnig um heimildarmann Assange sem á að hafa afhent honum tíu gígabæt af íslenskum bankaupplýsingum. Ekki er ljóst um hvaða upplýsingar ræðir en fram kemur að heimildarmanninum voru boðnar fimmtán milljónir króna til að hafa hægt um sig. Hann virðist á einhverjum tímapunkti hafa verið handtekinn ef marka má orð Assange. Hér að neðan má sjá skjátskot af samtalinu þegar Alþingi okkar Íslendinga kemur til tals.
WikiLeaks Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira