Birgitta staðfestir greiðslur frá Dreamworks Þorbjörn Þórðarson skrifar 8. desember 2013 10:32 Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify] Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Birgitta Jónsdóttir situr undir ásökunum frá Wikileaks á Twitter um að hafa þegið greiðslur frá kvikmyndaverinu Dreamworks vegna kvikmyndarinnar The Fifth Estate. Birgitta telur Julian Assange skrifa í nafni Wikileaks. Birgitta staðfestir í samtali við fréttastofu að hafa fengið greitt frá Dreamworks fyrir ráðgjöf. „Það hefur ítrekað komið fram að ég hafi verið ráðgjafi fyrir þetta handrit, ég skulda Julian engin svör,“ segir Birgitta við fréttastofuna. Birgitta segist aldrei hafa séð né heyrt um hljóðritanir úr símkerfi Alþingis og veit ekki til þess að þær séu til.Enginn fótur fyrir ásökunum um hleranir Alþingis Birgitta gaf í skyn á Twitter að hún hefði varið gærdeginum í að svara fyrir ásakanir um hleranir á símum Alþingis, sem enginn fótur væri fyrir og væri aðeins innistæðulaust mont af hálfu Assange, stofnanda samtakanna. Birgitta beindi spurningu til Julian Assange og spurði hvort honum leiddist í sendiráðinu, en Assange hefur aðsetur í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Birgitta segist ekki vera í neinu skapi til að svara aðdróttunum um greiðslur frá kvikmyndaverum.Grobb vegna gagna sem eru ekki til Þá segir Birgitta Wikileaks gorta vegna gagna sem samtökin hafi aldrei haft undir höndum. Þess ber að geta að aldrei hafa nein gögn birst um þessi hleruðu símtöl hjá Alþingi. Þá efast embættismenn, bæði hjá lögreglu og víðar í stjórnkerfinu, um að þessi gögn séu yfirleitt til. Þessi sjónarmið hafa komið fram í samtölum fréttamanna Stöðvar 2 og Vísis við embættismenn í gær og í dag. Velta má fyrir sér hvers vegna Wikileaks hefur ekki birt gögnin þar sem talsvert langt er liðið síðan hinar meintu hleranir á símum þingmanna áttu sér stað.Fékkstu greitt frá Dreamworks? „Já, ég fékk greitt frá Dreamworks. Ég vann sem ráðgjafi við handritsgerð. Það var aðallega til þess að rétta hlut Julian Assange. Það fór öll mín orka í það að tryggja að ekki yrði á hann hallað í myndinni. Það er fullt af þingmönnum sem vinna við ráðgjöf og kennslu. Mér er ekki skylt að birta samninga. Ég hef aldrei neitað því að vera með samning við Dreamworks.“Voru þetta háar fjárhæðir sem þú fékkst? „Þetta voru meðalfjárhæðir miðað við þessa vinnu.“ Birgitta telur sig ekki hafa skyldu til að birta samninga vegna fjárhagslegra einkamálefna sinna. Þingmaðurinn hefur ekki birt tekjur frá Wikileaks á síðu um hagsmunaskráningu á vef Alþingis. Birgitta sakar Wikileaks um hræsni því Wikileaks hafi aldrei upplýst um greiðslur frá almenningi. Þannig sé fjármögnun samtakanna mjög ógagnsæ.[View the story "Samskipti Birgittu og Julian Assange" on Storify]
Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira