Viðskipti erlent

Stærsta flugfélag heims lítur dagsins ljós

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd/EPA
Samruna flugfélaganna American Airlines og US Airways er nú lokið og úr er orðið stærsta flugfélag heims. Verð hlutabréfa í félaginu hækkaði mikið í verði eftir að félagið fór fyrst á markað undir tákninu AAL. Félagið gengur undir nafninu American Airlines.

Frá þessu er sagt á vef BBC.

 Samruninn hafði áður verið stöðvaður af yfirvöldum í Bandaríkjunum vegna samkeppnissjónarmiða. Innan fyrirtækjanna tveggja er reiknað með að einn milljarður Bandaríkjadala sparist við samrunann.

Hið nýja flugfélag fer nærri 6.700 flugferðir á dag, til fleiri en 330 áfangastaða í yfir 50 löndum. Yfir 100.000 starfsmenn vinna hjá flugfélaginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×