„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég“ Kristján Hjálmarsson skrifar 22. nóvember 2013 13:56 Ingimar Baldvinsson hjá Hólaborg. „Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar. Hestar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira
„Það er skrýtið að þú fáir þessar upplýsingar en ekki ég,“ segir Ingimar Baldvinsson, eigandi sjúkra- og þjálfunarmiðstöðvarinnar að Hólaborg á Suðurlandi. Matvælastofnun sendi frá sér tilkynningu rétt í þessu um að stofnunin hefði gert ráðstafanir til að bregðast við útbreiðslu á mögulegu smiti frá hestaþjálfunarstöð á Suðurlandi. Erlendur dýralæknir, sem starfar líka sem járningamaður, hefði komið til landsins með notuð járningaáhöld, svuntu og vinnuskó og notað við sjúkrajárningar. Í tilkynningunni fylgir hlekkur á frétt af Eiðfaxa þar sem sagt er frá Steven O´Grady, dýralæknis og járningamanni, sem kom hingað til lands til að hlúa að verðlaunahestinum Blysfara sem hefur verið meiddur á hófa. Í tilkynningunni frá Matvælastofnun segir að héraðsdýralæknir hafi strax kannað hvort ábendingin ætti við rök að styðjast og svo hafi reynst vera. Dýralæknirinn hafi verið farinn af landi brott með sín áhöld. „Að flytja inn notuð áhöld og búnað er alvarlegt brot gegn íslenskum lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim. Stofnunin hefur þegar skrifað hlutaðeigandi aðilum bréf og gert þeim grein fyrir alvarleika málsins,“ segir í tilkynningu frá Matvælastofnun. Jafnframt kemur þar fram að ráðstafanir hafi verið gerða til að hindra útbreiðslu á mögulegu smiti. „Flutningur hrossa frá þjálfunarstöðinni, þar sem áhöldin voru notuð, hefur verið takmarkaður. Allir hestar sem þar eru, hafa verið settir undir aukið eftirlit og kröfur gerðar um sérstakar smitvarnir. Enginn hestur má fara frá þjálfunarstöðinni án samþykkis héraðsdýralæknis og gildir sú ráðstöfun í a.m.k. fjórar vikur eða þar til hægt er með nokkurri vissu að álíta að smit hafi ekki borist í hesta á þjálfunarstöðinni,“ segir í tilkynningunni. Ingimar Baldvinsson, eigandi þjálfunarstöðvarinnar að Hólaborg, kannast við að Grady hafi komið hingað til lands til að kíkja á Blysfara. Hann hafi komið á vegum eiganda Blysfara, Daniel J. Slott sem hafi meðal annars markaðssett íslenska hestinn í Bandaríkjunum. Ingimar kannast hins vegar ekki við að gripið hafi verið til þeirra ráðstafana sem Matvælastofnun tiltekur í tilkynningu sinni, þ.e. að flutningur hrossa frá stöðinni hafi verið takmarkaður og að hestarnir séu undir auknu eftirliti. „Þeir eru augljóslega komnir í aðgerðir sem ég hef ekki fengið að vita um. Það er einhver að reyna að koma höggi á mig,“ segir Ingimar. „Það er ekki búið að takmarka flutninga frá þjálfunarstöðinni enda engin ástæða til.“ Ingimari var augljóslega brugðið í samtali við Vísi en sagðist ætla að hringja í Matvælastofnun og fá nánari upplýsingar. Spurður hvort einhverjir hestar hefðu verið fluttir frá Hólaborg frá því að Grady kom í heimsókn sagði hann svo ekki vera. „Það hafa engin hross verið flutt héðan - hvorki komið né farið," segir Ingimar.
Hestar Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Sjá meira