Fótbolti

Þær geta orðið norskir bikarmeistarar í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hólmfríður Magnúsdóttir.
Hólmfríður Magnúsdóttir. Mynd/KSÍ/Hilmar Þór Guðmundsson
Þrjár íslenskar landsliðskonur geta orðið norskir bikarmeistarar í dag þegar fjölþjóðalið Avaldsnes reynir að vinna fyrsta stóra titilinn í sögu félagsins.

Þetta eru markvörðurinn Guðbjörg Gunnarsdóttir, miðjumaðurinn Þórunn Helga Jónsdóttir og sóknarmaðurinn Hólmfríður Magnúsdóttir.

Bikarúrslitaleikur Avaldsnes og Stabæk hefst klukkan þrjú að íslenskum tíma á Ullevaal-leikvanginum í Osló.

Guðbjörg Gunnarsdóttir var í viðtali í Fréttablaðinu í dag og sagði aðeins frá íslensku liðsfélögum sínum.

Guðbjörg Gunnarsdóttir, 28 ára markvörður: „Síðasta mánuðinn fyrir EM, EM og svo seinni hluta tímabilsins er ég alltaf að vera betri og betri. (Fékk heilahimnubólgu í febrúar). Ég er mjög ánægð með seinni hluta tímabilsins. EM gaf mér fáránlega mikið sjálfstraust," segir Guðbjörg um sjálfa sig.

Hólmfríður Magnúsdóttir, 29 ára sóknarmaður: „Maður veit aldrei með Hólmfríði. Hún gæti sett þrennu eða jafnvel fernu á góðum degi," segir Guðbjörg um Hólmfríði.

Þórunn Helga Jónsdóttir, 28 ára miðjumaður: „Þórunn hefur verið ótrúlega góð seinni hluta tímabilsins. Hún er sú sem vinnur skítavinnuna fyrir liðið. Maður tekur kannski ekki eftir henni en við tökum eftir því þegar hana vantar," segir Guðbjörg um Þórunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×